Saga - 1985, Blaðsíða 15
GREIÐSLA VERKKAUPS ( PENINGUM
13
firði; e) verkamenn eru efnalcga og andlega háðir kaupmönn-
um, þeir þora til dæmis ekki að greiða atkvæði á hreppsfundum
eða í bæjarstjórnarkosningum öðruvísi en kaupmönnum þóknast.
Skúli kvað tilgang frumvarpsins að leysa verkamenn úr þessum
læðingi. Menn kynnu að vísu að hafa á móti þessu frumvarpi, að
það skerti um of samningsfrelsi manna, en þeir ættu að gæta þess,
að slíkt væri ekki einsdæmi. Löggjöfin yrði oft og einatt að setja
ýmis ákvæði til þess að tryggja réttindi þeirra, sem sérstaklega
þurfa lagaverndar við.
Meðal þingmanna voru skiptar skoðanir á þessu máli. Jón Þór-
arinsson, 2. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, fór fremstur
í flokki þeirra, sem andmæltu frumvarpinu. Hann taldi óréttlátt,
að atvinnurekendum væri gert mishátt undir höfði með því að
taka einn flokk þeirra út úr. Óvíst væri, að verkamenn yrðu sjálf-
stæðari en þeir væru við það, að kaupmenn borguðu þeim kaup
með peningum. Hann þekkti af eigin reynslu, að þeir, sem fengju
peningagreiðslu, færu allt annað en sparlega með peninga, því að
þeir kynnu ekki að nota þá. Það væri ekki rétt, að verkamenn væru
þrælbundnir við sömu verslanirnar, því að þeir gætu venjulega
fengið ávísanir til annarra verslana, og verðmunur á vörunni yrði
aldrei mikill, þótt þeir fengju peninga. Svo gætu kaupmenn farið
kringum lögin með því að kreíjast á útborgunardögum, að verka-
menn greiddu upp í skuldir.9
Halldór Kr. Friðriksson, þingmaður Reykvíkinga, fann frum-
varpinu helst til foráttu, að það útilokaði allt samningsfrelsi, þar
sem bannað væri að greiða verklaun með skuldajöfnuði [þ.e. að
kaupið væri látið ganga upp í verslunarskuldir]. Hins væri og að
gæta, að kaupmenn gætu lækkað tímakaupið, ef þeir borguðu í
peningum. Hann kvaðst vona, að deildin yrði „ekki lengi að
murka úr því lífið. “10 Sighvatur Árnason, 1. þingmaður Rangæ-
mga, taldi frumvarpið ísjárvert, en hann óttaðist, að aukin pen-
ingaútgjöld kaupmanna gerðu bændum erfiðara en ella að fá pen-
inga hjá þeim." Skúli Thoroddsen stóð tvívegis upp til andsvara.
Hann gat þess, að einmitt um þessar mundir stæði verka-
9. Alþingistíðindi 1893 B, 898-901.
10. Alþingistíðindi 1893 B, 901-902.
11. Alþingistíðindi 1893 B, 913-914.