Organistablaðið - 01.05.1969, Page 25

Organistablaðið - 01.05.1969, Page 25
Orgel Grindavíkurkirkju Orgel Grindavíkurkirkju er byggt hjá Walcker í Lúðvíksborg 1967, upp sett s. ár og úttekið á afmælisdegi fyrrv. organista kirkjunnar, Árna sál. Helga- sonar, þann 27. okt. Páll Kr. Pálsson var ráðgefandi um gerð og raddval orgelsir.s, sem er almekaniskt, með rennilokur, 2 nótnaborð og fótspil. — Tschöckel orgelsmiður frá Walcker setti orgelið upp. RADDSKIPAN: I. tónborð: Gedakt 8’ Piinzipal 4’ Sesquialtera 2föld Mixtur 2—3föld II. tónborð: Gemshorn 8’ Rohrflöte 4’ Prinzipal 2’ Quinte 1’ Tremulant Fótspil: Subbass 16’ Trompete 8’ Choralbass 4’ Tengi: II/I, I/ped., II/ped. II. tónborð er inn- byggt í svellkassa. Við úttektina fluttu ávörp formaður sóknarnefndar, Einar Kr. Einarsson skólastjóri, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, dr. Robert A. Ottósson, prófastur- inn, sr. Garðar Þorsteinsson og sóknarpresturinn, sr. Jón Árni Sigurðsson. Organleikari kirkjunnar, Svavar Árnason oddviti, lék orgelverk eftir J. S. Bach og stýrði sálmasöng, kirkjukórs og kirkjugesta. Loks lýsti Páll Kr. Pálsson hljóðfærinu og kynnti hverja rödd fyrir sig og ,,sýndi*‘ ýmsa raddblöndunar- möguleika og lék síðan verk eftir J. S. Bach, Buxtehude, Stanley og Whitlock. Að lokinni athöfninni höfðu prestshjónin boð inni fyrir viðstadda. Þess má geta að Svavar Árnason gaf sjáifur mikinn hluta orgelverðsins. ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.