Saga - 1985, Blaðsíða 287
RITFREGNIR
285
er að. Á það einkuin við um fyrstu kafla bókarinnar, þar sem umfjöllunin
er meira almenns eðlis en þegar aftar dregur. Skulu hér nefnd örfá dæmi
um þetta: Á bls. 33 segir, að um 1835 hafi verð á þriggja til fjögurra „lesta"
skipi verið fimmhundruð dalir. Við hvers konar lest er átt, stórlest eða
smálest? Það hefði þurft að skýra, lesendum til frekari glöggvunar. Á
næstu blaðsíðu (34) segir orðrétt: „Lýsisútflutningur árið 1849 úr Eyja-
fjarðarsýslu og Grýtubakkahreppi var 451 tunna. Þetta er ekki mikið
magn og enda þótt útgerð hafi ekki verið mikil fyrir norðan á þessum tíma
miðað við útgerð fyrir sunnan og vestan, má þó reikna með að töluvert
magn til viðbótar hafi farið til sölu innan héraðsins." í frásögninai kemur
að vísu ekki fram, við hvers konar lýsi er átt, en trúlegt að það sé hákarla-
lýsi, enda er höfundur að fjalla um hákarlaútgerð. Það er hins vegar afar
osennilegt, að hákarlalýsi hafi gengið kaupum og sölum innansveitar á
þessum árum, hvað þá „töluvert magn“ afþví. Til þess var það ofdýrmæt
útflutningsvara, og innanlands seldu útvegsmenn frekar ódýrara lýsi. Á
bls. 46 gætir enn nokkurrar ónákvæmni í framsetningu, en þar er því
haldið fram, að fiskveiðar hafi verið Eyfirðingum mikilvægari á öldum
áður en löngum hafi verið talið. Brigður verða ekki bornar á þessa skoðun
höfundar, en vitaskuld verður að greina skýrt á milli út- og innsveitar-
rnanna í Eyjafirði í þessu viðfangi. Milli þeirra mun jafnan hafa verið
nokkur verkaskipting og seldu innsveitarmenn þeim, sem utar bjuggu,
landbúnaðarafurðir í skiptum fyrir sjávarfang. Og enn gætir ónákvæmni
á bls. 62, þar sem segir, að hjónin Ólafur Gíslason og Guðrún Jónsdóttir
hafi verið fyrstu „borgarar Ólafsfjarðar". Nítjándu aldar menn hefðu lík-
ast til rekið upp stór augu yfir þessu orðalagi. Samkvæmt þeirra tíma
skilningi var sá einn borgari, sem leyst hafði út borgarabréf í kaupstað.
Þau hjón gátu því trauðla talist borgarar, þar sem enginn var kaupstaður-
>nn, en íbúar voru þau sannarlega.
Loks ber þess að geta, að höfundur hefði að ósekju mátt vanda stíl sinn
betur. Málfar hans er að sönnu slétt og fellt, en stíllinn rislítill og bókin
því á köflum þunglesnari en efni hennar gefur tilefni til. Málfarslegar
villur minnist ég ekki að hafa hnotið um við lestur bókarinnar, en ýmis-
legt í orðfæri höfundar hygg ég að muni fara í taugarnar á vandfýsnum les-
endum. Þannig segir t.a.m. á bls. 46: „Hér sést, eins og eðlilegt má telja,
að það eru jarðirnar sem næst liggja sjónum sem leggja einhverja áherslu
a fiskveiðar." Er ekki átt við þá bændur, sem bjuggu næst sjó? Enn má
nefna, að höfundur virðist hafa orðið fyrir heldur óæskilegum áhrifum af
málnotkun samtímans og notar stundum orð og orðasambönd, þar sem
þau eiga illa við, en lýta málfar hans. Hann notar t.d. orðið „fjármagna"
óþarflega í merkingunni að standa undir kostnaði, og einnig kemur orða-
sambandið „í dag“ óhóflega oft fyrir, þar sem betur færi á að nota orðið
nu> eða orðasamböndin nú á dögum eða á okkar dögum.