Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 32

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 32
þessa kirkju — 57 ár — með fimm prestum, enda tel ég að Sauðárkróks- kirkja hafi verið mitt annað heimili. G. S. Útlendar fréttir. 5. alþjóða R. Schumann-keppnin verður haldin í Zwickau dagan 9.—20. nóv. nk., fyrir píanóleikara (aldurs- hámark 29 ár) og söngvara (aldurs- hámark 31 ár). Verðlaun að saman- lagðri upphæð DM 26500.00 verða veitt. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. ágúst. — Upplýsingar veitir Schumann Koncerva- torium, Zwickau, Grimmitschauer- Strasse lb, GDR. Jeanne Demessieux, hinn þekkti organleikari lézt 11. nóv. sl. 47 ára að aldri. Hún var nemandi Marcel Dupré og hóf tónleikaferil sinn í París með röð af 12 konsertum, og lék þá utan- bókar öll hin helztu orgelverk, einnig lék hún þá af fingrum fram (impró- viseraði) fjögurra þátta symfóníu. Hún hélt tónleika víða um lönd, lék inn á hljómplötur (Decca), þ. á m. öll orgelverk C. Francks á orgel Made- leine kirkjunnar í París, en þar var hún organleikari til dauðadags. Kunn- ust orgelverka er hún samdi, er Te Deum og flokkur æfinga (Etudes). Breitkopf & Hártel-forlagið í Leip- zig á 250 ára afmæli í ár. Að tilhlutan borgaryfirvaldanna í Unna, N.-Þýzkalandi, samdi Benjamín Frankel nýlega „Konsert fyrir ungl- inga, áheyrendur og hljómsveit". Tón- leikagestir voru beðnir að koma með hljóðfæri sín (hver sem væru) og leika með. Þeim, er tómhentir komu, var ætlað að blístra eða klappa saman lóf- unum. Giovanni Martinelli, sem um 32 ára skeið var einn helzti tenórsöngvari Metropolitan óperunnar í New York, lézt nýlega 83 ára að aldri. Þá er og látinn hljómsveitarstjórinn Ernest Ans- ermet (85 ára). Hann stofnaði Suisse Romande hljómsveitina árið 1918 og stjórnaði henni í 49 ár. Hann var í fremstu röð hljómsveitarstjóra og þótti einkar snjall við túlkun verka eftir Ravel, Debussy og Stravinsky. Hollenzka óperustofnunin hefur fal- ið 5 ungum tónskáldum að semja sam- eiginlega óperu. Efni hennar skal vera: Fordæming á íhlutun U.S.A. í löndum Suður-Ameríku. P. K. P. Peter Thomsen organleikari við Jóhannesarkirkjuna í Kaupmannahöfn varð 75 ára 25. sept. sl. Nokkrir ís- lendingar hafa notið leiðsagnar hans og fyrirgreiðslu og er hann þeim að góðu kunnur. Kona hans frú Chresta Thomsen er þekktur organleikari í Danmörku. Hún varð sextug 14. júní sl. Sten Carlsson kantor í Uppsala varð 75 ára 28. nóv. sl. íslenzkum organ- leikurum, sem sótt hafa norrænu kirkjutónlistarmótin er hann að góðu kunnur. Hann hefur staðið framarlega í flokki þeirra sem láta sér annt um þennan þátt norrænnar samvinnu. Sten Carlsson var í mörg ár ritstjóri sænsku kirkjutónlistartímaritanna K.M.T. og K.S.F. Conrad Baden organisti í Drammen og kennari við Konservatoríið í Osló varð sextugur 31. ágúst sl. Á norræna kirkjutónlistarmótinu, sem hér var 32 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.