Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2011, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.08.2011, Qupperneq 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands KNATTSPYRNA: Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn Stjarnan í Garðabæ varð Íslandsmeistari í knatt- spyrnu kvenna árið 2011. Stelpurnar höfðu tryggt sér titilinn eftir 3:0 sigur á Aftureldingu þegar tvær umferðir voru eftir af Pepsi-deildinni. Stjarnan vann svo sannfærandi 5:0 sigur á Breiðabliki í lokaumferðinni í Garðabæn- um. Að leik loknum lyftu þær síðan bikarn- um á loft við frábærar undirtektir þeirra fjölmörgu stuðningsmanna sem mættu til að fagna áfanganum með liðinu. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill knattspyrnu- deildar Stjörnunnar í meistaraflokki og því mikill áfangi fyrir félagið. Stjarnan vann alla leiki sína í ár nema einn og þar af 15 í röð á tímabilinu, sem er met í efstu deild kvenna. Liðið vann sannfærandi sigur í deildinni og endaði níu stigum á undan Val sem varð í öðru sæti. Þjálfari liðsins er Þorlákur Már Árnason. Stjarnan átti þrjá leikmenn í liði ársins, þær Önnu Björk Kristjánsdóttur, Ashley Bares og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, sem jafnframt var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna. Karlalið Stjörnunnar náði einnig sínum besta árangri frá upphafi en liðið endaði í fjórða sæti Pepsi-deildar karla. Þrír Stjörnu- strákar voru í liði ársins, þeir Daníel Laxdal, Garðar Jóhannsson og Halldór Orri Björns- son. Stjörnustúlkur fagna fyrsta Íslandsmeistara- titili félagsins í meistaraflokki kvenna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhendir Gunn- hildi Yrsu Jóns- dóttur, fyrirliða Stjörnunnar, Íslandsbikarinn.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.