Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2011, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.08.2011, Qupperneq 21
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21 KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA UÍA stóð í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljóts- dalshérað og Náttúrustofu Austurlands fyrir göngu á Grænafell í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Um 30 Fjarðamenn gengu frá Grænafellsvelli og sóttist leiðin á tindinn nokkuð greiðlega. Þóroddur Helgason fór fyrir göngumönnum og fræddi um það sem fyrir augu bar. Gengið var upp með hinu ægifagra Geitarhúsagili og var þar margt að sjá framan af en þegar ofar dró í fjallið skall á með þoku og útsýni af tindinum var því ekkert. Þar var engu að síður glaðst saman, nesti snætt og ung- mennafélagsandinn dreginn, en allir göngumenn drógu spjald með útskýringu á hugtakinu ungmennafélagsandi. Um 30 Héraðsmenn gengu einnig á fjallið úr Fagra- dal. Þar fór Guðrún Sóley Guðmundsdóttir í broddi fylkingar og naut fulltingis Skarp- héðins Þórissonar frá Náttúrustofu Austur- lands, sem fræddi göngufólk um grös og steina. Þokan lagðist ekki síður yfir Héraðs- menn sem fetuðu upp hlíðar fjallsins hin- um megin og sáu göngugarpar vart handa sinna skil á tímabili. Það varð því úr að þeir gengu á nyrðri tind Grænafells en fellið skartar tveim tindum og fóru Fjarðamenn á þann syðri. Þar sem þeim síðarnefndu lá nokkuð á að komast niður til að sjá sína menn sigra í Útsvari varð út að hluti hóps- UÍA stóð fyrir göngu á Grænafell ins fór niður sömu leið og þeir komu en aðrir héldu áfram í gegnum hnausþykka þokuna til móts við Héraðsmenn. Hóparnir tveir höfðu kallast á dágóða stund í gegn- um þokuna áður en þeir náðu saman og var þá haft á orði að viðlíka gleði hefði vart sést í fundum þessara nágrannasveitar- félaga. Hóparnir gengu síðan niður saman og drógu Héraðsmenn ungmennafélags- andann að sér þegar niður var komið. Gönguhátíðin Á Víknaslóðum var haldin á Borgarfirði eystri um hvítasunnuhelgina. Inn á milli gangna var boðið upp á létta afþreyingardagskrá. Á efri myndinni má sjá hópinn sem fór frá Grænafells- velli en á neðri myndinni þann sem lagði á stað úr Fagradal.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.