Saga - 1985, Blaðsíða 45
GREIÐSLA VERKKAUPS { PENINGUM
43
Árið 1926 gerðu verkalýðsfélögin á Eskifirði í fyrsta skipti
verkfall, og í þeim samningi, sem náðist, var ákvæði um, að
verkalaun skyldu greidd í peningum á hverjum föstudegi fyrir
undanfarna viku.12
Þá segir í blaðinu Dagsbrím 1916, að verkamannafélagið á Seyð-
^sfirði [Fram] sé orðið fjölmennt, félagar 120: „Félagið ætti því að
fara að láta til sín taka, t.d. koma á peningaborgun fyrir vinnu, og
láta ekki brjóta lög á sér lengur.“13
Vorið 1926 fór Ingólfur Jónsson á Akureyri austur á Húsavík til
þess að fá verkalýðsfélögin þar til þess að ganga í Verklýðssam-
band Norðurlands og þreifa fyrir sér um stofnun jafnaðarmanna-
félags. Hann sagði frá för sinni á fund íjafnaðarmannafélagi Akur-
eyrar, og er þetta meðal annars skráð eltir honum:
Ræðumaður kvað Húsavík afar langt á eftir Akureyri, sér-
staklega í verslun. Peningaviðskipti þekktust varla. Öll við-
skipti gengju með milliskriftum. Menn séu á skuldaklafa
hjá kaupmönnum og verði þar kyrrir.H
Haustið 1930 setti Verkamannafélag Húsavíkur fram þrjár
kröfur á hendur kaupmönnum, að kaup lækkaði ekki frá því sem
það var um sumarið, að kaup yrði greitt í peningum, þegar þess
væn krafist og að félagsmenn sætu að vinnu. Þessar kröfur tókst
að knýja fram með verkfalli. Karl Sigtryggsson segir, að það hafi
ekki verið óalgengt, að atvinnurekendur tækju vexti, ef þeir borg-
uðu eitthvað í peningum.15
í blaðinu Dagsbrún 1915 er skýrt frá því, að Verkamannafélag
Akureyrar hafi boðist til að fresta kauphækkun, ef atvinnurek-
endur vildu láta félagsmenn þess sitja fyrir vinnu og borga skilyrð-
tslaust alla vinnu í peningum, en þeir hafi ekki viljað ganga að
þessu boði.16 Þannig hafa einhver brögð verið að vöruborgun á
Akureyri, en ekki hefur það verið neitt viðlíka og í kauptúnum.
Einar Bragi Sigurðsson: Eskja IV, 65. Reykjavík 1983.
13' Dagsbrún II, 5. 29. janúar 1916.
H. Fimdargerðir Jafnaðarmannafélags Akureyrar 1924-1921. 19. apríl 1926. —Jfr.
Einar Olgeirsson: Kraftaverk einnar kynslóðar, 98-99. Reykjavík 1983.
15. Barátta verkalýðsins á Húsavík. Verkamaðurinn XIII, 88. 25. október 1930. —
Sigur verkalýðs á Húsavík. Verkamaðurinn XIII, 89. 28. október 1930. — Karl
Sigtryggsson: Svar til Húsvíkings. Verkamaðurinn XIII, 106. 27. desember
1930.
16' Dagsbrúnl, 1. 10.júlí 1915.