Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2011, Side 30

Skinfaxi - 01.08.2011, Side 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Forvarnadagurinn 2011 heppnaðist með ágætum en þetta var í sjötta skipti sem hann er haldinn. Um 120 skólar víðs vegar um land tóku þátt í atburðum sem sneru að vímuefna- forvörnum ungmenna. Margir skólar tóku dagskrána skrefinu lengra en gert hefur verið og bættu hana, sem er lofsvert framtak. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu grunnskóla og framhaldsskóla á Akureyri í tilefni dagsins. Heimsóttir voru Giljaskóli og Lundarskóli og framhaldsskólarnir Menntaskólinn á Akureyri og Verkmennta- skólinn, en framhaldsskólar landsins tóku í fyrsta skiptið þátt í Forvarnadeginum. Forvarnadagurinn er haldinn að frum- kvæði forseta Íslands, í samvinnu við Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Ungmenna- félag Íslands, Íþrótta- og ólympíusam- band Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg og Actavis. Sú nýjung var í ár að samstarf náðist við framhaldsskóla landsins og var því í fyrsta sinn efnt til myndbandasamkeppni á meðal framhaldsskólanema. Aðkoma Forvarna- dagsins að framhaldsskólum byggðist m.a. á því að rannsóknamiðstöðin Rann- sóknir og greining vann skýrslu þar sem fram kom að fyrsta ölvunin er oft í byrjun framhaldskólans. Hver og einn framhalds- skóli fékk nú greiningu á stöðu áfengis- og vímuefnaneyslu sem er byggð á spurn- ingum um fyrstu ölvunina, þ.e. við hvaða aðstæður, hvaðan kom áfengið/vímuefnin, með hverjum var viðkomandi og aðrir þættir sem snerta fyrstu ölvun ungmenna. Forvarnadagurinn haldinn í sjötta sinn Forsetahjónin ásamt nokkrum stúlkum úr Giljaskóla á Akureyri á Forvarnadeginum. Niðurstöður sýndu að í efstu bekkjum grunnskóla höfðu 9% nemenda orðið ölvuð síðustu 30 daga en 43% 16 og 17 ára nemenda í framhaldsskóla. Því þótti Forvarnadagurinn eiga fullt erindi til fram- haldsskóla. Hugsjónin byggir á því að einstaklingur, sem hefur ákveðið að hefja ekki drykkju, fái stuðning í umhverfi sínu til að standa við þá ákvörðun. Myndbanda- samkeppnin miðaðist við að nemendur búi til myndbönd þar sem þau lýsa því hvað haldi þeim frá drykkju og hvers vegna, á sinn eigin hátt. Sjö íslensk ungmenni tóku þátt í verkefn inu Börn á norðurslóðum sem haldið var í Moskvu í Rússlandi dagana 20. ágúst til 2. september sl. Æskulýðsvettvangurinn stóð fyrir þessari ferð en tuttugu liðum frá tíu löndum var boðið á þennan viðburð. Í hverju liði voru fimm einstaklingar á aldrinum 14–16 ára ásamt fararstjóra. UMFÍ þáði boð um að taka þátt í þessari æskulýðshátíð en þátttakendurnir voru Gerður Kolbrá Unnarsdóttir, Magnús Valur Wilhelmsson Verheul, Kristján Örn Kristjáns- son, Ásgrímur Ari Einarsson, Tryggvi Þór Árnason, Benjamín Þór Sverrisson og Andrea Björg Ómarsdóttir. Fararstjóri var Kristján Gaukur Kristjánsson. Á hátíðinni kynntu íslensku þátttakend- urnir m.a. Ísland í máli og myndum en ferðin í heild sinni heppnaðist vel og var þroskandi í alla staði. Æskulýðshátíð í Rússlandi: Þroskandi ferð í alla staði Íslensku þátttak- endurnir, sem tóku þátt í verkefninu í Rússlandi, ásamt fararstjóra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.