Saga - 1985, Blaðsíða 328
326
RITFREGNIR
herra, að hafa gripið til lögregluaðgerða, málshöfðana og dóma til þess að
vernda hakakrossinn fyrir íslenzkum verkamönnum. En erfitt er að sjá
hvernig komast hefði mátt hjá afskiptum lögreglu, þegar fulltrúum og
táknum erlendra stórvelda er vísvitandi ögrað og misboðið. Yfirvöldum
til málsbóta má líka benda á, að yfirleitt voru refsingar ekki framkvæmd-
ar. Vantaði þó ekki að sum blöðin færu allgeyst í kröfum sínum um að
kommúnistum yrði sýnt í tvo heimana, þegar þeir spilltu markaðshorfum
í Þýzkalandi með því að blanda sér í einkamál þarlendra.
Ef til vill er lopinn teygður um ofí þessum kafla og frásögnum blaðanna
of lítið teflt hverjum gegn öðrum, því að þá eins og nú var leitin að sann-
leikanum ekki æðsta markmið þeirra, sem blöðunum stjórnuðu. En mér
býður í grun, að hér eigi margir í fyrsta sinni kost á að fræðast um þennan
þátt þjóðarsögunnar, sem virðist liggja svo óralangt að baki, þó að hann
hafi gerzt í tíð núlifandi fólks.
Þriðji þátturinn, „Stórsmyglarar á bannárunum: Færandi spírann
heim...“, minnir á vindhöggið mikla, þegar postular siðbótarinnar, sem
einir þekkja gott frá illu, ætluðu að bæta breyzka meðborgara með
löggjöf, rétt eins og þeir konungar fyrr á tímum, sem buðu með forord-
ningum heilum þjóðum að kasta einum trúarbrögðum og sporðrenna
öðrum í staðinn.
Eftir á að hyggja gat áfengisbannið ekki endað öðru vísi en með
ósköpum. Gildir þá einu hvort menn voru hlynntir markmiði þess eða
andvígir. Síðan þá hefur flest, sem að meðferð áfengis lýtur, orðið fslend-
ingum til skammar og skapraunar. Sívakandi sektarkennd, ekki sízt þegar
menn reyna að velta af sér reiðing hversdagsleikans, er óþægilegur baggi
að burðast með ofan á aðrar klyfjar.
Það var annars merkilegt, að siðapostularnir skyldu ekki ganga enn
beinna til verks og banna allt, sem hugsanlega gat veitt fólki glaða stund:
tóbak, kaffi, sykur, hveiti, dans, hljóðfæraleik, lestur veraldlegra bóka.
Allt hefur þetta einhvern tíma og einhvers staðar verið úthrópað sem
uppspretta hins illa meðal sannkristinna safnaðaröldunga eða vakningar-
prédikara, og enn eru þeir postular legíó, sem álíta allan gleðskap og glað-
værð til þess eins fallið að fyrirmuna fólki eilífa sáluhjálp.
Hér bregður skyndilega svo við, að söguhetjurnar verða nafnlausar.
Nomina odiosa sunt, stendur þar. Samt er það ekki sú gullna regla, sem
hér er hlítt. Miklu nær væri að segja með skáldinu: Þar sem enginn þekkir
mann / þar er gott að vera ...
Því er sem sagt slegið föstu, að skottulæknar þarfnist ekki nafnleyndar,
ekki heldur kommúnistar kreppuáranna eða andskotar þeirra, og þaðan af
síður þeir sem flugust á við Hannibal Valdimarsson eða slógust fyrir hann
1932. En þegar kemur að athafnaglöðum frjálsræðisgörpum, sem vart
gáfu sér tíma til að neyta svefns eða matar af áhuga á að slökkva þorsta