Saga - 1985, Page 92
90
BERGSTEINN JÓNSSON
landshöfð. eða hverja hann ætlar að tilnefna sem konung-
kjörna, jeg skrifa honum ekkert í þessa átt, en ef þjer sýnist
eitthvað skynsamlegt í því er jeg sagði nú, þá getur þú
brúkað sem þín eða mín orð einhvern útdrátt úr þessu.
Hvort jeg er þjóð- eða konungfkjörinn] greiði ég atkvæði
alveg eins, þegar um landsins gagn og nauðsyn er að ræða,
jeg hef ekki minnstu freisting til annars. Og þó jeg fái 1/6
af skömmum þeim er þeir konungkjörnu eru vanir að fá, er
mjer alveg sama um.
Jeg verð að biðja ykkur alla afsökunar, að jeg ekki kom á
kjörfund og seinna til Rkv.; í fyrra skiptið hindraði Grfl.88
og skyldan mig, í seinna skiptið vond tíð með snjó og þreyta
eftir allt púlið í sumar.
Ekki var það svo slæmt, að enginn af vinum Tryggva kæmi
honum til hjálpar eða bæri í bætifláka fyrir hann. ísafoldhafði eftir-
farandi að segja um kosningu Árnesinga 1892 (28. september
1892):
Illa mun flestunr hyggnum mönnum falla það, að Árnesing-
ar skyldu fara að hafna öðrum eins manni og hr. Tryggva
Gunnarssyni. Enda fullyrða kunnugir, að svo mundi eigi
hafa farið, ef hann hefði getað komið sjálfur á kjörfund, svo
sem margir höfðu óskað eptir og búizt við; en hann var
bundinn við áríðandi framkvæmdir fyrir Gránufjelagið um
sörnu mundir. Keppinautur hans, hr. B.M., hafði látið
meðmælendur sína flytja frá sjer loforðarollu, sem meiri
hluti kjósenda hefir ginið við, en lagt miður niður fyrir sjer
líkurnar til góðra efnda á öllum þeim ósköpum, svo sem t. d.
sprenging skerjaklasanna fyrir framan höfnina á Eyrar-
bakka, vagnbraut um alla sýsluna af enda og á, og þar fram
eptir götunum. Sáttamiðill vildi hann vera á þingi og gera
vopnahlje að sinni í stjórnarskrárbaráttunni—, láta það mál
liggja á milli hluta þar til betra færi byðist.
Þá var röðin komin að sálusorgaranum, búnaðarfrömuðinum
og dugnaðarmanninum Þórhalli að gera allt í senn, hughreysta
88. Grfl. — þannig skammstafaði Tryggvi oftast nafn Gránufélags.