Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en að lóðarhafi hafi brugðist vel við þeim athugasemdum sem bárust,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar. Nýjar tillögur vegna fram- kvæmda á Ingólfstorgi voru lagðar fram í skipulagsráði í gær, en fyrri tillögur vöktu hörð viðbrögð og töldu margir að kæmi til þeirra framkvæmda þýddi það varanlega eyðileggingu Ingólfstorgs. „Eftir að fyrri tillagan kom úr auglýsingu var farið yfir þær at- hugasemdir sem fram komu og voru settar fram mjög ákveðið. Við tókum mark á því og reynd- um með þessu að koma til móts við það og finna leiðir sem sátt getur orðið um,“ segir Júlíus. Áhyggjur af skuggamyndun Breytingarnar fólu m.a. í sér að tvö gömul hús við torgið yrðu flutt lengra inn á torgið og gamla Sjálf- stæðishúsið þar sem skemmtistað- urinn Nasa er nú rekinn yrði rifið til að koma fyrir fimm hæða hóteli. Gagnrýnendur skipulagsins töldu að litið væri fram hjá gildi gamalla húsa auk þess sem aukið skuggavarp inn á Ingólfstorg myndi flæma burt það mannlíf sem þar hefur myndast. Tillagan sem nú er til skoðunar tekur tillit til þessa því samkvæmt henni verða gömlu húsin tvö, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, sem áður stóð til að flytja yfir Vallarstræti og fram á torgið, áfram á sínum stað til frambúðar. Gömlu húsin óhreyfð „Núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að húsin hverfi af reitnum en það er nokkuð sem skipulags- ráð hefur ekki viljað sjá gerast,“ segir Júlíus. „Þessi tillaga sem nú er verið að skoða heldur í öll húsin þannig að þau verða ekki hreyfð af staðnum og það verða engar háar byggingar reistar.“ Á milli Brynj- ólfsbúðar og Hótels Víkur við enda Ingólfstorgs mun hins vegar rísa bygging sem verður að sögn Júl- íusar í anda húsanna sem eru þar fyrir, en þau eru bæði timburhús. Hótel rís en smærra í sniðum Þar er enn fyrirhuguð hótel- starfsemi, en hún verður mun minni í sniðum en það sem gert var ráð fyrir áður og hafði vakið hörð viðbrögð gagnrýnenda sem töldu að svo stórt hótel myndi auka verulega á bílaumferð í mið- borg þar sem nóg væri af hótelum fyrir. Mikil gagnrýni kom jafnframt fram á það að húsið þar sem Nasa stendur yrði rifið og tónleikasal- urinn í þess stað endurbyggður í kjallara nýrrar byggingar. Nasa stendur óbreytt Samkvæmt nýju tillögunum verður Nasa áfram á sama stað, húsið verður ekki rifið og salurinn ekki færður til. Ástand Nasa verð- ur því óbreytt að öðru leyti en því að veggir verða styrktir til að hægt verði að byggja ofan á salinn. „Salurinn er í byggingu sem er ekki sterk, en kosturinn við þetta er sá að með því að byggja sjálf- stæða byggingu ofan á má reikna með að hljóðeinangrunin verði betri en ella,“ segir Júlíus. Þá verði ekki lengur sama hætta á skuggavarpi inn á torgið. Nýmæli í verkferlum Skipulagsráð hefur þegar átt fund með nokkrum þeirra sem lýstu yfir áhyggjum sínum af framkvæmdunum og fengið ábend- ingar um hina nýja tillögu. Júlíus Vífill segir að við vinnslu þessara tillagna hafi hefðbundnum verkferlum í skipulagsmálum að vissu leyti verið snúið við þar sem leitað var eftir viðbröðgum fólks áður en tillagan var lögð fram í skipulagsráði. „Þetta er nýmæli í verkferlum skipulagsmála almennt. En það er ákveðinn hópur sem hefur látið sig Ingólfstorg sérstaklega varða og það er akkur í því fyrir okkur að geta farið yfir málin og unnið að lausnum í góðri sátt.“ Nýja Björn Ólafs arkitekt hefur teiknað nýja tillögu þar sem litið er til þeirra athugasemda sem fram komu og reynt að koma til móts við þær. Ný tillaga um Ingólfstorg  Deiliskipulag sem gerði ráð fyrir að gömul hús vikju fyrir 5 hæða hóteli vakti hörð viðbrögð  Samkvæmt nýrri tillögu verða húsin óhreyfð og hótelið minna Gamla Mikill fjöldi athugasemda barst vegna skipulagsins þar sem ráð- gert var að færa gömlu húsin fram á torgið og reisa 5 hæða nýbyggingu. