Organistablaðið - 01.05.1969, Page 31
í tilefni þessa, baíS OrganistablaSiS
hann um nokkrar línur um starfið.
Hann segir m. a.:
— Ég réðst sem organisti við Kálfa-
fellstaðarkirkju 1. des. 1928. Kirkjan
var þá aðeins eins árs gömul og prestur
séra Jón Pétursson. Þegar ég tók viö
starfinu, var mitt fyrsta verk að stofna
4-raddaöan kór. Var áhugi mikill hjá
fólkinu, sem var búsett dreift um alla
Suðursveit. Var æft af miklu kappi og
sungið við messu á jóladag sama ár.
Þetta tókst vonum framar, og þótti
stórviöburður þá. Forsöngvari í kirkj-
unni, áður en ég tók við, var Sigur-
björn Björnsson, síðar tengdafaðir
minn. Oftast var sungið án undirleiks
og þá einraddað. Hann liafði sérstak-
lega tónvissa söngrödd. Ágústa dóttir
hans, kona mín, virðist hafa erft söng-
gáfur föður síns enda sungið alla tíð
síðan í kirkjukórnum, og verið mér
ómetanleg aðstoð í starfi mínu.
Við hjónin fluttum svo til Horna-
fjarðar 1952. Höfum við starfað að
kirkjusöng hér síðan. Kórinn okkar er
um 20 manns, margt góðra radda, fé-
lagslíf gott og áhugi mikill. Hér höf-
um við fengið nýja kirkju, sem var
vígð fyrir þremur árum og í hana
lítið hljómfagurt pípuorgel, sem von-
andi á eftir að verða lyftistöng í kirkju-
starfinu.
Á síðastliðnum jólum, barzt mér
gjöf í tilefni 40 ára starfsafmælisins,
vegleg heimilisklukka, með fagurlega
gerðri áletrun frá Hafnarsöfnuði.
G. S.
Eyþór Ste/ánsson
organleikari á Sauðárkróki átti 40
ára starfsafmæli 28. janúar sl., sem
organleikari Sauðárkrókskirkju. Obl.
bað hann að segja frá starfi sínu og
rifja upp endurminningar. Honum seg-
ist svo frá:
Eftir kirkjubókum Sauðárkróks-
kirkju, hafa þessir menn verið þar
organleikarar: Kristján Gíslason,
kaupm. á Sauðárkróki 1893 og 4, Hall-
grímur Þorsteinsson söngkennari og
söngstjóri í Rvík 1895—1907, þá tek-
ur við Gísli Magnússon (kallaður Gísli
organisti) frá 1907—1925. Þá segir
hann lausu starfi og við tekur Pétur
Sigurðsson frá Geirmundarstöðum í
Sæmundarhlíð. Ifans naut þó ekki
lengi við, því hann sagði lausu starfi
1. jan. 1929. — Hinn 28. jan. það ár,
er ég svo ráðinn til starfsins og hef
gegnt því síðan.
Þegar Sauðárkrókskirkja var vígð i
des. 1892 — var leikið á tvö orgel-
harmoníum, — það gerðu þeir Kristján
Gíslason, kaupm. og Benedikt bóndi á
Fjalli í Sæmundarhlíð og þótti mikið
til koma. Höfðu þeir félagar æft vel
og lengi fyrir þessa athöfn ásamt 12
manna kór.
I des. 1912 byrjaði ég að syngja í
kirkjukórnum — altrödd — þá 11
ára gamall, síðan söng ég svo tenor og
eftir að Pétur gerðist organleikari, að-
stoðaði ég hann í forföllum.
Pétur var góður organleikari og söng-
stjóri og var skemmtilegt að vinna
með honum, vegna áhuga hans á starf-
inu. Hann kom með nýjan og ferskan
blæ með sér, svo að sumum hinna
eldri fannst nóg um hraðann í söngn-
um, en Pétur fór sínar leiðir og skeytti
ekki um aðfinnslur. Pétur lærði hjá
Benedikt á Fjalli og siðar hjá Sigur-
geiri söngkennara og organleikara á
Akureyri og mun hann þar hafa fengið
gott veganesti.
Þetta er nú orðinn nokkuð langur
tími sem ég er húinn að starfa við
ORGANISTABLAÐIÐ 31