Saga - 1983, Qupperneq 357
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
355
lagsmenn beðnir velvirðingar á þessum töfum, sem orðið hafa. Stefnt er
að þvi að koma næsta bindi sem fyrst í prentsmiðju, og að ekki þurfi að
líða jafn langur tími til útkomu þess og raun hefur á orðið með XV. bindi.
Fer vonandi senn að sjá fyrir endann á þessu stórmerka heimildarriti
islenzkrar sögu, sem verið hefur meðal aðalverkefna Sögufélags nú um
sjö tugi ára. Útgáfu Alþingisbóka annast Gunnar Sveinsson.
Forseti gerði þessu næst grein fyrir þeim ritum Sögufélags, sem í undir-
búningi eru og væntanleg á þessu ári, ef svo fer sem nú horfir:
Saga 1983 er að vanda í fullum gangi undir sömu ritstjórn og áður,
Jóns Guðnasonar og Sigurðar Ragnarssonar. Stefnt er að útkomu
snemma hausts, eins og á s.l. ári, enda mun ritið nú þegar vera að mestu
sett í ísafoldarprentsmiðju. Einnig er unnið að því að fylla upp í skörð,
sem myndazt hafa, þegar fyrri árgangar hafá selzt upp. T.d. eru árgang-
arnir 1964 og 1965 á þrotum og verða ljósprentaðir á næstunni, þannig að
Saga geti ávallt verið til í heild, en hún er, eins og kunnugt er, eina rit fé-
lagsins, sem skylda er að kaupa, vilji menn teljast meðlimir Sögufélags.
Landsyfirréttar- og hœstaréttardómar í íslenzkum málum 1802—1873,
10. bindi í umsjón Ármanns Snævarr hæstaréttardómara, eru nú þegar
komnir í setningu í Prentsmiðjunni Hólum. Gert hafði verið ráð fyrir, að
bindið kæmi út á s.l. stjórnartímabili, enda fengizt umtalsverður styrkur
úr Þjóðhátíðarsjóði 1981—82 til að vinna að því að ljúka þessari útgáfu.
Því miður urðu ófyrirsjáanlegar tafir til að seinka verkinu, en er nú loks
komið á skrið. Að þessu bindi útgefnu mun eitt bindi vera eftir og er að
því stefnt að koma því út sem fyrst, svo að þessari heimildaútgáfu verði
lokið. Það er vissulega ekki vonum fyrr, því að útgáfan hófst árið 1916,
og nú eru 18 ár síðan 9. bindi kom út; mun þar fyrst og fremst fjárskortur
hafa hamlað, enda um enga fjárhagslega ábatavon að ræða, en um gildi
verksins þarf ekki að hafa mörg orð.
Islandia eftir Tékkann Daniel Vetter (eða Streycs), sem greinir frá ferð
hans til íslands árið 1613, mun koma út á þessu ári i íslenzkri þýðingu
Hallfreðs Arnar Eiríkssonar. Ritið var einnig boðað á s.l. ári, en undir-
búningur þess dróst úr hömlu; honum mun nú senn lokið, svo að það ætti
að komast í setningu innan skamms. Eins og getið var um á síðasta aðal-
fundi, var rit þetta kunnugt íslendingum frá því á 17. öld og varð á 19. öld
tilefni til umfjöllunar meðal íslendinga, m.a. gagnrýnt í þá átt, að bornar
voru brigður á, að höfundur hefði raunverulega komið til íslands. Tékk-
neski bókmenntafræðingurinn Helena Kadeckova ritar inngang að ritinu.
Er gert ráð fyrir, að Islandia gæti orðið upphafsrit i ritröð nokkurra
bóka, þar sem birt væru óútgefin eða þýdd rit um ísland á 17.-18. öld.
Þessu næst minntist forseti á útgáfu Hins íslenska fræðafélags í
Kaupmannahöfn, sem Sögufélag hefur umboð fyrir hér á landi. Sérstak-
lega var vakin athygli á endurútgáfu Jarðabókar Árna Magnússonar og