Saga - 1983, Page 348
346
RITFREGNIR
III (Þjóðhátíöarnefndarútgáfan), þar sem Magnús Stefánsson ræðir málið á
bls. 125-26. Sérstaklega er á það að líta að meirihluti allra kirkjuhúsa á mið-
öldum voru hálfkirkjur og bænhús, sem stóðu mjög oft á bændaeignum.
Á bls. 122 í III. bindi segir að kirkjur hafi verið meir en hálft þriðja hundrað
í Hólabiskupsdæmi á ofanverðri 15. öld, og séu þá bænhús meðtalin. Um
þetta er vísað til kirkna- og bænhúsatals, sem prentað er í V. bindi íslensks
fornbréfasafns. Höfundur gætir þess ekki, að umrætt tal nær engan veginn yfir
allt biskupsdæmið, því að það er illa varðveitt. Undirritaður telur, að kirkju-
hús hafi í lok hámiðalda líklega verið 500-600 talsins á Norðurlandi öllu, og er
sú tala þó ónákvæm.
Á sömu bls. í III. bindi segir höfundur afdráttarlaust að Norðlendingar hafi
verið um 22 þúsundir á ofanverðri 15. öld. Þessi tala er fengin frá Guðbrandi
Jónssyni, og er afskaplega hæpin, sennilega of há.
Á bls. 131-32 og 137 í III. bindi er rætt um gömlu klukkuna á Þingvelli, sem
nefnd hefur verið íslandsklukkan. Segir hér, að hin forna klukka, sem sagt
væri að Haraldur konungur Sigurðarson hafi gefið Alþingi, hafi týnst í Kaup-
mannahöfn, enda muni hún hafa brostið á 3. tug 18. aldar. - Hér er sitthvað
missagt. Samkvæmt Fitjaannál (Annálar 1400-1800, II. bindi), var sagt að
dómklukkan á Alþingi hefði rifnað 1630 (ekki 1730 eða þar um bil). En aldur
hennar var óviss, e.t.v. kom Jón Jónsson lögmaður út með hana 1593.
Á bls. 12 í IV. bindi er vitnað til kirknaskrár Páls biskups Jónssonar og haft
eftir, að kirkja eigi að vera að Fljóti í Eyjasveit. Þetta er rangur skilningur á
texta kirknaskrárinnar; með orðinu Fljót í skránni mun vera átt við Markar-
fljót sjálft, enda næst farið að telja kirkjustaði handan þess, í Fljótshlíð, og á
eftir þeirri upptalningu eru Rangár nefndar. Síra Ágúst giskar á að með orð-
inu Fljót sé átt við Ljótarstaði, en það fær ekki staðist, því að þar var aldrei
alkirkja.
Á bls. 191 í IV. bindi ræðir síra Ágúst um það, að Þönglabakkakirkja hafi
ekki verið vísiteruð 1394, og segir síðan: „Þykir það sýna, að þá væri þar
auður staður og enginn kirkjuhaldari fyrir að svara og ekki börn að ferma í
sókninni." Þessi fullyrðing er mjög hæpin. Einni síðu framar bendir Ágúst á,
réttilega, að árið 1403 hafi Halldór Loftsson gefið Þönglabakkakirkju jörðina
Botn. Sú gjöf bendir engan veginn til auðnar á Þönglabakka um 1400, hvað
sem orðið hefur við pláguna miklu 1402-4. Árið 1429 var talinn prestur á
Þönglabakka. Skynsamlegri skýring á því að ekki var vísiterað 1394 er að
biskup hafi ekki nennt að ómaka sig á þennan afskekkta stað, enda fóru bisk-
upar þangað sárasjaldan eftir siðaskipti, sem kunnugt er af heimildum, enda
þótLgrestar væru þá oftast þar.
Á blsT203 í sama bindi segir síra Ágúst að kirkjan á Þönglabakka hafi síðar
átt„ . . . hluta í Veigastöðum, líklega aðeinsskamma hríð . . .“Hiðréttaer
að Þönglabakkakirkja átti 2/3 af Veigastöðum frá 1731 og allt fram á 20. öld
(Björn Teitsson: Eigarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu 1703-