Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 DMÍTRÍ Medvedev, forseti Rússlands, hvatti til róttækra breytinga á hagkerfi landsins í stefnu- ræðu sem hann flutti í gær. Hann gagnrýndi með- al annars risastór ríkisfyrirtæki, sem stofnuð voru í forsetatíð forvera hans, Vladímírs Pútíns, og sagði að þau ættu sér „enga framtíð“. Í stað „frumstæðs hagkerfis“, sem byggðist að mestu á hráefnaframleiðslu, einkum olíu- og gasvinnslu, þyrfti að byggja upp nútímalegt hagkerfi með auknum fjárfestingum í hátækni. Til að Rússland gæti haldið velli efnahagslega þyrfti að ráðast strax í endurnýjun sem byggðist á lýðræðislegum stofnunum. „Í stað úrelts samfélags, þar sem leiðtogar til flokks Pútíns, Sameinaðs Rússlands, sem ræð- ur lögum og lofum í landinu. Forsetinn dró upp svarta mynd af stöðu efna- hagsins og ýmislegt í ræðunni þótti fela í sér óbeina gagnrýni á stefnu Pútíns sem gegnir nú embætti forsætisráðherra. Medvedev er í mun að sýna að hann sé ekki taglhnýtingur Pútíns. Forsetinn gekk þó ekki langt í gagnrýni á for- vera sinn. Þótt hann lofaði að efla lýðræðislegar stofnanir tók hann fram að hindra þyrfti hvers konar tilraunir til að spilla pólitíska stöðugleik- anum í Rússlandi með „lýðræðislegum vígorðum“. „Frelsinu fylgir ábyrgð og ég vona að allir skilji það,“ sagði hann. bogi@mbl.is Í HNOTSKURN » Medvedev sagði í stefnu-ræðu sinni að hætta væri á að rúm milljón Rússa missti atvinnuna ef ekki yrði stokkað upp í hagkerfinu. „Við getum ekki beðið lengur. Við þurfum að ráðast í endurnýjun á öllum grunni atvinnulífsins.“ » Forsetinn hvatti til aukinsgegnsæis í stjórnsýslunni og sagði að skera þyrfti upp herör gegn spillingu. Medvedev boðar róttækar umbætur  Forsetinn lofar að efla lýðræðislegar stofnanir í Rússlandi  Gagnrýnir risa- ríkisfyrirtæki sem stofnuð voru í forsetatíð Pútíns  Áhersla verði lögð á hátækni hugsa og ákveða fyrir alla, ætt- um við að byggja upp samfélag skynsamra, frjálsra og ábyrgra manna,“ sagði forset- inn. Óbein gagnrýni á Pútín Dmítrí Medvedev kvaðst einnig ætla að beita sér fyrir pólitískum umbótum til að efla lýðræðislegar stofnanir og auka aðgang stjórnarandstöðuflokka að völdunum „All- ir eru jafnir fyrir lögunum, líka stjórnarflokkurinn og stjórnarandstaðan,“ sagði hann og skírskotaði Dmítrí Medvedev JAPANAR taka þátt í hátíðahöldum í Tókýó í tilefni af því að 20 ár eru liðin síðan Akihito varð Japanskeisari. Akihito sagði í tilefni af afmælinu að hann hefði mestar áhyggjur af því að komandi kynslóðir gleymdu fortíð þjóðarinnar. Hann skírskotaði m.a. til árása Japana á grannríki í síðari heimsstyrjöldinni og sagði að mikil- vægt væri að landsmenn lærðu af sögunni og byggðu upp Japan sem aðrar þjóðir gætu treyst. Reuters ÓTTAST MEST AÐ FORTÍÐIN GLEYMIST Kaupmannahöfn. AFP. | Dönsk yfirvöld hafa viðurkennt að lögreglunni í Kaupmannahöfn hafi lítið orðið ágengt í baráttunni gegn glæpa- gengjum sem hafa borist á bana- spjót í rúmt ár. Þrátt fyrir daglegar eftirlitsferðir lögreglumanna og áhlaup á bækistöðvar gengjanna hefur ekkert dregið úr skot- og sprengjuárásum þeirra. Gengjastríð eru ekki ný af nálinni í Danmörku og skemmst