Saga - 1985, Page 77
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 75
þjer og Þorláki. Svo fórum við í hinn máttarþórinn, Guðm.
ísl. Hann sagðist vera á þjer og Boga. Sannleikurinn að hann
vill um fram allt koma Boga að, og er eitthvað í nöp við
Þorlák, sem hefur hundsað uppástungur hans um kaupstað-
arrjettindi fyrir Eyrarbakka. Fari svo að umkosning yrði á
þjer og Boga er Guðm. gallharður Boga megin, því prakt-
ískt að mýla hann dálítið með því að gjöra hann að
„meðmælanda" þínum. Sr. ísleifur held jeg sje fremur á
Boga en Þorláki, en fráleitt er að hann taki Boga fram yfir
þig, ef milli ykkar þyrfti að greiða atkv., aptur kvað sjera
Ólafur í Gaulverjabæ vera ákafur Bogamaður og líka með
þjer, en fyrir honum er sennil. Bogi nr. 1. í niðursýslunni
virðist því nú helzt vera útlit fyrir að Þorlákur falli, en því
trúi jeg ómögulega — enda ætti ekki það að ske. í uppsýsl-
unni er Sr. Stefán á Mosfelli á þjer og Þorláki, sr. Magnús
með Biskupstungur á Boga og Þorláki, Brímarnir væntan-
lega með þjer og Þorláki? Mjer er illa við það hvað búið er
[að] agítera mikið fyrir Boga, því komist þið Þorlákur ekki
í gegn við fyrstu kosningu, þá falla sumir af þínuin frá við
bundnar. Þorlákur ætlar að ríða um uppsveitir og kveðst
eindregið skora á bændur þar að kjósa þig — við fundum
Þorlák á heimleið — en eðlilega hugsar maðurinn mest um
sjálfan sig, svo jeg hef ekki mikla trú á hans agitatíón, ef
hann þykist finna, að stríðið verði eiginlega um ykkur tvo.
Við Björn funduin svo sýslumann53 sem ekkert gaf út á
það hvað hann vildi; hann hefur sýnt þjer þá kurteisi og vel-
vild að setja kjörfundinn svona seint, frekar getur hann ekki
SJÖrt. — Svo gistum við hjá Gunnari á Selfossi, sem er
brennandi í andanum og lofaði að passa upp á Sandvíkinga
fulla og ófulla að þeir slyppu ekki heim til sín úr rjettunum.
Hraungerðishrepp gátum við ekki átt við, sjera Sæmundur
frábitinn agitatíón og Guðm. læknir54 eins og við vitum. En
Sýslumaður Árnesinga frá 1. maí 1891 til 1. ágúst 1915 var Sigurður Ólafsson
(1855-1927) frá Hjálmholti. Hann bjó í Kaldaðarnesi.
Guðmundur Guðmundsson (1853-1946) læknir í Laugardælum til 1895, síðar
'Stykkishólmi 1901-27.