Organistablaðið - 01.05.1969, Page 2

Organistablaðið - 01.05.1969, Page 2
KJARTAN JÓHANNESSON, organisti að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi átti 75 ára afmæli 5. okt. síðastl. Kjartan er fyrir löngu landskunnur maður fyrir organistastörf sín, í þágu kirkju og margs konar félagsstarfsemi, ásamt kennslu á harmon- íum, sem hann hefur stundað mikið. Hann hefur verið farsæll í starfi, enda húinn mörgum góðum kostum. Tónlistin tók hug hans allan þegar í æsku og hefur hann helgað henni krafta sína og gáfur. Við Sigurður ísólfsson organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík og Ingimar sonur hans skruppum austur að Stóra-Núpi á afmælisdaginn til að árna honum heilla og biðja hann að segja lesendum Organista- blaðsins eitthvað frá starfi sínu í þágu kirkju og kirkjusöngs. Að gömlum og góðum íslenzkum sið spyr maður fyrst um ætt og uppruna. — Ég er fæddur á Skriðufelli í Þjórsárdal 5. okt. 1893. Foreldrar mínir voru Margrét Jónsdóttir frá Álfsstöðum á Skeiðum og Jóhannes Eggertsson úr Njarðvíkum. — Voru þau sóngvin? Já, bæði, sérstaklega faðir minn, sem hafði ágæta rödd og var forsöngvari í kirkjunni. — Hvar erlu uppalinn? — Ég tel aðalæskuheimili mitt í Hlíð í Gnúpverjahreppi. — Hvenær byrjaSi þill tónlislarnám? — Hausiið 1907 byrjaði ég að leika á harmoníum, sem hefur alla tíð verið mitt hljóðfæri, hjá Margréti Gísladóttur, konu Gests Einars- soriar á Hæli. Hún er mjög söngvinn, var organleikari við kirkjuna á Stóra-Nújii og Iiafði einnig allmarga nemendur. Sama árið sem ég fermdist byrjaði ég að spila við messur í kirkjunni á Stóra-Núpi. Faðir minn var |iá forsöngvari þar. Sjiilaði fyrst í 10 ár. Árið 1909 naut ég kennslu Sigfúsar Einarssonar, dómkirkjuorganleikara, þá einnig í hljómfræði. Sama ár tók ég við organistastarfi við Fríkirkj- una í Reykjavík og gegndi því í sjö ár (1919—’26). Samtímis var ég 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.