Saga - 1985, Blaðsíða 118
116
ANDREW WAWN
gamlan höfuðbúnað, þann eina sinnar tegundar hér á landi og silf-
urbikar. Systir mín sendir nokkra smáhluti handa nokkrum ungu
stúlknanna og master Edward.9 Ég get ekki náð í steinana núna
sökum þess að veðrið er afar slæmt en við fyrsta tækifæri skal ég
senda marga; ég fékk fjögur sýnishorn úr Geysi1" handa master
Edward, þau eru lítil en þykja góð. Ég sendi yðar náð íslenska
hversdagshúfu sem móðir mín hefur spunnið og yngsta systir mín
prjónað, skó gerða af mér og sokka sem móðir mín og eldri systir
hafa gert. Yngri systir mín sendir vettlinga sem hún gerði sjálf
handa fröken Luciu.11 Móðir mín biður mig að láta kraga í kassann
svo að yðar náð eigi allan búninginn.12 Ég sendi fjórar rjúpur, ég
vona að þær geymist vel. Það veldur mér miklum áhyggjum að ég
get ekki sent yðar náð neina loðfeldi núna, þeir voru allir sendir til
Englands áður en ég kom.13 Faðir minn vill ekki leyfa mér að
senda neina afþeim sem hér eru, þeir eru allir mjög lélegir, en hann
lofar að senda nokkra góða14 feldi í vor. Það olli mér bæði sársauka
og gleði að sjá hversu vingjarnlega allir sem ég þekki kvöddu mig
í Liverpool, allar frúrnar tárfelldu og Morrishjónin ájakobstorgi15
létu mig lofa því að ég kæmi aftur og dveldist hjá þeim í 6 mánuði.
9. Edward John Stanley (1802-69). Því miður er ekkert minnst á Guðrúnu eða
sýnishorn af steinum í neinu af bréfum Edwards frá Eton til fjölskyldu hans
(Cheshire Record Office MS DSA 45). Stanleyhjónin áttu fleiri syni, en Guð-
rúnu virðist hafa geðjast sérlega vel að Edward — ef til vill sökum norræns yfit'
bragðs hans og fríðleika; sjá J.H. Adeane, The Early Married life of MariaJosepha
Lady Stanley (London, 1899), bls. 243.
10. Geysir. Hverirnir í Haukadal voru eitt helsta áhugaefni Stanleys í heimsókn
hans 1789, sjá Transactions of the Royal Society of Edinburgh, 3 (1794), 127-37,
138-53 (frásögn Stanleys af hverunum) og 95-126 (efnagreiningarskýrslu a
vatninu úr hverunum eftirjoseph Black M.D., prófessor í læknis- og efnafræði
við Edinborgarháskóla).
11. Lucy Stanley (1798-1869). Ekkert er minnst á Guðrúnu í bréfum, sem Lucy
skrifaði á þessu tímabili (Cheshire Record Office MS DSA 51 b).
12. Stanley kom heim frá Islandi með íslenskan búning, eflaust gjöf handa tilvon-
andi eiginkonu hans. Hann kostaði 20 gíneur og var það prófastfrúin í Görðum,
sem útvegaði honum búninginn, sjá The Joumals of the Stanley Expedition to the
Faroe Islands and lceland, útg. J.F. West, 3 bindi (Þórshöfn, 1970-76) I, bls. 134;
sjá einnigJ.H. Adeane, The Early Married Life of...Lady Stanley, bls.82.