Organistablaðið - 01.05.1969, Qupperneq 3

Organistablaðið - 01.05.1969, Qupperneq 3
organisti við Fríkirkjuna í Hafnarfirði í 5 ár. Frá 1930—1965 var ég organisti að Stóra-Núpi, og samtímis 10 ár í Landsveit. — Hváð viltu segja um. álit þilt á harmonium, í kirkju og heim- ilum og áhrif þess á tónmennt yfirleilt? — Ég hef ekki nema gott um þau að segja. Þau hafa dugað mikið til eflingar tónlistinni hingað til, og tel ég sennilegt þau geri það framvegis. -Ég sé að þú átt í fórum þínum fágœtt nólnasafn skrifað með eigin hendi, hváð villu segja mér um það? — Ástæðan fyrir því að ég tók til að skrifa nótur, var sú að ég vildi eignast nótur, en efni lítil. Svo þegar ég fór að ferðast um landið, sá ég ýmislegt er ég vildi eignast, var þá eina ráðið að skrifa það upp. Nú á ég 15 stórar bækur innbundnar og efni i 5, sumt af því fremur fágætt. — Þú hafðir fleiri járn í eldinum á þessum árum? — Já, ég starfaði hjá Ungmennafélögunum, æfði kóra og kenndi að spila og tók þátt í samkomum þeirra. Var við þetta í 17 ár. Síðan starfaði ég á vegum Kirkjukórasambands Islands og hélt með þeim söngmót. Var þetta starf mitt eingöngu í 12 ár og var það hið ánægjulegasta. Ég hef starfað með 125 kórum í öllum landsfjórð- ungum og stofnað nokkra þeirra. Eins og kunnugt er, var Sigurður Birkis upphafsmaður að stofnun Kirkjukórasambandsins og var mjög ánægjulegt að vinna með honum að þessum málum, meðan hans naul við. Einnig Iiefur verið ágætt að starfa með Jóni ísleifssyni, sem er núverandi formaður Sambandsins. — llváð villu scgja mér um. samstarf þitt með organistum og kirkjulcórum víðsvegar um landið? — Það samstarf hefur verið mjög ánægjulegt í alla staði. Alls staðar mikill áhugi og fórnfýsi. Eftir að hafa þegið afmæliskaffi með heimilisfólkinu og kvatt það, fylgdi afmælisbarnið okkur út á hlað og kvaddi okkur með sínu hlýja hand'aki og milda brosi. Við árnuðum honum heilla. Það var fagurt á Stóra-Núpi þetta kvöld. G. S. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.