Saga - 1983, Blaðsíða 350
348
RITFREGNIR
indum farið forgörðum. Hlutu heftin góðar viðtökur á sínum tíma, fyrsta
heftið gekk fljótlega til þurrðar og var endurprentað 1958, og síðar urðu fleiri
hefti ófáanleg. Það var því vel til fundið að endurútgefa safnið.
Endurútgáfan 1980-82 er hins vegar ekki til fyrirmyndar. Lítil vinna hefur
verið lögð í endurútgáfuna og upphaflegi textinn verið settur á ný nær óbreytt-
ur. í formála 1. bindis er þess getið, að villur og pennaglöp hafi verið leiðrétt
og mállýti lagfærð, og einungis bætt lítillega við þættina af Holtsprestum og
Vatnsfjarðarprestum með hliðsjón af þeim tíma, sem Iiðinn sé frá fyrstu
útkomu ritanna. Þegar litið er til þess, hvernig þessir þættir eru uppbyggðir,
er ekki nóg að auka einungis við æviágripum þeirra presta sem setið hafa nefnda
staði, síðan frumútgáfan kom, því auka þarf niðjatal hvers einasta prests, ef
vel á að vera. Og það er allmikill munur á því, hverjir voru þjóðkunnir fyrir
nokkrum áratugum, eða eru það nú. Hversu margir skyldu kannast við þann
niðja sr. Þorvalds Böðvarssonar í Holti, sem nefndur er Finnbogi Rútur Þor-
valdsson verkfræðingur í Reykjavík (I. b., bls. 162), eða hefði ekki verið nær
að nefna dóttur hans Vigdísi? Þá er þess að geta, að í niðjatali þessu eru þeir,
sem á lífi voru, er frumútgáfan kom, nefndir í nútíð, en hinir dánu í þátíð.
Þetta er allt óbreytt í endurútgáfunni, og hefði það þó vart kostað mikla vinnu
að lagfæra þetta til samræmis við nútímann.
í 3. bindi nýju útgáfunnar birtist ritgerð Ólafs Þ. Kristjánssonar um bændur
í Önundarfirði 1801. Ólafur greinir frá búendum 1801 og rekur síðan niðja-
tal hvers og eins. Eins og nærri má geta, er þetta firnamikið verkefni, og var
ritgerðin í miðjum klíðum, þegar útgáfan hætti. f endurútgáfunniskyldifram-
haldið hins vegar birtast, og var útgáfan því nefnd önnur útgáfa aukin. En því
miður entist Ólafi ekki aldur til að ljúka verkefninu, og var greinin endur-
prentuð óbreytt. Ekki nóg með það, heldur var sérstakur leiðréttingarbálkur
Ólafs við greinina, sem birst hafði í frumprentuninni, prentaður sérstaklega
strax á eftir ritgerðinni, í stað þess að fella leiðréttingarnar inn í á sínum stað.
Nýja útgáfan hafði í upphafi verið auglýst aukin, og þegar forlögin gripu
þannig inn í, að það gat ekki orðið með upphaflegum hætti, var brugðið á það
ráð að fylla um þriðjung af seinasta bindinu með ýmislegum samtíningi. Sumt
á þar vel við, en annað er ekki samkynja efni ritsafnsins, eins og þátturinn um
Goðafossstrandið 1916, sem bæði er stirðlega skrifaður og uppfullur af endur-
tekningum.
En þótt útgáfan sé nefnd aukin, þá er hún líka skert. í frumútgáfunni var
nokkuð af myndum, semfengur var að. Einungis ein þeirra, af Ögri við Djúp,
nær að komast með í nýju útgáfuna. Reyndar birtast þar 5 myndir, sem ekki
voru í gömlu útgáfunni. Það er með ólíkindum, að ekki skyldi vera hugsað til
þess að auka verulega myndefnið í nýju útgáfunni, eða a.m.k. birta allar
myndirnar, sem áður komu.
Prentsmiðjan Steinholt h.f. setti og prentaði hina nýju útgáfu. Skal einungis
gerð sú athugasemd við þann þátt útgáfunnar, að víða á öftustu örkum 3.