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dótturdóttur sinni. Maðurinn var sakfelldur fyr- ir að þukla á stúlkunni inn- anklæða og utan í fjögur skipti á ár- unum 2005 til 2008. Stúlkan er fædd árið 1994. Maðurinn var í héraði dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund kr. í bætur. Kemur fram í dómi Hæsta- réttar að hann hafi þegar greitt. Litið var til þess við ákvörðun refs- ingar að brotin beindust gegn ungu barnabarni mannsins, sem hafi ítrek- að leitað á heimili hans vegna bágra aðstæðna og vanlíðunar heima fyrir. Fimm dómarar dæmdu í málinu. Tveir þeirra vildu dæma manninn í 15 mánaða fangelsi og vísuðu til þess að hluti brota mannsins hefði verið framinn áður en lögum um kynferðis- brot var breytt árið 2007 og refsingar þyngdar. Braut gegn dótturdótt- ur sinni Tveir dómarar vildu vægari refsingu HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að ekki hafi verið í lögum heimild til að innheimta stimpil- gjöld af aðfarargerðum þegar þeim var þinglýst. Lögfræðingur sem krafinn var um 729 þúsund krónur í stimp- ilgjöld við þinglýsingu aðfar- argerðar sýslumannsins 14. mars 2008 fór í mál og byggði m.a. á áliti umboðsmanns Alþingis. Umboðs- maður afgreiddi frá sér álit á síð- asta ári þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið var lögunum breytt. Í nefndaráliti vegna lagabreyt- inganna kom fram að tekjurnar af gjaldinu næmu um það bil 5% af heildartekjum af stimpilgjaldi á ári hverju eða sem svarar 320 millj- ónum króna. Kröfurnar fyrnast á fjórum árum en ríkið gæti engu að síður því þurft að endurgreiða um einn milljarð króna. Ríkið þarf að endurgreiða stimpilgjöld ÞEIM fjölgar stöðugt sem horfa á fréttir mbl.is á Skjá einum sam- kvæmt nýjum rafrænum áhorfsmæl- ingum Capacent. Fyrsti fréttatíminn fór í loftið 15. október og hefur frá þeim tíma komist vel á kortið. Þann- ig voru fréttir mbl.is á Skjá einum sá fréttatími sem flestir í aldurs- hópnum 12 til 49 ára horfðu á fimmtudaginn 29. október, eða alls 19,4%. Á fréttir Stöðvar 2 horfðu 17,7% og 16,8% á fréttir Sjónvarps- ins. Rétt er að taka fram að hér er miðað við uppsafnað áhorf en fréttir mbl.is eru sýndar kl. 18:50 og end- ursýndar kl. 21:50 auk þess sem hægt er að horfa á þær á netinu. Aðra daga eru hlutföllin nokkuð önnur en þróunin er almennt sú að fréttir mbl.is eru í sókn. „Áhorfið endurspeglar styrkinn sem felst í samstarfi Skjás eins og Morgunblaðsins. Skjár einn verður áskriftarsjónvarp í næstu viku, í kjölfarið munum við endurskoða sýningartíma fréttanna með það að leiðarljósi að hámarka áhorfið og ávinning af samstarfinu. Það er gaman og gott að sjá nýjar leiðir skila árangri,“ segir Sigríður Mar- grét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri Skjás eins. „Þetta er í samræmi við þau við- brögð sem við fáum. Fréttir eiga ekki alltaf að vera með neikvæðum tón og við höfum lagt okkur fram um að varpa líka ljósi á það jákvæða,“ segir Hlynur Sigurðsson, frétta- stjóri sjónvarpsfrétta mbl.is. sbs@mbl.is Mbl.is skorar á Skjánum  Mbl.is í sókn í sjónvarpsfréttum á Skjá einum  Uppsafnað áhorf er mest 19,4%  Áhorfið endurspeglar styrkinn % Rafræn mæling Capacent 26. okt. 27. okt. 28. okt. 29. okt. 30. okt. 11,8 17,2 21,3 11,5 2120 21,6 17,7 17,2 12,3 19,4 7,5 17,4 16,8 16,8 Áhorf í prósentum Skjáreinn Stöð 2 RÚV www.noatun.is UNGNAUTASNITSEL KR./KG 1398 VERÐ ÓTRÚLEGT Ódýrt og gott í Nóatúni 42% afsláttur 2398 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.