Saga - 2000, Page 309
RITFREGNIR
307
Höfundur segir í inngangi að bókinni sé ætlað að vera eins konar alþýð-
leg sýnisbók um fslenska matarhættí fyrr á ta'mum og verður að segja að
því hlutverki gegnir hún með ágætum, að minnsta kostí hvað varðar 19.
öldina. Hér er fjallað um flest það sem vitað er að forfeður okkar hafi lagt
sér tíl munns, kjöt, fisk, mjólkurmat, kommetí, villijurtír, garðamat og
drykkjarföng. Meginheimildir verksins eru spumingaskrár þjóðhátta-
deildar Þjóðminjasafnsins, mikill fróðleiksbmnnur sem hefur að geyma
ómetanleg menningarverðmæti. Þar hefur merkum heimildum um
íslenska matarhættí verið bjargað frá glötun. Þó þarf að hafa í huga að
þar sem flestír heimildarmenn em fæddir á árunum 1880-1920 - fáeinir
fyrr, nokkrir seinna - er það í rauninni fyrst og fremst matargerð um alda-
mótín 1900 og á fyrstu áratugum 20. aldar sem þeir em að lýsa. Stímdum
finnst mér að höfundur mættí leggja meiri áherslu á þetta því auðvitað
breyttíst margt í fslenskri matargerð á 19. öld. Oft er það þó dregið vel
fram og mætti nefna kaflana um blóðmör og lifrarpylsu sem dæmi;
margir telja að sláturgerð hafi verið með svipuðum hætti allt frá land-
námstíð en hér er bent á að mjöl virðist vart eða ekki hafa verið notað í
blóðmörsgerð fyrir miðja 19. öld og lifrarpylsa var vfða óþekkt með öllu
fyrir þann tíma. Fæst af því sem fram kemur í spumingaskránum hefur
birst áður opinberlega og er geysimikill fengur að þessum fróðleik.
Örfáar matreiðslubækur komu út á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. og
þær eru vitaskuld önnur aðalheimild verksins. Þær bera þó að sumu leytí
frekar vitni um smekk höfunda sinna og þá strauma sem þeir vildu veita
inn í íslenska matargerð en um það hvað í rauninni var á borðum almenn-
ings. Þegar aftar kemur í tíma verður öll heimildaöflun mun erfiðari.
Ýmsar heimildir eru þó tíltækar, svo sem sjálfsævisögur, ritgerðir, ferða-
bækur, bréf, verslunarskýrslur og svo auðvitað íslendingasögur og aðrar
fomar heimildir. Þær eru þó ákaflega gloppóttar og misjafnlega traustar
og fæstar þeirra fjalla beinlínis um mat; oft er ærið tilviljunarkennt
hvað getíð er um og Hallgerður bendir tíl dæmis á að elsta heimildin um
matreiðslu í hvemm er Jarteiknabók Þorláks biskups frá 1199, þar sem
sagt er frá því að heitíð var á heilagan Þorlák vegna konu sem skað-
brenndist þegar hún sóttí ketil í hver. Ef það hefði ekki gerst væri engin
vitneskja tíl um hveramatseld á miðöldum. Þannig er um margt annað;
fyrir hvem fróðleiksmola um foman mat og matargerð sem tílviljanir
skola tíl nútímans hafa ótal aðrir molar, ekki síður merkir, horfið í sjó
gleymskunnar, og erfitt er að raða saman heildstæðri mynd úr þeim brot-
um sem eftír sitja.
Þótt minnst sé á ákveðna réttí eða matargerð í heimildum þarf það ekki
að tákna að viðkomandi réttur hafi verið algengur, því að það sem frá-
sagnarvert þykir er vitaskuld oftar en ekki hið sérstæða og óvenjulega
fremur en það sem algengt er. Og jafnvel þótt uppskrift fyrirfinnist er alls
ekki víst að rétturinn hafi verið búinn tíl hérlendis. Þetta ræðir Hallgerð-