Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 12

Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 12
12 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Skoði eigendurna vel  FME gæti þurft að banna einstökum eigendum nýju bankanna að taka ákvarð- anir um stefnu bankanna  Slíkt var eitt sinn gert í Finnlandi í tíð Kaarlo Jännäri Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ þarf að skoða ít- arlega hæfi einstakra erlendra kröfuhafa, til þess að eiga og stjórna nýju íslensku bönkunum. Þetta segir Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins, í samtali við Morg- unblaðið. Jännäri skilaði ítarlegri skýrslu um nauðsynlegar úrbætur á íslenska fjármálakerfinu í mars síðastliðnum. „Það er örugglega gott fyrir íslenska banka- kerfið að fá útlendinga til samstarfs við það,“ segir hann og bætir við: „En á sama tíma þurfið þið að athuga hvers konar eigendur þið eruð að fá.“ Eig- endur gömlu bankanna hafi ekki verið alvörugefn- ir bankamenn, heldur gróðabrallarar og jafnvel bófar. „Þess vegna vona ég að þið skiptið ekki þessum íslensku spákaupmönnum út, alfarið fyrir erlenda spákaupmenn.“ Hann vill ekki tjá sig um það hvort misjafn sauður sé í röðum væntanlegra eigenda bankanna. „Ég hef ekki yfirsýn yfir það. En ég geri ráð fyrir að stórir kröfuhafar gömlu bank- anna séu áreiðanlegar erlendar bankastofnanir, breskar og evrópskar,“ segir Jännäri. En þá blasir við spurningin, hvað sé hægt að gera ef einstakir eigendur verða metnir óhæfir, til að stjórna banka, af Fjár- málaeftirlitinu. Hvað getum við þá gert í málinu? „Það væri mjög erfitt að segja einum kröfuhafa að hann fengi ekki að eignast hlut í nýja bank- anum þegar allir aðrir fengju það. Þá væri hins vegar hægt að segja sem svo að viðkomandi væri ekki hæfur til að stjórna banka út frá sjón- armiðum góðrar bankastarfsemi. Að þessi eigandi fái ekki að nýta atkvæðisrétt sinn, fái ekki að taka þátt í ákvörðunum um stefnu bankans.“ Þannig megi forðast að svipta kröfuhafann eignum sínum, en viðhalda trúverðugleika bank- anna. Aðspurður segir hann þetta vald fyrir hendi hjá fjármáleftirliti Finnlands og að í hans tíð þar hafi því einu sinni verið beitt á fyrirtæki sem átti hlut í finnskum banka. Höfuðatriði að Icesave-málið verði klárað Að öðru leyti fylgist Jännäri með fréttum frá Ís- landi eftir veru sína hér og segir afar mikilvægt að Icesave-samkomulagið fái blessun Alþingis og að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn haldist gott. Það sé hornsteinn trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Jafnframt telur hann æskilegast fyrir Íslendinga að þeir nái góðum aðildarsamn- ingi við Evrópusambandið og gangi þar inn. Hann hefur einnig tekið eftir gagnrýninni á Norðurlöndin fyrir að vera ekki viljugri til að lána Íslandi. „Frá sjónarhóli finnskra skattgreiðenda þarf finnska ríkið að taka lán til að lána áfram. Það er miklu frekar vinargreiði, heldur en gott við- skiptatækifæri, þótt vaxtamunur sé til staðar,“ segir Jännäri. Norðurlöndin og Pólland hafi reynt að sýna nágrönnum sínum bróðerni. Kaarlo Vilho Jännäri EFNT verður til málþingsins Al- þýðufræðsla á Íslandi í 120 ár í Rauða húsinu á Eyrarbakka í dag, föstudaginn 13. nóvember. Málþinginu stjórnar Ólafur Proppé, fv. rektor, en í því taka þátt sérfræðingar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fræði- menn frá Háskóla Íslands og Kenn- arasambandinu, listamenn og leik- listarkennarar. Rætt verður um breytingar og nýjungar og hvernig saga og menn- ing verði best varðveitt fyrir kom- andi kynslóðir. Þá verður stofnun skólasöguseturs Íslands í framtíð- inni og landshlutaseturs einnig tek- in til umfjöllunar. Það er sveitarfélagið Árborg sem býður til málþingsins og mun bæj- arstjórinn Ragnheiður Hergeirs- dóttir ávarpa þingið. Alþýðufræðsla á Íslandi í heila öld Málþing Rauða húsið Eyrarbakka. STARFSMENN ÍAV þurfa að stilla vel saman strengina þegar þeir eru að glerja tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfnina. Langar rúður eru hífðar upp með krönum og þar taka mennirnir við og festa þær. Fram- kvæmdum við húsið miðar vel áfram og útlit fyrir að steypuvinnu ljúki í þessum mánuði. Nýlega var síðasti stálbitinn hífður upp á þak aðalsalar tónlistarhússins. Um 300 menn vinna við bygginguna. GLERJAÐ Í HÁLOFTUNUM Morgunblaðið/Ómar Neytendastofa vekur athygli á innköllun Belkin Ltd. á búnaði fyrir iPhone og iPod sem not- aður er með út- varpstækjum í bílum. