Organistablaðið - 01.05.1969, Síða 23

Organistablaðið - 01.05.1969, Síða 23
Pétur Sigurðsson, tónskálcl frá Sauðárkróki. Pétur Sigurðsson var fæddur á Geir- mundarstöðum í Sæmundarhlíð í Skaga- firði hinn 14. apríl 1899. Foreldrar hans voru Sigurður bóndi þar Sigurðs- son, Bjarnasonar bónda og smiðs á Stóra-Vatnsskarði, og kona hans Ingi- lijörg Halldórsdóttir smiðs Björnssonar frá Hvalnesi. Var Pétur fjórða barn foreldra sinna, af fimm. 011 voru þau systkin hið mesta atgenúsfólk, en urðu skammlif flest. Pétur ólst upp með foreldrum sinum til tvítugs aldurs eða til vorsins 1919. Hinn 19. apríl það ár kvæntist hann Guðrúnu Kristjönu Sigfúsdóttur, (f. 28. júní 1897) Björnssonar bónda á Ölduhrygg í Svarfaðardal, og konu hans Soffíu Zóphóníasdóttur bónda á Bakka í sömu sveit, Jónssonar. Reistu þau Pétur og Kristjana bú það vor, á Mel hjá Reynistað og bjuggu þar til vorsins 1923, er þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Var Kristjana þá heilsutæp orðin og var svo um langa hríð. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Pétur lézt úr skæðri lungnabólgu, hinn 25. ágúst 1931, rúmlega 32 ára og varð öllum harmdauði er til hans þekktu. Pétur var óvenjulega bráð- þroska og vel að sér gerr um flesta hluti. Var ungur að árum með hærri mönnum, sterkur vel, og kappsfullur. Dökkur á brún og brá, fölleitur nokk- uð í andliti, augun snör, — gátu orðið mjög hvöss, við einbeitni hugans eða geðbrigði. Tilfinningamaður mikill, skapheitur, örlyndur og geðstór, en tamdi skap sitt vel. Trygglyndur og vinfastur. Hamhleypa til allra verka, hagvirkur og frábær afkastamaður. — „Af honum bæði gustur geðs og gerð- arþokki stóð.“ Snemma þótti bera á hljómlistargáfum hjá Pétri og nokkrti fyrir fermingu fékk hann tilsögn i organleik hjá Benedikt Sigurðssyni bónda á Fjalli, er kenndi mörgum á harmonium. Benedikt taldi Pétur lang fremstan þeirra er hann hafði kennt. Batt við hann miklar vonir og ævilanga vináttu. Hvatti hann Pétur til að reyna að afla sér frekari fræðslu. En þar var ekki um auðugan garð að gresja. Þó var Pétur um tíma við nám hjá Sigttr- geiri Jónssyni organleikara á Akttr- eyri, og auk þess las hann allt sem hann komst yfir um hljómfræði og tónsetningu. Þegar er Pétur kom frá Akttrevri vann hann ósamt Benedikt á Fjalli að því að stofna karlakór, og fyrsti árangur var það, að vorið 1916 söng karlakvartett nokkttr lög á skemmtisamkomu að Víðimýri og söng- stjórinn var Pétur, þá aðeins 17 óra gamall. Þetta var vísirinn að hinuro ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.