Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
INNRITUNARGJÖLD verða að
öllum líkindum innheimt í sam-
göngumiðstöðinni í Vatnsmýri. Ólaf-
ur Sveinsson, verkefnisstjóri sam-
göngumiðstöðvarinnar, segir ekki
tímabært að upplýsa hversu há þessi
innritunargjöld eigi að vera, en segir
að rætt sé um að innheimta þau bæði
vegna flugþjónustu og rútuferða, í
mismiklum mæli. Ólafur segir farið
eftir þeirri hugmyndafræði að þeir
sem noti aðstöðuna taki þátt í að
borga fyrir hana.
Gjaldið yrði breyting frá því sem
nú er, en í dag er ekkert innritunar-
gjald innheimt í innanlandsflugi.
Tekjur samgöngumiðstöðvarinn-
ar, sem ráðgert er að hefja fram-
kvæmdir við eftir áramótin, verða
því væntanlega tvenns konar. Í síð-
ustu viku sagði Kristján L. Möller
samgönguráðherra að kostnaðurinn
við bygginguna yrði greiddur með
leigugjöldum frá þjónustufyrirtækj-
unum í húsinu, flugfélögum, rútufyr-
irtækjum, bílaleigum og tengdri
þjónustu, svo sem veitingastöðum og
verslunum.
Kristján segir í samtali við Morg-
unblaðið að frá upphafi hafi verið
ætlunin að greiða kostnaðinn við
byggingu hússins með þessum
tveimur leiðum, notendagjöldum og
leigutekjum. Flugstoðir ohf. verða
eigandi hússins og munu því ábyrgj-
ast greiðslu lánakostnaðar vegna
þess, ef fyrrnefndar tekjur duga
ekki til í framtíðinni, til dæmis ef
húsið verður ekki fullnýtt af þjón-
ustufyrirtækjum. Fullyrt er að leiga
frá opinberum aðilum, sem verða
með aðstöðu í húsinu, verði aldrei
nema lítill hluti af tekjum samgöngu-
miðstöðvarinnar.
Kristján segir ekkert hafa verið
rætt um að ríkið hlaupi undir bagga
ef tekjur duga ekki fyrir lánakostn-
aði. Hann ítrekar að unnið sé að því
að ákvarða heppilegustu stærð húss-
ins, svo það verði alltaf fullnýtt.
Vonast er til þess að skipulagsmál-
in í kringum verkefnið komist á
hreint og byggingarleyfi fáist á
næstunni. Stærð hússins hefur
nokkuð rokkað til og frá en nú segir
Ólafur að niðurstaðan verði að öllum
líkindum sú að húsið verði að lág-
marki 3.500 fermetrar.
Innritunargjald
í Vatnsmýrinni
Stefnan að þeir borgi fyrir samgöngu-
miðstöðina sem nota þjónustu hennar
Þjónusta Miðstöðinni er ætlað að
gerbreyta innanlandssamgöngum.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS fékk á dögunum smjör-
kúpu úr gleri af heimili Jóns Sigurðssonar forseta. Lilja
Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, seg-
ir gripinn koma úr eigu afkomenda Jens Sigurðssonar,
bróður Jóns forseta og rektors, og hafi smjörkúpan verið
á heimili Jóns í Kaupmannahöfn.
Hún sýni ásamt öðru þann höfðingsbrag sem var á
heimi þeirra Jóns og Ingibjargar og segist Lilja efast um
að margar svo sögulegar smjörkúpur finnist enn.
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti á sínum tíma all-
marga muni úr dánarbúi Jóns Sigurðssonar á uppboði í
Kaupmannahöfn og gaf íslensku þjóðinni. Þeir eru stofn-
inn í sérsafni Jóns Sigurðssonar sem varðveitt er í Þjóð-
minjasafninu.
Lilja segir að framundan sé mikið hátíðaár, en árið
2011 verður 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar
minnst sérstaklega. Þjóðminjasafnið mun leggja sinn
skerf til sýningahalds með fleiri stofnunum. Lilja segir að
hafi fólk undir höndum muni sem tengjast ævi og störf-
um Jóns forseta og konu hans Ingibjargar þá sé mikill
fengur í því fyrir safnið að taka þá til varðveislu. Hún vill
jafnframt koma á framfæri þökkum til afkomenda Jens
rektors Sigurðssonar, sem ákváðu að fela Þjóðminjasafni
Íslands smjörkúpuna til varðveislu. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Munir Lilja Árnadóttir með smjörkúpuna innan um húsgögn og aðra hluti úr búi Jóns Sigurðssonar.
Söguleg smjörkúpa afhent
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
47
64
6
11
/0
9