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá Belkin Ltd. hafa yfir 200 tæki verið seld til Íslands beint, þó auðvitað geti þau einnig hafa borist eftir öðrum leiðum. Ástæða innköllunarinnar er hætta á skammhlaupi þegar tæk- inu er stungið í samband við síg- arettukveikjara ökutækis en ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki vegna þessa. Innköllunin nær til Belkin TuneBase Direct with Hands- Free, TuneBase FM with Hands- Free og TuneBase FM with clear Scan sem seld voru 1. apríl 2009 eða síðar. Neytendastofa hvetur eigendur slíks búnaðar til að hætta notkun vörunnar þegar í stað og afla frekari upplýsinga á vefsíðunni www.belkin.com/tunebaserecall. Belkin innkallar búnað fyrir iPod MISTÖK kunna að hafa verið gerð með kröfu um niðurskurð í löggæslu-, dóms- og fangels- ismálum, sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherj- arnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, við utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær um fjár- hagsstöðu dómstóla. Dóms- málaráðherra sagði að bregðast yrði við þeim vanda sem blasti við dómstólum landsins. Ragna Árnadóttir, dóms- málaráðherra, nefndi að ákæru- málum frá embætti ríkissaksókn- ara hefði fjölgað um 80% á síðustu tveimur árum og búast mætti við fjölda mála frá sérstökum sak- sóknara. Hún vitnaði jafnframt til bréfs, sem Hæstiréttur sendi dómsmálaráðuneytinu í október, þar sem fram kemur, að ekki sé unnt að mæta sparnaðarkröfu þessa árs og næsta nema með því að skerða verulega starfshæfni réttarins. Málafjöldi í sögulegu hámarki Í bréfinu segir að fjárveitingar til réttarins hafi lengi verið mjög naumar og þurfi að fækka að- stoðar- og skrifstofumönnum um fjórðung til að bregðast við sparn- aðarkröfunni. Á sama tíma hafi málum hjá Hæstarétti fjölgað mikið. Þau hafi verið um 500 á árunum 2002 til 2004 en voru nærri 700 á árunum 2006 til 2008. Þá blasi við að mál- um muni fjölga til muna vegna bankahrunsins. Í bréfi dómstólaráðs til ráðu- neytisins, sem Ragna vitnaði einn- ig til, kemur fram að þegar sé málafjöldi hjá héraðsdómum Reykjavíkur og Reykjaness í sögulegu hámarki. Þingfestum einkamálum hafi fjölgað um 32% milli ára og fjöldi ágreiningsmála í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gjaldþrota hefur þrefaldast milli áranna 2008 og 2009 og sé stór- aukning þeirra mála fyrirsjáanleg. Þá sé mikill fjöldi riftunarmála þrotabúa í farvatninu og á fjórða hundrað greiðsluaðlögunarmál hafa bæst við störf dómstóla. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þau bréf, sem Ragna vitnaði til, væru ekkert annað en neyðarkall frá dómskerfinu og við því væri nauð- synlegt að bregðast. Dómsmálaráðherra hefur tekið undir tillögu dómstólaráðs um að héraðsdómurum og löglærðum að- stoðarmönnum verði fjölgað tíma- bundið um fimm auk þess að verða við beiðni Hæstaréttar um aukna fjárveitingu. gummi@mbl.is Neyðarkall dómstóla  Ákærumálum frá ríkissaksóknara hefur fjölgað um 80% á síðustu tveimur árum  Formaður allsherjarnefndar telur kröfu um niðurskurð hugsanlega mistök RÍKISSAKSÓKNARI skilaði í gær til Hæstaréttar gögnum úr máli Portúgala sem dæmdur var fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nokkrum mánuðum. Málið er því komið á langa dagskrá réttarins. Maðurinn bíður rólegur eftir að mál- ið klárist að sögn lögmanns hans. Málið komst í hámæli þegar Hæstiréttur felldi úr gildi gæslu- varðhald yfir Eugenio Daudo Silva Chipa sem hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðg- un í maí síðastliðnum. Hæstiréttur taldi óhæfilegan drátt hafa orðið á afgreiðslu dómsgerða til rík- issaksóknara en án þeirra kemst áfrýjunarmálið ekki á dagskrá. Sveinn Andri Sveinsson, lögmað- ur Chipa, segir málið hafa gengið merkilega fljótt fyrir sig um leið og það komst í fjölmiðla og enga viðhlít- andi skýringu verið gefna á því hvers vegna það tók svo langan tíma að útbúa gögnin fyrir Hæstarétt. „Það er ekki fullnægjandi skýring eða afsökun að ekki sé til fjármagn til að ljósrita eða afrita. Hæstiréttur hefur lagt ákveðna línu um að menn eigi ekki að vera í gæsluvarðhaldi nema í ákveðinn tíma. Menn eiga að haga sinni vinnu í samræmi við það.“ Mál dæmds nauðgara loksins til Hæstaréttar Lögmaður mannsins telur skýringar ekki fullnægjandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.