Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 15
en töldu hins vegar fram eignir á móti skuldum sem metnar voru á 72 milljarða kr. í árslok 2008. Eins og gefur að skilja hafa margir þeirra sem skulda mikið tekið lán til kaupa á hlutabréfum sem eru talin fram á nafnvirði. Það er því ekki gott að segja til um það hversu mikils virði þessi hlutabréf eru í dag eða hversu miklar tekjur þessir einstaklingar hafa, eða hafa haft, af eignunum.“ Með litlar eignir en miklar skuldir Hópurinn sem á minnst er jafn- framt skuldugastur. Hópurinn sem taldi fram eignir sem námu innan við 10 milljónum, en í honum eru 76.344 einstaklingar, átti samanlagt 115 milljarða eignir, en hann skuldaði 108 milljarða eða sem nemur 94% eignanna. Hlutfall eigna og skulda hjá þeim sem töldu fram eignir á bilinu 10-20 milljónir var 77,7%. Í þessum hópi voru um 25 þúsund einstaklingar. Álíka stór hópur taldi fram eignir á bilinu 20- 30 milljónir, en skuldir hans námu 64,3% af eignum. Skýringin á því að hópurinn sem minnst á skuldar svona mikið er líklega sá að hann hefur tekið lán til bifreiðakaupa eða annars slíks sem hefur fallið í verði á sama tíma og lánin hafa hækkað. Í úttekt Páls í Tíund kemur fram að 37.320 fjölskyldur skulda meira en þær eiga. Rétt er að hafa í huga að hlutabréf eru skráð á nafnvirði og því getur eignarhlutur í félagi sem skráður er á 500 þúsund í skattframtali átt eign sem er metin á milljarða. Einhver hluti þessara eignalausa hóps á því í reynd um- talsverðar eignir. „Í árslok í fyrra töldu 30.609 fjölskyldur fram skuld- ir sem voru frá 0 til 10 milljónir kr. umfram eignir. Þessar 30.609 fjöl- skyldur skulduðu rúma 93 milljarða kr. umfram eignir. Sem fyrr segir er óvenjulegt að fólk skuldi mun meira en það á en þó skuldar 441 fjölskylda meira en 50 milljónum kr. meira en hún á. Þessar fjöl- skyldur skulduðu 54 milljarða um- fram eignir í árslok 2008 en þar af voru 170 fjölskyldur sem skulduðu meira en 100 milljónum kr. meira en þær áttu, 59 fjölskyldur skuld- uðu meira en 150 milljónum kr. meira en þær áttu. Þessar fjöl- skyldur skulduðu rúma 24 milljarða kr. umfram eignir. Þær töldu fram skuldir upp á 31,2 milljarða kr. en á móti skuldum stóðu hins vegar eignir sem metnar voru á rúma 7 milljarða kr,“ segir í grein Páls. Miklar vaxtagreiðslur Sumar fjölskyldur glíma við þunga vaxtabyrði. Það vekur nokkra athygli að stór hópur lands- manna greiðir meira en þriðjung brúttótekna í vexti og afborganir af lánum. Um að ræða 9.232 einhleyp- inga og hjón en sumir þessara framteljenda, 225 hjón og 972 ein- hleypingar eða alls 1.197 heimili, töldu fram hærri vaxtagreiðslur en sem nam framtöldum brúttótekjum á árinu 2008. Páll bendir á í grein sinni að það veki athygli að þeir sem greiddu meira en 20% af tekjum ársins 2008 í vaxtagreiðslur töldu að jafn- aði fram meiri skuldir en eignir, og því duga eignirnar ekki fyrir skuld- um sem gefur vísbendingu um að þeir 19.686 einhleypingar og hjón sem standa að baki þessum tölum eigi að öllum líkindum við nokkurn vanda að etja. Sá hópur framteljenda sem töldu fram meira en 150 milljónir í eignir átti rúman fjórðung innstæðna í bönkum, eða tæpa 168,7 milljarða kr. af rúmlega 661,5 milljörðum kr. sem skráðir voru á framtölum landsmanna. Í