Saga - 1985, Blaðsíða 86
84
BERGSTEINN JÓNSSON
kærðir þig ekkert um að verða kosinn þar (í Árnessýslu) cf
því að þú ætlaðir þjer að verða konungkjörinn. Þetta irriter-
aði79 lh., vegna þess sem þið áður höfðuð talað saman.
Reyndar sansaðist hann á, að þetta væri að eins getgátajóns,
en Ijet þó falla einhver orð í þá átt, að það væri ekki víst að
sú varaskeifa væri til taks í þetta sinn. Þú mátt ekki láta lh.
vita, að jeg kjapta þessu í þig. Hann hefur síðan aldrei
minnst við mig einu orði á konungkjörna nýgræðinga, og
hafi jeg ætlað að minnast á eitthvað í þá átt hefur mjer fund-
izt hann beygja undan. Jeg vildi því ekkert fitja upp á þessu
nú. Ætli Nellemann80 vilji nú ekki ráða líka þar. — Hvað
mig snertir líst mjer vel á að þú takist það á hendur heldur en
verða utanþings, afþví að þitt pláss er á þingi; en alltaffinnst
mjer fínna að vera þjóðkjörinn. Það er svona fordómur,
sem ekkert vit er í. Þú mátt til að taka móti þessu ef þjer
býðst það, vegna þess gagns, sem þú getur gjört með því, en
skammir færðu náttúrlega miklar hjá þeim, sem ekkert vita
hvað þeir eru að fara.
Nú var komið að Tryggva að gera hreint fyrir dyrum sínum,
skýra viðbrögð sín og athafnaleysi, þegar mest reið á, telja kjark i
ættingja og vini — og sjálfan sig — og friðmælast við lands-
höfðingja, helzt án þess að auðmýkja sig. Hann skrifaði Þórhalli 6-
nóvember 1892 og sagði þá m.a.:
Jeg þakka þjer fleyri en eitt brjef og allar áhyggjurnar og
fyrirhöfnina að gjöra mig að þingmanni, jeg veit að þú hefut
verið miklu leiðari yfir kosn. en jeg, cn um það ætla jeg ekki
að tala hjer, þvíjeg hripaði upp brjefkafla áðan, semjeg legg
hjer með, og jeg hefði nógu gaman af að þú fengir B. JónS'
syni til prentunar í ísafold, jcg held hann sje ekki óviljugur
að taka það, þetta eru ofur fínar pillur til Árnesinga hjer og
þar, og máskc sumum þeirra skiljist það, að eigi var svo
hyggilegt fyrir þá, að sleppa mjer frá brúartolli og Þjórsár'
brú, enda getur svo farið að þá yðri þess síðar, og það seiU
jeg minnist á stjórnhollustu mína þá getur svo farið að mjer
79. irriteraði = skapraunaði.
80. J. Nellcmann (1831-1906) dómsmálaráðherra Dana og Íslandsmálaráðgjí'f1
1875-96.