Organistablaðið - 01.05.1969, Síða 6
fyrir ('handstýrð) pípuorgel. Vanti þessi sérkenni, finnst áhevrend-
um hljómurinn „lífvana“, „harður“ og „flatur“. — Hinn sveiflunar-
lausi — og ef segja má — „kemiskt hreini“ tónn rafeindaorgelanna
biriist hins vegar með fullum styrkleika þegar í stað, en það veldur
þreylandi tilbreyiingarleysi. (Sú „gerviiibrá“, sem tekizt hefur að
framleiða, þreylir einnig fljótt, þar eð orgelleikarinn fær engu um
þokað).
Hljómauðgi pípuorgelsins stafar að miklu leyti af „kórrœnum
áhrifum“ (,,Choreffekt“), það er hin stærðfræðilega ónákvæma sam-
hljómun yfirtónaraðanna á hintim einstöku orgelpípum, en hún læt-
ur sérstaklega heillandi í eyrum manna. Hins vegar hefur rafeinda-
orgelið aðeins einn „generator" (rafal) fyrir einn tón (á ódýrari
tegundum meira að segja aðeins stakan „generator“ fyrir heila átt-
und), en þaðan eru yfirtónaraðirnar teknar (sem aftur eru alveg
hinar sömu). Gagnvart hljómrænu látleysi orgelpípunnar er hér á
ferð hljómræn vönun, sem — samkvæmt reynslu — þreytir áheyr-
endur fljótlega.
Hin tilbúna yfirtónaröð rafeindaorgelanna er lialdin svo stærð-
fræðilegu tilbreytingarleysi, að ókostir hinnar lempruðu tónstillingar
aukast gjarnan þannig, að söngvurum og tónlistarmönnum reynist
nánast ókleift að samlagast leik rafeindaorgels fullkomlega. Hljóm-
sveitarstjórar og hljóðfæraleikarar hafa hvað eftir annað komizt að
sömu niðurstöðu.
Tónbókmenntir fyrir orgel eru í innsta eðli sínu fjölradda („poly-
fón“) að gerð. En fjölröddun gerir ráð fyrir nokkru ví'ðfeðmi hljóm-
tækjanna. Pípuorgelið hefur til að bera þetta spennisvið milli hassa
og diskants, sem er hljóðeðlisfræðilega áhrifamikið og blasir einnig
við augum manna, í enn ríkari mæli vegna mismunandi staðsetningar
hinna einstöku hljómheilda („Hauptwerk", „Positiv", „Oberwerk“,
o. s. frv.). En einu gildir hins vegar, hversu margar „raddir“ raf-
eindaorgelið hefur, þær geta aðeins geislað í gegnum málmþynnur
hátalaranna.
Þrátt fyrir alla tæknilega fullkomnun hjá framleiðendum raf-
eindaorgelsins verður hálalarinn óyfirslíganlegur múr milli hljóð-
færis og hlustenda. Rafeindaorgelið getur ekki — cins og öll önnur
hljóðfæri — náð til áheyrenda með neinum frumlónum, heldur er það
óhjákvæmilega bundið hátalara sem tatknilegum miðli. (Frœðilega
6 ORGANISTABI.AÐIÐ