Organistablaðið - 01.05.1969, Page 29
Félag íslenzkra
organleikara.
Musica sacra.
Franski organleikarinn Jean-Luc
Jaquenod, bróðir í Taize-reglunni kom
til landsins um miðjan febrúar á veg-
um F.Í.O. Lék Jaquenod á tvennum
tónleikum Musica sacra, í Dómkirkj-
unni þann 14. febr. og Laugarneskirkju
daginn eftir.
Norrœna kirkjutónlistarmótiS.
Á fundi F.Í.O. þann 20. janúar sl.
var samþykkt að fresta norræna kirkju-
tónlistarmótinu um eitt ár vegna fjár-
hagsörðugleika. Var það einróma álit
fundarmanna að ekki væri mögulegt
að halda mótið á sumri komanda með
því takmarkaða fjármagni sem félagið
hefur yfir að ráða.
Söngskóli Kirkjukórasambands
Reykjavíkurprófastsdœmis.
Eins og kunnugt er stofnaði Kirkju-
kórasamband Reykjavíkurprófastsdæm-
is söngskóla síðastl. haust. F.Í.O. barst
tilmæli frá Kirkjukórasamb. Rvíkur-
prófastsdæmis þess efnis, að organleik-
arar í Rvíkurpróf.d. tilnefndu einn
fulltrúa í skólanefnd söngskólans. Að
ósk organleikara tók Ragnar Björns-
son sæti í skólanefndinni.
Söngmálastjóri.
F.Í.O. hauð söngmálastjóra á fund
félagsins þann 20. jan. sl. Flutti söng-
málastjóri stutt erindi um orgel til
notkunar í kirkjum. Ræddi hann sér-
staklega um rafeindaorgel og benti
hlaðnefnd ó grein um það efni, sem
væntanlega verður birt i blaðinu. Að
erindinu loknu svaraði söngmálastjóri
fyrirspurnum og ræddi við félagsmenn.
Launamál.
Launanefnd F.Í.O. og Samstarfs-
nefnd þjóðkirkjusafnaða Reykjavíkur-
prófastsdæmis áttu viðræður á nokkr-
um fundum eftir óramót í vetur, ekki
varð mikill árangur af þeim viðræðum
og var fundum frestað um sinn.
Tónleikar í Reykjavík
og nágrenni.
Reykvíkingar hafa átt kost á þrem
orgeltónleikum það sem af er þessum
vetri. Fyrstur var Haukur Guðlaugs-
son, sem hélt nú sína aðra opinberu
tónleika í Reykjavík. Haukur lék að
þessu sinni á hið ágæta orgel Krists-
kirkju. Það verður að segjast eins og
er, að ekkert orgel höfuðstaðarins
veitir organleikaranum jafn mikla
ánægju og þetta vel heppnaða Fro-
beniusar-orgel. Engin kirkja höfuðstað-
arins skilar heldur jafnvel eiginleikum
hljóðfærisins og Kristskirkja. Efnis-
skráin samanstóð af Dorisku Toccöt-
inni og fugunni, 10 af sálmforleikjum
Baohs og C. Francks E-dur Choral. Ég
þakka Hauki fyrir ánægjulegt kvöld,
en hvers vegna ekki að halda sig ein-
göngu við Bach, þetta kvöld, með allri
virðingu fyrir C. Franck?
Abel Rodrigues hélt tónleika í Dóm-
kirkjunni í byrjun febrúar. Rodrigues
er ungur organleikari frá Mexikó, sem
róðinn var organleikari við Selfoss-
kirkju á síðastliðnu hausti og einnig
kennari við tónlistarskólann þar á
staðnum. Efnisskráin á þessum tónleik-
um var 17 tilbr. um „Allein Gott in
ORGANISTABLAÐIÐ 29