Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is DEBENHAMS gekk í gær frá kaupum á dönsku stórversluninni Magasin Du Nord. Kaupverðið er 101 milljón danskra króna fyrir allt hlutafé í verslunarrekstrinum. Selj- andi var Straumur, en bankinn eignaðist 75% í eignarhaldsfélaginu Magillum A/S við gjaldþrot Baugs í mars síðastliðnum. Straumur eign- aðist síðan allt félagið þegar 25% hlutur B2B Holding var leystur til bankans. Við söluna í gær var eign Straums í rekstrarfélaginu þó að- eins 50%, að því er upplýsingar frá Straumi herma. Gengi bréfa Deben- hams í kauphöllinni í London hækk- aði snarlega við tíðindin í gærmorg- un. Oscar Crohn, sem heldur utan um eignir Straums í Danmörku, segir að söluverðið fyrir rekstur Magasin sé mjög ásættanlegt miðað við aðstæður á markaði. Að sögn Crohns mun Jón Björns- son sitja áfram í stóli forstjóra Magasin eftir eigendaskiptin. Jón tók við sem forstjóri þegar yfirtak- an á Magasin var gerð árið 2004. Keyptu á 494 milljónir Baugur Group, Straumur og B2B Holding keyptu 87% hlutafjár í Magasin þann 13. nóvember 2004. Aðaleigandi B2B Holding er at- hafnamaðurinn Birgir Þór Bielt- vedt. Fyrir 87% hlut voru greiddir 4,8 milljarðar króna. Samkvæmt því var heildarvirði fyrirtækisins 494 milljónir danskra króna, eða sem nemur 12,3 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Söluverð Straums nú er því um það bil 80% prósentum lægra en kaupverð íslenska fjárfestahópsins fyrir fimm árum. Þegar Magasin var tekið yfir árið 2004 hafði rekst- ur fyrirtækisins gengið illa, og tap þess numið hundruðum milljóna danskra króna í nokkur ár í röð. Fljótlega tókst að snúa rekstrinum við í hagnað. Á síðasta uppgjörsári var þó tæplega 100 milljóna danskra króna taprekstur á Maga- sin. Engar fasteignir fylgja Engar fasteignir Magasin munu fylgja með í kaupunum, ólíkt því sem fram kom í fjölmiðlum í gær. Þetta staðfestir Oscar Crohn. Um mitt ár 2006 seldi Baugur allar fast- eignir Magasin til félags í eigu Landic Property. Straumur, í sam- starfi við pakistanska fjárfestinn Alshair Fiyaz, keypti þær þó til baka í ágúst á þessu ári í gegnum félagið Solstra Holding A/S. Kaupa reksturinn á 2,5 milljarða  Jón Björnsson verður áfram forstjóri Magasin eftir eigendaskiptin  Straumur heldur eftir fasteignum félagsins  Forsvarsmenn bankans ánægðir með söluverðið miðað við aðstæður Í HNOTSKURN »Baugur Group, Straumurog B2B Holding keyptu 87% hlutafjár í Magasin fyrir 410 milljónir danskra króna árið 2004. Með í kaupunum fylgdu allar fasteignir Maga- sin. »Solstra Holding A/S, semStraumur á að hálfu á móti pakistanska fjárfestinum Alshair Fiyaz, mun halda eftir öllum fasteignum Magasin. »Rekstrarfélag Magasin ermeð 25 ára leigusamning um afnot af húsnæðinu við Kongens Nytorv. »Kaupverðið nemur alls um2,5 milljörðum króna. Debenhams hefur keypt rekstur Magasin Du Nord. Söluverðið nemur 2,5 milljörðum króna, sem er um það bil 10 milljörðum lægra en kaupverð íslenskra fjár- festa árið 2004. Verslun Magasin við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn. ÞETTA HELST ... ● SKILANEFND Kaupþings mun að öll- um líkindum óska eftir áframhaldandi greiðslustöðvun Kaupþings hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Tæpt ár er síðan bankinn fékk fyrst heimild til greiðslu- stöðvunar en að hámarki getur greiðslu- stöðvun varað í 24 mánuði. Að því loknu getur þrennt gerst: slitameðferð, gjald- þrotaskipti eða nauðasamningur. Greiðslustöðvun Kaup- þings verði framlengd ● SAMKVÆMT fréttum Reuters og Bloomberg í gær er Actavis í hópi 10 lyfjafyrirtækja og fjárfestahópa sem gert hafa tilboð í þýska fyr- irtækið Ratiopharm. Tilboðin eru sögð frá 2-2,5 milljarða evra, jafn- virði 360-460 milljarða króna. Ekki er um bindandi tilboð að ræða í fyrstu. Talsmenn Actavis hafa ekki viljað tjá sig um málið. 360-460 milljarða til- boð í þýskt fyrirtæki Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is SKILANEFND Icebank hefur gert samning við verðbréfafyrir- tækið Arev um að það sjái um stýringu á rekstri og eignum veit- ingastaðarins Ruby Tuesday og ritfangaverslunarinnar A4. Icebank tók nýverið yfir Ruby Tuesday og A4 og í stað þess að halda rekstri félaganna innan vé- banda bankans var ákveðið að leita til utanaðkomandi aðila. Nokkrir möguleikar í stöðunni Stofnað hefur verið samlags- hlutafélag utan um rekstur félag- anna og hefur það fengið nafnið Björg. Það verður svo í umsjón Arev, en verðbréfafyrirtækið hefur töluvert sinnt fjárfestingum í óskráðum félögum sem starfa í heildsölu, verslun og þjónustu. Björn Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Arev, segir ekkert liggja fyrir ennþá um framtíðar- áform Bjargar og nokkrir val- möguleikar séu í stöðunni. Hann segir að hægt verði að auka hlutafé og skrá það þegar fram í sækir og jafnframt sé hugsanlegt að rekstur fyrirtækjanna sem heyra undir móðurfélagið verði seldir þegar hagstæðari skilyrði skapast. Icebank leitar til utan- aðkomandi sérfræðinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Veitingastaður Icebank tók nýlega yfir veitingastaðinn Ruby Tuesday. Arev sér um eignastýringu HREIN eign líf- eyrissjóðanna minnkaði um tæplega 50 millj- arða milli ára í septemberlok, að því er kemur fram í nýjum tölum Seðla- banka Íslands sem birtar voru í gær. Eignir sjóð- anna jukust þó milli mánaða um ríflega 26 milljarða króna. Sú breyting var nú gerð á framsetn- ingu talna að staða sjóðanna í af- leiðusamningum var sundurliðuð. Í ljós kom að staða lífeyrissjóða í af- leiðusamningum er neikvæð um 65 milljarða króna. Erlend verð- bréfaeign sjóðanna hefur hækkað um 30 milljarða frá miðju ári 2008, eða ríflega 6%. Það er því ljóst að lífeyrissjóðir hafa verið stórtækir í sölu erlendra verð- bréfa. thg@mbl.is Hrein eign minnkar um 50 milljarða Neikvæð afleiðu- staða 65 milljarðar Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 6 mán. vaxtalausar greiðslur Fyrst og fremst í heilsudýnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.