Organistablaðið - 01.05.1969, Side 8
HVERS VEGNA LÁTIÐ ÞÉR SYNGJA
SÁLMANA EINRADDAÐA í GUÐSÞJÓNUSTUNNI?
Svar vi& spurningunni, flutt á skírdagskvöld í Dóm-
kirkjunni á vegum Brœ'ðrafélags Dómkirkjusafnaðarins.
Ég vil taka það fram í byrjun, að ég tel mig ekki vera að gera
neina byltingu í safnaðarsöng með því að láta syngja sálma ein-
raddaða við Guðþjónusturnar. Safnaðarsöngur er aldagamall, þó
alltaf jafn nýr og getur aðeins verið einraddaður. Hann er meðal
til sameiningar þeirra, sem í kirkjuna koma og án þessa samsöngs
er Guðsþjónustan ekki nema hálf, hvorki að formi né mætti. Um þetta
held ég að hægt sé að vera sammála, en samt tökum við ekki undir,
— hvers vegna ekki?
Listrænan söng og safnaðarsöng er ekki hægt að sameina og liggja
til þess margar ástæður. Fjórraddaður söngur verður að teljast til
listræns söngs og þá liggur laglínan venjulega á því sviði, sem flest-
um er óeðlilegt að syngja á. Þar að auki er listrænn söngur til þess
að hlusta á og njóta í þögn. Við mundum tæplega telja það til
kurteisi, ef áheyrendur á tónleikum tækju undir með þeim, sem tón-
listina flyttu, en það væri nokkurn veginn samhljóða því, þegar við
tökum undir við fjórraddaðan sálmasöng kirkjukórsins, því við verð-
um að gera ráð fyrir því, að kórinn hafi æft sínar fjórar raddir og
sé umhugað að skila sínu hlutverki vel. En hér stangast ýmislegt
á. Orgelið flytur sömu raddirnar og kórinn syngur, þannig að söng-
röddin nýtur sín ekki, hún getur livorki „intonerað“ eða myndað
„fraseringar“ vegna þess, að tónninn í orgelinu er á vissan hátt
„starr“ — eða dauður — þ. e. a. s. getur ekki fylgt sveiflum radd-
arinnar og það leiðir af sér, að allar tilraunir kórsins til „núanser-
inga“, eða tilbrigða í söng, koma ekki til skila.
Dr. Páll ísólfsson sagði einhverntíma við mig: „vitanlega hlýtur
almennur einraddaður söngur að verða hefð hér eins og annars stað-
ar“, og mun Sigfús Einarsson hafa látið sömu skoðun í ljós, enda hef-
ur það vafalaust vakað fyrir þeim frændum, þegar þeir undirbjuggu
8 ORGANISTABLAÐIÐ