Saga - 1985, Blaðsíða 249
ÖXAR VIÐ ÁNA
247
þrisvar að mestu“, heldur að „eldurinn vildi þrisvar slokkna".2 Ruglar
höfundur frásögn þessari, segir að Lassi væri af Barðaströnd, en hann var
úr Barðastrandarsýslu; einnig lætur höfundur sem Magnús Bjarnason hafi
verið brenndur á alþingi þetta ár, en það er rangt, hann var brenndur ann-
ars staðar. Þá nefnir höfundur hér Eggert Björnsson bónda á Skarði
.■Eggert Bjarnason", en í Árbókum Espólíns er hann skrifaður Bjarnarson.
Frásögn Espólíns af galdrabrennu Lassa á varla heima í bók um Þingvelli
þar sem höfundur bókar notar hana til þess að varpa fram vafasamri dlgátu
og gera bók sinni gamanmál með því að tala um að „hálfu hlálegar" hafi
gengið að kveikja í Lassa en Magnúsi Bjarnasyni og segja svo frá að fyrst
að ákærandi Lassa, Eggert Björnsson bóndi á Skarði, braut fót sinn á
heimleið af alþingi, snerist almúgatrúin á móti Skarðsbónda, en „á sveif
rneð hálfbrenndum Lassa.“ (Bls. 54).
Á bls. 57 segir höfundur Þingvalla að ef til vill hafi dálítil halarófa
>.kvalasjúkra áhorfenda" ásamt réttarvitnum og böðlum orðið ásjáandi að
hengingum og sjaldnast hafi verið haft fyrir að bjóða gálgamönnum
sakramenti. í Alþingisbókum kemur víða fram að dauðarefsing var á
alþingi framkvæmd „í almennilegra lögþingsmanna nærveru" og íJónsbók
eru menn áminntir um að fá þeim mönnum prest sem til bana eða limaláts
eru dæmdir áður en þeim verði refst og allmörg dæmi eru í annálum sem
vitna um að prestur var nærri sakamanni á dauðastundu.3
Höfundur er ekki í vandræðum að finna stað á Þingvöllum þar sem
hengja má þjófa. Greinir hann glefsur úr 18. og 19. aldar heimildum sem
Refna Gálga, Gálgaklett og Gálgakletta í Stekkjargjá; í heimildum segir að
hringum þessa kletta hafi fundizt beinaleifar, og heimildarmenn telja að
gálga hafi verið þannig háttað að tré væri lagt milli tveggja kletta og hang-
inn látinn dingla í snöru festri á tréð um miðju. Fullyrðir höfundur (bls.
^6) að „þótt gálgar væru erlendis reistir af trjám ... varð það brátt íslenzk
Venja að velja klettasprungu eða þröngt gil og leggja gálgatréð þar yfir.“
Ekki er hægt að sjá hvaðan höfundi kemur heimild fyrir þessari fullyrð-
Ingu. Á 18. og 19. öld þegar aftökur voru aflagðar hafa eflaust sprottið
UPP munnmælasagnir um aftökustaði sein tengjast þingstöðum víðs
Vegar um landið, en heimildir eru ekki til um hvernig hengingar fóru fram
hér á landi meðan þjófum var refst með snöru. í Grettis sögu segir frá því
að Vestfirðingar reistu gálga sem þeir ætluðu Gretti og er þar væntanlega
att við staura sem reistir eru með þvertré á milli og af frásögn Skarðsárann-
“k við árið 1453 má ráða að höfundur annálsins hafi í huga slíkan gálga
Sjá Hans Eyvind Næss: Med bSI og brann. Universitetsforlaget AS Oslo 1984,
bls. 147; Páll Sigurðsson, Brot, bls. 59; Annálar 1400-1800 IV. Rvk 1940-1948,
bls. 304.
5- Sjá Páll Sigurðsson, Brot, bls. 17-18 og rit sem þar er vitnað til.