er að minn- ast blóðugra átaka á síðasta áratug milli félaga í Vítisenglum og Bandi- dos. Átökin núna eru á milli Vítis- engla, eða stuðningsfélags þeirra, AK81, og innflytjendagengja sem hafa barist um yfirráð yfir fíkniefna- sölu í borginni eftir að sala á hassi var stöðvuð í fríríkinu Kristjaníu. „Ég bið alla um aðstoð og góð ráð,“ sagði Brian Mikkelsen, dóms- málaráðherra Danmerkur, sem skoraði á almenning að leggja fram tillögur um hvernig hægt væri að binda enda á átökin. Ráðherrann sagði að gengja- stríðið nú væri mannskæðara en átökin á síðasta áratug og það væri „aðeins á færi samfélagsins“ að binda enda á blóðsúthellingarnar. Að sögn Mikkelsens hafa nú þegar rúmlega 300 Danir orðið við beiðni hans og sent honum í tölvupósti ábendingar um hvernig stöðva megi átökin. Bandaríkjamenn bjóða aðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa einnig boðið aðstoð sína. „Við höfum öðlast allmikla þekkingu á því að takast á við glæpagengi. Og ef við getum boðið einhverja hjálp eða þjálfun sem gæti komið að gagni þá gerum við það með glöðu geði,“ sagði Janet Napolitano, heima- varnaráðherra Bandaríkjanna, eftir fund með Mikkelsen í Kaupmanna- höfn. Átökin hófust í ágúst á síðasta ári þegar vopnaður maður af tyrk- neskum uppruna var líflátinn á götu úti. Hann varð fyrir 25 byssukúlum í árás félaga í AK81, stuðningsfélagi Vítisengla. Per Larsen, yfirmaður dönsku lögreglunnar, hefur viðurkennt að lögreglan ráði ekki við vandamálið. Hann segir það í raun „kraftaverk“ að stríðið hafi ekki kostað fleiri lífið. Hann tekur þó fram að lögreglan hafi síður en svo gefist upp í barátt- unni við glæpagengin og að því fari fjarri að Kaupmannahöfn líkist Chicago á bannárunum á fjórða ára- tug síðustu aldar þegar sprúttsalinn Al Capone og mafíuflokkar hans skutu mann og annan. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að 80% Dana telji að lögreglan fái ekki við neitt ráðið í baráttunni gegn gengjunum og henni takist ekki að binda enda á átökin á næstu mánuðum. Margir Danir óttast um eigið öryggi vegna stríðsins. Sumir borgarbúar telja að besta ráðið við átökunum sé að koma upp eftirlitsmyndavélum líkt og gert hef- ur verið í London og stemma stigu við ólöglegri vopnasölu. Yfirvöld biðja um hjálp í gengjastríðinu  Stjórnvöld leita ráða hjá almenningi í baráttunni gegn glæpahópum í Kaupmannahöfn  Ekkert lát á átökunum Í HNOTSKURN » Átök glæpagengjannahafa kostað alls sjö manns lífið auk þess sem 60 hafa særst. » Í hópi særðra og látinnaeru vegfarendur sem reyndust einfaldlega vera á röngum stað á röngum tíma. » Í októbermánuði einumvoru alls gerðar níu skot- árásir í Kaupmannahöfn, m.a. í íbúðahverfum, borgarbúum til mikillar hrellingar. BÚIST er við að efnahagsmál verði í brennidepli í Asíuferð Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Ferðin hefst í dag með viðræðum við jap- anska ráðamenn í Tókýó. Obama ræðir m.a. við Yukio Hato- yama, nýjan forsætisráðherra Jap- ans og leiðtoga Lýðræðisflokksins sem komst til valda í september þeg- ar hann sigraði Frjálslynda lýðræð- isflokkinn, sem hafði verið við völd í landinu næstum óslitið í rúma hálfa öld. