Organistablaðið - 01.05.1969, Síða 33
haldið 1952 var flutt Páskamótetta
eftir hann. Síðan hafa nokkrir íslenzkir
kirkjukórar sungið þessa mótettu nokkr-
um sinnum við páskamessur.
Ýmsar fréttir.
Tónleikar í heiðurskyni við Pál ís-
ólfsson á 75 ára afmæli hans, voru
haldnir í Austurbæjarbíói 12. og 13.
okt. 1968. Flutt voru píanóverk og
einsöngslög. Flytjendur voru: Þuríður
Pálsdóttir, sópransöngkona, Jórunn
Viðar píanóleikari, Kristinn Hallsson
barytónsöngvari, Árni Kristjánsson
píanóleikari og Rögnvaldur Sigurjóns-
son píanóleikari. Ávarpsorð flutti Þor-
kell Sigurbjörnsson tónskáld.
ÚtvarpiS.
Það fer ekki hjá því þegar einu tón-
skáldi er ætlaður töluvert lengri tími í
heilan mánuð hjá útvarpinu en venju-
legt er, að menn fái betri heildarmynd
— ef svo mætti segja — af verkum
höfundarins. Og þá kemur í ljós, að
íslenzk tónskáld eiga meira í fórum
sínum en margan grunar. Tónskáld
mánaóarins, 1967—’68 voru það Páll
ísólfsson, Sigurður Þórðarson, Jón
Leifs, Karl 0. Runólfsson, Þórarinn
Jónsson, Árni Björnsson og Skúli Ilall-
dórsson. Allir hafa þeir lagt vel á borð
með sér og þjóðin þakkar fyrir að fá
að njóta þess með þeim. — í vetur
hafa það verið Hallgrímur Helgason,
Jón Þórarinsson, Jórunn Viðar, Magn-
ús Blöndal Jóhannsson, Jón Nordal,
Jón Ásgeirsson, Páll Pampichler Páls-
son og — svo áfram. —
Alþingishát'Sarkantata
dr. Páls ísól/ssonar.
Hinn 19. marz sl. afhenti dr. Páll
Isólfsson Alþingi að gjöf handrit sín
af Alþingishátiðarkantötu sinni. Ann-
að handritið er fyrir píanó, kór, ein-
söng og framsögn, og hitt fyrir sin-
foniuhljómsveit, kór, einsöng og fram-
sögn. Forseti sameinaðs Alþingis, Birg-
ir Finnsson, veitti gjöfinni viðtöku
fyrir hönd Alþingis.
Alþingishátíðarkantatan hefur ekki
verið gefin út ennþá. Hún var síðast
flutt 5. des sl. í tilefni af 75 ára af-
mæli höfundarins. Stjórnandi var dr.
Robert Abraham Ottósson.
Tónleikar í Laugarneskirkju.
Bachtónle.kar voru haldnir í Laugar-
neskirkju 3. nóv. sl. fyrir forgöngu
organistans Gústafs Jóhannessonar. Var
efnisskráin fjölbreytt. Einleik á orgel
lék Gústaf Jóhannesson, einleik á cello
Gunnar Björnsson. Flutt var kantata
nr. 5 Jauchzet Gott in allen Landen,
af Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur (sópran)
og strokkvartett og trompet.
]ólatónleikar voru 2. jan. Verkefni
voru eftir Bach, Buxtehude og Diets-
ler. Flytjendur voru Sólveig Björling,
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Arnþrúður
Sæmundsdóttir, Halldór Vilhelmsson,
Þórður Möller, Gústaf Jóhannesson
ásamt hljóðfæraleikurum og kór kirkj-
unnar.
Bachtónleikar voru 2. marz. Einleik
á orgel lék Gústaf Jóhannesson,
Strengjakvartett Þorvaldar Steingríms-
sonar )ék aríu úr hljómsveitarsvítu í
D-dúr og Þorvaldur lék einleik á fiðlu
Chaconnu í d-moll. Flutt var kantata
nr. 169 „Gott soll allein mein Herze
haben“ fyrir altsóló sungin af Sólveigu
Björling með aðstoð orgels og strok-
kvartetts, óbós og átta söngvurum.
ORGANISTABLAÐIÐ 33