Saga - 1983, Page 347
RITFREGNIR
345
Síra Ágúst hefur næmt auga fyrir öllu, sem talist getur stórbrotið, leikrænt
eða óvenjulegt. Sem dæmi má nefna, að honum tekst einkar vel upp þegar
hann segir frá brauðmissi eða afsetningu þriggja presta í röð í Krossþingum
um miðja 18. öld (IV. bindi, 48-52).
Eins og fram hefur komið, fer einatt mikill hluti, oftast meirihluti, hvers
þáttar í að rekja hvaða prestar hafi setið prestsetrin, einkum frá siðaskiptum
og til þessa dags. Hér úir og grúir af ættfræðifróðleik. Höfundur hleypur
nokkuð fram og aftur í efninu, eftir að hafa auðvitað kynnt sér það mjög vel
sjálfur, en lesandi getur stundum átt í örðugleikum með að halda þræðinum.
Dæmi um þetta er framsetningin í III. bindi, bls. 39-42 (Kirkjubæjarþáttur),
þegar segja má að lesandi verði að ráða af samhengi að Ingibjörg Björnsdóttir
Pálssonar hafi verið kona Ólafs Ásmundssonar. Komið hefði til greina að
skipuleggja efnið hér betur, og þá m.a. þannig, að sæmileg skil mynduðust
yfirleitt við prestaskipti á brauðunum.
Óhætt er að fullyrða, að heimilda hefur víða verið leitað, og yfirleitt er vel
til þeirra vitnað. Mat á heimildum er þó ekki alltaf vandlegt, t.d. skipa Jón
Espólín og Guðbrandur Jónsson traustari sess sem heimildarmenn en verðugt
getur talist. Annars virðist meðferð heimilda öllu traustari í III. og IV. bindi
en raun var í fyrri bindunum, og veldur þar sjálfsagt miklu sívaxandi þekking
hins fróðleiksfúsa höfundar.
Að sjálfsögðu var við fremur skjótan yfirlestur bókanna ekki hægt að ganga
kerfisbundið úr skugga um að höfundur færi rétt með alla hluti. Undirritaður
hefur þó athugað ýmislegt sérstaklega. Eðlilegt er að fáeinar villur finnist við
slíka leit í riti svo hlöðnu staðreyndum sem Forn frægðarsetur eru. Hér verða
nú settar fram nokkrar leiðréttingar og athugasemdir við efni bindanna
tveggja, sem um ræðir.
Á bls. 16 í III. bindi segir að með kaflanum fylgi mynd af Urnes-kirkju í
Sogni í Noregi. Mynd er af norskri stafkirkju á myndablaði á milli bls. 16 og
17, en samkvæmt myndatexta er hún af Gol-kirkju. Hér er einhver ruglingur
á ferð.
Á bls. 19 í III. bindi og ábls. 23 í IV. bindierfariðdálítiðskakkt meðniður-
stöður Staðamála 1297. Á bls. 88 í III. bindi er hins vegar farið alveg rétt með
þetta atriði.
Á bls. 20 í III. bindi er minnst á orðið metfé, en forn merking þess skakkt
tilgreind. Rétta merkingu er t.d. að finna í orðabók Blöndals, en þarermetfé
skýrt svo: „særlig værdifuld Genstand el. Dyr, spec. et Dyr, som ikke kan be-
regnes efter alm. Kapitelstakst." í stuttu máli merkir þetta, að ákvæði um
verðlag, t.d. í Búalögum fornu, voru ekki tæmandi, og metfé stóð utan þeirra
og þarfnaðist því mats hverju sinni. Sérstaðan stafaði af miklu verðmæti.
Á bls. 88 í III. bindi segirsíra Ágúst, að biskupsvaldið á miðöldum hafigert
eignartilkall kirkjunnar til hverrar jarðar þar sem kirkjuhús hafi verið reist.
Þetta er rnjög ofsagt og alls ekki rétt. Um þetta má m.a. vísa til Sögu íslands