HNOTSKURN » Fasteignir eru um 80%eigna þeirra sem telja fram eignir á bilinu frá 10 til 50 milljónir kr. en um er að ræða 76.199 fjölskyldur eða tæp 41,9% fjölskyldna í land- inu. » Samkvæmt framtölum erurúmlega 661,5 milljarðar inni á bankareikningum lands- manna. Fjórðungur upphæð- arinnar er í eigu framteljenda sem eiga meira en 150 millj- ónir hver. Eignir alls í milljónum króna 0 0 -5 5- 10 10 -1 5 15 -2 0 20 -2 5 25 -3 0 30 -3 5 35 -4 0 4 0 -4 5 4 5- 50 50 -5 5 55 -6 0 6 0 -6 5 6 5- 70 70 -7 5 75 -8 0 8 0 -8 5 8 5- 9 0 9 0 -9 5 9 5- 10 0 10 0 -1 0 5 10 5- 11 0 11 0 -1 15 11 5- 12 0 12 0 -1 25 12 5- 13 0 13 0 -1 35 13 5- 14 0 14 0 -1 4 5 14 5- 15 0 + 15 0 Ma. kr. 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Fjöldi fjölskyldna 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Eignir og skuldir einstaklinga raðað eftr heildareignum 12 .6 69 68 .8 23 7. 52 1 10 .7 41 14 .2 70 14 .6 86 11 .8 18 8. 50 9 6. 36 3 5. 39 0 4. 42 2 3. 53 0 2. 58 2 1.4 12 1. 08 9 85 6 1. 85 8 69 2 55 6 49 4 36 2 29 2 27 6 23 7 20 0 14 7 14 6 12 5 11 5 11 8 75 1 .3 81 Fjöldi fjölskyldna Eignir alls Skuldir alls Ma. kr. 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 19 93 19 9 4 19 9 5 19 9 6 19 97 19 9 8 19 9 9 20 0 0 20 0 1 20 0 2 20 0 3 20 0 4 20 0 5 20 0 6 20 0 7 20 0 8 20 0 9 Álagningarár Eignir og skuldir einstaklinga 1993 til 2009 71 5 22 0 23 8 26 1 27 8 30 3 33 1 36 5 41 5 47 7 54 7 58 6 65 7 75 7 9 18 1. 11 3 1. 34 8 1 .6 83 74 0 76 5 77 9 81 6 88 3 95 9 1. 09 8 1. 23 8 1.4 06 1.4 97 1. 66 9 1. 92 7 2. 45 5 2. 82 0 3. 38 0 3 .6 57 Eignir alls Skuldir alls teljist til skattskyldra tekna þótt lög- aðilinn sjálfur sé skattskyldur. „Ef ákvæði af þessu tagi komast inn í lög má með sanni segja að upp sé komin sú staða að menn geti valið sér skatt- stofna eftir pöntun. Tengdir aðilar munu fella niður og endurvekja skuldir eftir þörfum til að stjórna skattgreiðslum sínum og bankar og önnur fjármálafyrirtæki munu eins og reynslan sýnir liðka fyrir slíkum aðgerðum.“ Aðalsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefðu aðilar verið að berjast fyrir því að fyrirtæki gætu fellt niður skuldir án þess að það teldist til skattskyldra tekna. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Önnur er sú að það er búið að tæma félögin með arðgreiðslum. Menn keyptu fyrirtæki og tæmdu allt sem hægt var í formi arðs. Síðan var líka leikinn sá leikur að eignirnar voru búnar til á þann hátt að þær veita ekki skattafrádrátt ef þær afskrifast og tapast. Það á við um viðskiptavild sem oft er stór liður í bókhaldi fyr- irtækja. Þess vegna eru menn að reyna að berja það fram að niðurfell- ingin fáist fram án þess að hún teljist til tekna. Það er að mínu mati algert stílbrot og andstætt öllu því sem gilt hefur í skattarétti í áraraðir.“ Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is SKULDIR Orkuveitu Reykjavíkur, OR, námu 227 milljörðum króna um mitt ár 2009. Hinn svokallaði EBITDA-rekstrarhagnaður á árinu 2008 nam 11,7 milljörðum króna og er hlutfall skulda af þeim hagnaði því 19,5. Í rekstrarfræðum er talið eðli- legt að fyrirtæki í sama geira séu með skuldir/EBITDA-hlutfall á bilinu 3-5. Skuldir OR eru að mestu í erlendum myntum, en tekjur í íslenskum krón- um. