Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
heldur áfram
kl. 20-22
Miðvikudag 18. nóv
og fimmtudag 19. nóv
Skráið ykkur í
síma 525 3000
eða á jol@blomaval.is
Takmarkaður sætafjöldi
Ókeypis aðgangur
Jólaskreytinga-
Eftir Helga Bjarnason
og Steinþór Guðbjartsson
EKKI náðist endanleg niðurstaða í
umræðum um skattatillögur ríkis-
stjórnarinnar í gær. Þingflokkar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs ræddu
málin í gærkvöldi. Málinu var vísað
til formanna flokkanna. Reiknað er
með að þeir leggi hugmyndir sínar
fyrir fund ríkisstjórnarinnar í dag.
„Við fórum rækilega yfir stöðuna.
Það verður unnið í því áfram […]
Menn eru ennþá að kalla eftir frekari
gögnum og útreikningum á áhrifum
tiltekinna breytinga,“ sagði Árni Þór
Sigurðsson, starfandi formaður
þingflokks VG, eftir fundinn í gær-
kvöldi.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
veitti Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra umboð til þess að
ganga frá ákveðnum hlutum á
grundvelli tiltekinna hugmynda.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, vara-
formaður þingflokks Samfylkingar-
innar, segir að þingflokkurinn hafi
farið yfir tekju- og gjaldaþátt fjár-
laganna. Menn hafi skipst á skoðun-
um en komist að ákveðinni niður-
stöðu. „Ég reikna fastlega með því
að hlutirnir skýrist um helgina og
eftir helgi,“ segir hún.
Stefnt að þrepaskiptum skatti
Ekki var fyllilega ljóst í gærkvöldi
hvort full sátt væri um hugmyndir
um þriggja þrepa tekjuskatt. Björn
Valur Gíslason, þingmaður VG, sagði
að þingmenn VG teldu það mikil-
vægt að breyta skattkerfinu og
þriggja þrepa tekjuskattur væri
meira í anda stjórnarflokkanna en
gamla kerfið sem ekki hefði reynst
vel. „Það er ekki eina markmiðið að
ná í tekjur, þótt það sé fyrsta mark-
mið, heldur viljum við breyta skatt-
kerfinu í leiðinni þannig að það fær-
ist ekki aftur til þess tíma þegar allt
hrundi,“ segir hann.
Þrepin og tekjuskattsprósentur
geta tekið breytingum frá því sem
rætt hefur verið um. Björn Valur
segir að reynt sé að færa neðsta
þrepið upp til að hlífa þeim lægst
launuðu en um leið að gæta þess að
jaðaráhrif ofar í kerfinu verði ekki of
þung fyrir tiltekna hópa.
Þá hefur komið til umræðu að
fresta hluta af áformuðum hækkun-
um á virðisaukaskatti.
Skattamálin ófrágengin
Þingflokkar stjórnarflokkanna ræddu skattalagabreytingar í gærkvöldi
Enn verið að kalla eftir gögnum og útreikningum Málið metið á ríkisstjórnarfundi
» Þriggja þrepa tekjuskattur enn í umræðu
» Forseta ASÍ líst illa á byrðar millitekjufólks
» SA una ekki hækkunum sem dýpka kreppuna
» Rætt verður um skattamálin á Alþingi í dag
KVENNALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu fékk í
gær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir það for-
dæmi, sem starf og árangur landsliðsins hefur
gefið, og þá hvatningu og fyrirmynd sem það
hefur veitt ungum stúlkum.
Viðurkenningin var afhent í 17. sinn og tók Katr-
ín Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, við henni af Árna
Páli Árnasyni félagsmálaráðherra, en nokkrar
landsliðskonur voru viðstaddar athöfnina.
JAFNRÉTTISRÁÐ HEIÐRAR KVENNALANDSLIÐ KSÍ
Morgunblaðið/Golli
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
FRÁ og með fyrsta janúar þurfa
væntanlegir foreldrar að taka bleiur
með sér upp á fæðingardeild. „Þetta
hefur verið í umræðunni síðasta árið
og í byrjun október sendum við til-
mæli þess efnis til heilsugæslunnar,
segir Hildur Harðardóttir, yfirlækn-
ir á fæðingardeild Landspítala - há-
skólasjúkrahúss. Er þetta einn
þeirra fjölmörgu sparnaðarliða sem
Landspítalinn þarf nú að grípa til og
er þegar byrjað að kynna vænt-
anlegum foreldrum breytinguna.
Bleiubónin á jafnt við um þá sem
nýta sér þjónustu Hreiðursins, fæð-
ingardeildar og meðgöngu- og
sængurkvennadeildar, sem og sé
barnið lagt inn á barnaspítala ein-
hverju eftir heimkomuna. Sé barnið
hins vegar lagt inn á vökudeild eru
því útvegaðar bleiur þar.
„Þetta er bara fyrsta skrefið því
við munum halda áfram á þessari
braut,“ segir Hildur. Ekki er því
ólíklegt að væntanlegir foreldrar
þurfi til að mynda að taka barnaföt
með sér á fæðingardeildina í fram-
tíðinni enda tíðkast sá siður hjá
mörgum sjúkrahúsum annars staðar
á Norðurlöndum.
Áætlaður sparnaður vegna bleiu-
kaupanna er 1,5 milljónir króna á
ári.
Foreldrarnir komi
sjálfir með bleiurnar
Morgunblaðið/Ásdís
Bleiulaus Börnin verða þó ekki
bleiulaus uppi á spítala, því þar verða
að sjálfsögðu til bleiur sé þess þörf.
Fjölmargra leiða
leitað við sparnað
á Landspítala
NBI hf. hagnast
um 3,4 milljarða
króna með sölu á
hlut sínum í
innheimtufyrir-
tækinu Intrum
Justitia. NBI
keypti 7,5% hlut
gamla Lands-
bankans í Intrum á 54 sænskar
krónur á hlut, alls sex milljónir
hluta.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins setti NBI bréfin í söluferli
í gær á verðinu 85 sænskar krón-
ur á hlut. Það er því ljóst að ávöxt-
un NBI af eignarhlutnum í Intrum
verður um 57% og söluhagnaður
bréfanna verður 3,4 milljarðar
króna.
Sænska fjármálafyrirtækið
Carnegie, sem áður var að hluta í
eigu íslenska fjármálafyrirtæk-
isins Milestone, annast söluna.
thg@mbl.is
Hagnast
um 3,4
milljarða
FRUMVARP
sjávarútvegs-
ráðherra um
breytingar á lög-
um um stjórn
fiskveiða er afar
skaðlegt og
gengur þvert á
samkomulag sem
gert var við rík-
isstjórnina með
stöðugleika-
sáttmála um að þessi mál færu í
vinnslu í breiðum starfshópi. Þetta
kemur fram í leiðara Vilhjálms Eg-
ilssonar, framkvæmdastjóra Sam-
taka atvinnulífsins, „Orð skulu
standa“, í fréttabréfi samtakanna. |
22
Þvert á
samkomulag
Vilhjálmur
Egilsson
AFI og amma þriggja ára drengs,
sem hafa verið á flótta með dreng-
inn undan barnaverndaryfirvöldum
undanfarna 10 daga, geta nú komið
úr felum.
Kærunefnd barnaverndarmála
ákvað í gær að fresta framkvæmd
ákvörðunar barnaverndarnefndar
um að taka barnið frá þeim og setja
það í fóstur annars staðar.
Geta komið
úr felum