Saga - 1985, Side 34
32
JÓN GUÐNASON
kostnaði, sem þeir reynda að vega upp með því að leggja hann á
vörur sínar. En þeir áttu líka við ýmsa aðra erfiðleika að etja. Víð-
ast hvar áttu þeir ógreiðan aðgang að lánsfé, þar sem lánastofnanir
voru ijarri og þær vanmegna. Ennfremur var peningaskortur í
landinu, sem háð hefur atvinnurekendum, en umsvif þeirra,
skipakaup og aðrar framkvæmdir, benda þó til þess, að ekki var
eins fast að þeim sorfið og af var látið. Með vöruborgun spöruðu
þeir sér peninga, sem þeir gátu notað til annarra hluta en greiða
með þcim vinnulaun. Sú skoðun kom fram, að þeir kynnu að
öðrum kosti að draga úr framkvæmdum.23 Með þessum gjald-
hætti, að greiða verkkaup í vörum á nafnverði, var verkalýðurinn
raunverulega látinn enn frekar en ella standa straum af fram-
kvæmdum og rekstri atvinnurekenda.
Það voru ekki atvinnurekendur bæjanna einir, sem gerðu sér
mat úr vinnuaflinu. Kaupgreiðsluhættir bænda voru um margt
eðlisskyldir þeim, sem tíðkuðust í kaupstöðum og kauptúnum, en
hins vegar voru bændur háðir verðlagsskrám og gangverði á land-
aurum sínum eða afurðum.24 Þeir gátu ekki verðlagt vörur sínar
alveg að vild eins og kaupmenn og voru þannig ekki einráðir um
kaupgjaldið. Ljóst dæmi um arðflettingu bænda á vinnuaflinu, var
sá háttur margra þeirra að senda vinnumenn í veiðistöðvar tvo til
þrjá mánuði á ári og hirða síðan allt kaup þeirra, sem nægði oft til
þess að borga þeim árskaupið ogjafnvel skila afgangi.23 Verkafólk
gat helst vænst þess, að geta bætt kjör sín, þar á meðal kaupið, þar
sem nokkur eftirspurn var eftir vinnuafli, eins og í þilskipaútgerð,
er skipum fjölgaði sem mest. Tryggvi Gunnarsson, helsti mál-
23. Alþingistíðindi 1897 B, 628 (Jón Jónsson 2. þingmaður Eyfirðinga).
24. Um kaup og kjör vinnuhjúa, kaupafólks og daglaunamanna á 19. öld og fram
á 20. öld. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing íslands IV, 351-373. Kaupmannahöfn
1922. —Guðmundur Jónsson: Vinnuhjú á 19. öld. Ritsafn Sagnfræðistofnunar
5, 27-55. Reykjavík 1981.
25. Jfr. kveðst Guðjón Guðmundsson ráðunautur hafa hitt bónda, sem sent hafði
son sinn á fiskiskútu og var að lcita sér að kaupamanni í hans stað, en ekki
fengið. Vinnufólkseklan í sveitunum og þilskipaútgerðin. /so/bWXXX, 58. 5.
september 1903.