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær lækkaði lánshæfisfyr- irtækið Moody’s lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur niður í svo- kallaðan ruslflokk. Samkvæmt reikn- ingi fyrir fyrri hluta þessa árs nam handbært fé Orkuveitunnar um mitt ár 1,4 milljörðum króna, en skamm- tímaskuldir um 16 milljörðum. Lán frá Evrópska fjárfest- ingarbankanum tryggt Anna Skúladóttir, framkvæmda- stjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykja- víkur, segir að nú sé verið að ganga frá lánum við Evrópska fjárfesting- arbankann, EF. „Það gefur okkur strax aðgang að 15 milljörðum króna,“ segir hún. „Síðan erum við að vinna að skuldabréfaútgáfu á inn- lendum markaði, sem við gerum ráð fyrir að klára fyrir áramót. Þar er um að ræða 10 milljarða útboð,“ bætir hún við. Anna segir að með láninu frá EF sé Orkuveitan vel stödd fram á næsta ár. „Með þessu láni og skuldabréfaútgáf- unni erum við því í góðum málum hvað varðar lausafjárstöðu,“ segir hún. Anna segir að lánið frá EF, sem er upp á u.þ.b. 30 milljarða, verði notað til að fjármagna helminginn af fjár- festingum á Hellisheiði, þ.e. síðasta áfangann þar, og Hverahlíðarvirkjun. Hverahlíðarvirkjun hefur verið í bið- stöðu að undanförnu. „Það hefur ver- ið gefið út að ekki verði lagt í þá virkj- un fyrr en fjármögnun hennar er að fullu tryggð,“ segir hún. Anna segir að nú þurfi Orkuveitan að leita að fjármögnun á hinum helm- ingi Hellisheiðarvirkjunar, enda sé gert ráð fyrir því að þeim áfanga verði lokið síðari hluta árs 2011 og virkjunin þá gangsett. „Við förum núna á fulla ferð í það. Forsendan fyr- ir því var að ganga frá láni EF,“ segir hún. „Fjárfestingaáætlun okkar á þessu ári hljóðar upp á 16 milljarða króna,“ bætir hún við. Anna segir að á næsta ári sé einnig gert ráð fyrir miklum fjárfestingum vegna Hellisheiðarvirkjunar. Ekki sé þörf á stórum endurfjármögnunar- pakka – fyrst og fremst þurfi að fjár- magna stórar fjárfestingar á næst- unni. Aðgengið þyngra Aðspurð hvort lækkun lánshæfis- mats Orkuveitunnar niður í svokall- aðan „ruslflokk“ setji ekki strik í reikninginn við fjármögnun þessara verkefna, segir Anna að augaleið gefi að viðbúið sé að aðgengi Orkuveit- unnar verði þyngra. „Ég efa það ekki, en það fer svolítið eftir því hvar okkur tekst að bera niður. Stofnanir á borð við EF hafa t.a.m. örlítið önnur sjón- armið en margir aðrir lánveitendur á markaði,“ segir hún. OR skuldar 19- faldan hagnað Vinnur að fjármögnun nýrra verkefna Í HNOTSKURN »Lánshæfiseinkunn OR varlækkuð niður í ruslflokk. »Heildarskuldir fyrirtæk-isins eru í erlendri mynt og svara til 227 milljarða króna. »Skuldir eru 19,5 sinnumrekstrarhagnaður. »Eðlilegt þykir að hlutfalliðhjá fyrirtækjum í orku- geiranum sé á bilinu 3-5. Húsfélagaþjónusta Kaupþings sparar þér tíma og fyrirhöfn Nánar á www.kaupthing.is/husfelag Ekkert mánaðargjald Einföld innheimta Öflugur netbanki Þinn þjónusturáðgjafi Fullkomið rekstraryfirlit Félagatal og greiðslustaða Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn á husfelag@kaupthing.com - hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk Kaupþings tekur vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 47 73 3 11 /0 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.