Saga - 1985, Blaðsíða 27
GREIÐSLA VERKKAUPS f PENINGUM
25
atvinnurekanda. Ýmist var starfsmanni borgað með seðl-
um, sem voru innleysanlegir í vörum í verslun atvinnu-
rekanda hans, eða hjá kaupmanni, sem veitti atvinnurek-
anda afslátt af viðskiptum starfsmanns. Á 19. öld var vöru-
launakerfið einkum fólgið í þvingunarviðskiptum við versl-
un atvinnurekanda að viðlögðum áminningum eða brott-
rekstri. í vissum tilvikum var þessi nauðung yfirleitt skil-
yrði fyrir vinnu í fyrirtæki, þótt oftar væri henni beitt við þá
starfsmenn eina, sem tóku óreglulega út kaup, er þeir áttu
inni, en ekki var fallið í eindaga.4 5
Hilton segir, að í lagaákvæðum og hagfræðiritum séu greiðslu-
hættir, sem vörulaunakerfið nær yfir, aðgreindir frá öðrum kaup-
greiðslum í fríðu, og þá sé einkum gengið út frá því, að þeir séu
aðferð til þess að lækka raunlaun starfsmanna niður fyrir nafnlaun
þeirra. Talið var, að uppsprengt vöruverð í búðum atvinnurek-
enda yfir verðlag hjá kaupmönnum jafngilti lækkun á rauntekjum
starfsmanna. Svipuðum tilgangi hafi þjónað hóflaust leigugjald
atvinnurekenda fyrir útbúnað og húsnæði svo og gegndarlausar
fésektir fyrir slæma hegðun og skcmmdir á útbúnaði og efni.
Hlunnindi, sem voru stór hluti af tekjum landbúnaðarverka-
manna og vinnuhjúa, og umbun í fríðu, sem fylgdi mörgum
öðrum störfum, var venjulega ekki talið hluti af vörulaunakcrf-
inu.3
Hilton gerir grein fyrir þeim skoðunum og skýringum, sem
settar höfðu verið fram í Bretlandi á vörulaunakerfinu, og er ekki
úr vegi að geta þeirra í örstuttu máli:
1 • í þeim atvinnugreinum, þar sem vörulaunakerfið er algeng-
ast, er næst lagi að ætla, að raunlaun séu lægri en nafnlaun (Al-
fred Marshall 1890).
2. Ef vörulaunakcrfið væri afnumið með lögum, drægi hækk-
un raunlauna úr atvinnu og ylli því, að kaupgjald í peningum
lækkaði, en þannig yrðu áhrif laganna að engu gjörð (Robert
Torrens 1831).
4. George W. Hilton: The Truck System including a History of the British Truck Acts,
1465-1960, 1. W. Heffer & Sons Ltd., Cambridge 1960. (Endurprentun: Green-
wood Press, Westport, Connecticut 1975.) Rit þetta skiptist í tvo hluta, The
Nature of the Truck System og A History of thc Truck Acts.
5. Hilton, 1-2.