Organistablaðið - 01.05.1969, Page 19
SigurÖur Þórðarson.
Sigurður ÞórSarson tónskáld lézt í
Reykjavík 27. septeraber síðastliðinn
Hann var fæddur á Gerðhömrum i
Dýrafirði 8. april 1895. Hann útskrif-
aðist úr Verzlunarskóla íslands 1915
og stundaði um skeið verzlunarstörf.
Árið 1931 varð hann skrifstofustjóri
Ríkisútvarpsins og gengdi þeim starfa
til 1966. Var hann á þeim árum oft-
sinnis settur útvarpsstjóri.
Sigurður stundaði tónlistarnám við
Konservatóríið í Leipzig 1916—1918
og seinna um eins árs skeið í Vínar-
borg. Hann stjórnaði söngfélaginu
„Þrestir" í Hafnarfirði 1924—1926. —
Árið 1926 stofnaði hann Karlakór
Reykjavíkur og stjórnaði honum til
1962 að einu ári undan skildu. Með
Karlakór Reykjavíkur hélt Sigurður
árlega fjölda tónleika hér í Reykjavík
og oft víðsvegar úti um landiíj. Og
söngferðir fór hann með kórinn til út-
landa: 1935 til Noregs, Svíþjóðar,
Danmerkur og Færeyja, 1937 til Dan-
merkur, Þýzkalands, Tékkóslóvakíu og
Austurríkis, 1946 til Bandaríkjanna og
Kanada, 1953 til Norður-Afríku, Frakk-
lands, Monakó, Spánar og Portúgal, -—-
í þeirri ferð söng kórinn í Páfagarði
— og 1960 til Bandaríkjanna og Kan-
ada.
Mörg íslenzk tónskáld eiga Sigurði
að þakka fyrsta flutning ýmsra tón-
verka sinna. Og þess er vert að minn-
ast, að margir af þekktustu söngvur-
um okkar hafa byrjað söngferil sinn
með því að syngja undir stjórn hans.
Um tima kenndi Sigurður við Söng-
skóla þjóðkirkjunnar.
Eftir Sigurð liggur fjöldi tónverka.
Eru það píanólög, einsöngslög, karla-
kórslög, orkesturverk, Alþingishátíðar-
kantata, óperettan í álögum o. fl. o. fl.
Af kirkjulegum tónverkum má nefna
Messu fyrir einsöngvara og karlakór
með píanó-undirleik og nokkrar kirkju-
kantötur, Partitu fyrir orgel yfir sálma-
lagið Greinir Jesús um græna tréð,
sem oft hefur verið leikin og var t. d.
flutt ó 9. norræna kirkjutónlistarmót-
inu i Osló 1965. Loks er að nefna
raddsetningar hans á gömlum Passíu-
sálmalögum sem komu út hjá Menn-
ingarsjóði 1960. Hafði hann safnað
u. þ. b. helmingnum af þeim — skrif-
að þau upp eftir ýmsum. En hin eru
úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteins-
sonar.
Sigurður Þórðarson var einn af
frumherjum íslenzkra tónskálda og
einn afkastamesti þeirra á meðal.
ORGANISTABl.AÐIÐ 19