Saga - 1985, Blaðsíða 16
14
JÓN GUÐNASON
mannamálið mjög ofarlega á dagskrá um mestan hluta hins
menntaða heims og þar væri „verið að berjast um það, að tryggja
réttindi verkalýðsins gagnvart atvinnuveitendum, með því að
lögvernda ýmislegt, er samningsfrelsi um vinnu snertir, t.d. um 8
tíma vinnudag." Hann taldi happasælla, að verkamenn væru sínir
eigin fjárhaldsmenn frekar en kaupmenn.12 Frumvarpið var að
lokum fellt frá 2. uinræðu með 12 atkvæðum á móti 11 að við-
höfðu nafnakalli, en atkvæðagreiðslan sýnir þó ekki réttilega
afstöðu þingmanna til málsins, þar sem nokkrir andvígismenn
þess, a.m.k. þrír, greiddu atkvæði með því, að það fengi frekari
umfjöllun.
Skúli Thoroddsen kvaðst ekki undrast hin miklu andmæli, sem
komið hefðu fram gegn fruinvarpinu um verkkaup, þar sem þarf-
legustu nýmæli yrðu oft að sæta allmikilli mótspyrnu í fyrstu, en
það væri sannfæring sín, að það risi upp aftur, hvað sem deildinni
þóknaðist að gera við það í þetta sinn. Sá tími kæmi, að þingmenn
litu allt öðrum augum á það en þeir gerðu.13
Áskoranir ogfrumvarp um verkkaup Í897
Sumarið 1895 barst alþingi bænarskrá undirrituð af um 210 ísfirð-
ingum, þar sem skorað var á þingmenn að gera kaupmönnum að
skyldu að borga verkamönnum sínum verklaun í peningum.14
Bænarskráin er á þessa leið:
Vér undirritaðir, sem að meira eða minna leyti höfum dag-
launavinnu að atvinnu vorri, höfum lengi sáran fundið til
þess, hve óhagkvæmt það er að geta ekki fengið verkakaup-
ið í peningum heldur vera tilneyddur að taka vörur útá það
með hæsta búðarverði á öllum lífsnauðsynjum hjá þeim
kaupmanni, sem atvinnuna veitir. Af þessu leiðir, að oss
veitir örðugt og ómögulegt að kaupa feitmeti og aðrar
afurðir landbúnaðarins hjá bændum, en verðum oftast að fá
þetta eins og annað hjá kaupmanninum með því verði sem
honum þóknast að skammta oss, ög að því er útlendan varn-
12. Alþingistíðindi 1893 B, 906.
13. Alþingistíðindi 1893 B, 905. —Jafnframt „Daglaun verkmanna.“ Þjóðviljinn
ungi II, 23. 11. ágúst 1893.
14. Dagbók neðri deildar alþingis, nr. 48-1895. Bókasafn alþingis.