Saga - 1985, Blaðsíða 10
8
JÓN GUÐNASON
klukkustundir og enn minni tímaeiningar, og miða vinnutíma og
kaup við þær. Þegar fram liðu stundir voru allar athafnir mældar
og miðaðar við gang klukkunnar og tif hennar. í þessum umskipt-
um breyttist tímaskilningur íslendinga, hann varð smám saman
allt annar en í hinu staðnaða þjóðfélagi þeirra fyrr á öldum. „En
hvert stefnir vor tími? Tíminn stefnir fram. Það er takmark
alheimsins, þjóðarheildarinnar og einstaklingsins að feta svo langt
fram á leið sem auðið er, ekki að geyma það morgundeginum,
sem vinna má í dag.“2 3 Svo reit Skúli Thoroddsen 1886.
Á þessum árum var farið að nota peninga sem verðmæli og
verðmiðil mun meira en áður, og greiddi það mikið fyrir öllum
viðskiptum og hafði margvísleg áhrif önnur, sem sumum þótti
ekki öll til heilla. Bjarnijónsson frá Vogi skrifar á þessaleið 1904:
Þetta var nú á blómaárum sauðfjármarkaðanna. Enska
gullið var að streyma inn í landið. Allt þótti þá leika í lyndi,
og margan mann fór að dreyma gullöld hér á landi. Það
þótti nú fyrir öllu, að komast yfir gullið, því að þá væri opn-
aður vegur að öllum hnossum lífsins. Þá magnaðist pen-
ingafíknin; ekkert þótti gjaldeyrir, nema peningar. Vöru-
skipti sveita- og sjávarbænda þóttu þá ekki hafandi lengur.
Sjávarbóndinn vildi fá peninga fyrir sína fiskvætt, og sveita-
bóndinn peninga fyrir kindur sínar. Vinnuhjúin komust á
sama rekspölinn, þeim þótti ekkert kaupgjald, nema pen-
ingar væri. Fatnaður og önnur hagræði var þá metið að litlu.
Og þegar svo þetta vildi ekki ganga, þá var farið að losa um
hnútana, allir máttu verða lausir úr vistarbandinu, svo að
þeir gætu upp á eigin spýtur greitt sér veg að gullinu. Og
daglaunamennirnir vildu heldur ekkert, nema peninga.
... Allur verkalýðurinn safnast þangað, að kalla má, sem von
er um peninga. Engin atvinna þykir nokkurs virði, nema
peningar séu í aðra hönd, ...
Höfundurinn hefur áhyggjur af því að þjóðin sé vegna ásækni í
gullið að týna niður fornum dyggðum, gullið sé að svipta hana
því göfuglyndi og þeirri nægjusemi, sem henni er ómissandi, til
þess að hún geti þrifist í peningasnauðu og fátæku landi.
2. Stefna Þjóðviljans. Þjóðuiljitm I, 1. 30. oktbóer 1886.
3. Bjarnijónsson: „Að gjöra sér matúrþví." Þjóðviljinn XVIII, 16. 18. apríl 1904.