Saga - 1985, Blaðsíða 255
ÖXAR VIÐ ÁNA
253
myndina Rauðshóll án þess að skýra hví hann kýs þá mynd. Sama máli
gegnir um Gapahæðir sem Ásgeir nefnir svo í grein sinni og segir bera
nafn af hól einum holum að innan, er Gapi heitir; bókarhöfundur hefur
hins vegar líka nafnmynd og er á áðurnefndu landabréfi, Gaphæðir, og
nefnir ekki hólinn Gapa, en á landabréfinu er nafnmyndin Gaphæð. Von-
andi læra gestir þjóðgarðsins að nefna hólinn Gapa og hæðir hans eins og
Hrauntúnsmenn gerðu.
Ásgeir nefnir Raftahh'ð í sinni grein og einnig Sigurður Vigfússon árið
1880 þar sem hann gerir grein fyrir rannsóknum sínum á Þingvöllum;16
bókarhöfundur hefur nafnmyndina Raftviðarhlíð í samræmi við merk-
ingu á landabréfi, en engin ábending er um að sú nafnmynd sé réttari.17
Helga Melsted var til ráða um gerð örnefnaskrár fyrir Örnefnastofnun
um örnefni í landi Vatnskots, á einum stað nefnir hún Olnboga, „sker sem
kemur aldrei upp úr“ og Ásgeir nefnir einnig Olnboga í sinni grein;
bókarhöfundur tilgreinir Alnboga, tanga „orðinn að viðlausum hólrna"
(bls. 130) og virðist þar enn fara eftir landabréfmu þar sem merktur er Aln-
bogi.
Sama endurtekur sig í lýsingu höfundar á Þuríðarvörðu, farið er eftir
lýsingu í grein Ásgeirs sem segir að Þuríðarvarða sé austan við Hryggi og
standi á smáhól upp af Vörðuvík; bókarhöfundur segir að Þuríðarvarða
„stóð á hólskammtofaren Vörðuvík" (bls. 133). Helga Melstedsegir hins
vegar að staðsetning Þuríðarvörðu sé röng í grein Ásgeirs, sjálf segir
Helga Þuríðarvörðu vera hól „með sprungu, sem liggur frá suðvestri til
norðausturs", en að Fuglastapaþúfa sé „rétt ofan við vatnið (Vörðuvík)",
en Þuríðarvarða þar fyrir ofan. Höfundur Þingvalla nefnir hins vegar ekki
Fuglastapaþúfu.
Enn er dæmi um að höfundur virðist ekki hirða um nafnmyndir sem
staðkunnugir nota, á bls. 182 telur hann nokkur örnefni sem tengjast
sögnum um eyðibýli, þ.á m. „Fíflavelli" fyrir norðan Skjaldbreið, en sá
staður heitir Fífilvellir á máli þeirra sem sækja þangað fé á afrétt úr Laugar-
dal og Grímsnesi, enda hefur þessi nafnmynd staðið upphaflega í Jarðabók
þeirra Árna og Páls en Árni hefur breytt í Fíflavelli og sú mynd er í sókna-
lýsingu séra Björns Pálssonar frá 1840. Skilja má af orðum höfundar að
hann ætli örnefnið Fíflavelli komið úr Ármanns sögu Halldórsjakobssonar,
sem prentuð var í Hrappsey 1782, en Jarðabókin, þar sem nafnið kemur
fyrir, var skrifuð 1711, líklegra er því að sagan sæki nafnið í annan stað.
Enn hefði höfundur mátt forðast ruglandi þar sem hann lýsir leiðum úr
austursveitum á Þingvöll (bls. 138), segir þar að önnur leiðin „lá upp frá
Efra-Apavatni“, þetta er rangt, leið þessi liggur upp á Lyngdalsheiði
16. Sjá Árbók Fornleifafélagsins 1880 og 1881, bls. 34.
17. Sjá íslenzkfornrit XI, Rvk 1950, bls. 84 nmgr. 4.