Saga - 1985, Blaðsíða 192
190
JÓNAS GÍSLASON
1903; þá töldu menn sig hafa kannað tímabilið frá 1316 til 1527, en eftir
það hafði samband Norðurlanda við páfastól minnkað til mikilla muna.
Þau skjöl, sem fundizt höfðu, voru síðan birt á prenti.
Eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk, tóku menn á Norðurlöndum
þráðinn upp að nýju; Svíinn A. U. Baath kom til Rómar 1919 og tók til við
rannsókn tímabilsins fyrir 1316; hann fékk Norðmanninn Oluf Kolsrud og
Danann Alfred Krarup til liðs við sig, en sá síðarnefndi hafði unnið í safninu
1897—8 og 1902—3; þeir fundu allmörg áður óbirt bréf frá 1198 til 1316 og
birtu þau orðrétt; í frönsku skránum birtust oftast aðeins stuttir útdrættir
bréfanna.
Eftir að þessari rannsókn lauk, tóku menn til við að kanna frekar seinna
tímabilið 1316 til 1527; þá komu enn í ljós ný bréf, er mönnum hafði áður
yfirsést; var skjalakönnunninni enn haldið áfram allt fram að seinni heims-
styrjöldinni. Finnarhöfðu nú bætztíhópinn, en A. MaliniemifráHáskóla-
bókasafninu í Helsinki dvaldist í Rómaborg eftir 1920.
Enginn íslendingur hefur tekið þátt í þessum norrænu könnunum á
Vatikansafninu í Róm. Hins vegar hafa íslendingar að sjálfsögðu notið
góðs af þessum norrænu rannsóknum, enda heyrði ísland undir erki-
biskupsdæmið í Lundi frá 1104 og síðar í Niðarósi, eftir að það var stofnað
1152/53, allt fram að siðbreytingu.
V
Seinni fyrirlestur síra Bullivants fjallaði um þau skjöl, er hann hefur
fundið í Vatikansafninu, og líkur þess, að fleiri skjöl kunni að leynast þar,
er ísland varða; taldi hann, að ef til vill væru litlar líkur á, að rnargt nýtt
væri að finna; þó væri alls ekki girt fyrir, að svo væri, enda hefðu þessi tvo
skjöl, er hann fann, komið nokkuð á óvart. Taldi hann sjálfsagt, að íslend-
ingar bættust í þann norræna hóp, er ynni enn að rannsókn skjala í safninu.
Hvers vegna höfðu untrædd skjöl ekki komið fyrr í leitirnar? Peirri
spurningu svaraði Bullivant þannig, að fyrra bréfið, bréfÖgmundar bisk-
ups frá 1524, væri frá jaðri þess tímabils, sem rannsakað hefði verið. Hitt
bréfið, það er nú birtist hér í fyrsta sinn á prenti í heilu lagi, höfðu Frakkar
birt í útdrætti í Les Registres dc Bonifacae VIII (1884-93), nr. 5284. Bréfið
og útdrátturinn komust ekki inn í fornbréfasöfnin norska og íslenzka, en
Norðmenn birtu útdráttinn nýlega í Regesta Norvegica III (1983), nr. 92.
Mestar líkur taldi Bullivant á því, að finna mætti skjöl frá tímabihnU
1527-50, þar sem norræna rannsóknin hefði ekki náð til þess tíma.
Vonandi telur söguþjóðin íslendingar sig hafa efni á því að kosta tíma-
bundna dvöl íslenzks fræðimanns í Róm til þess að ganga úr skugga um>
hvort þar sé enn árangurs að vænta í leit nýrra og nú óþekktra skjala, er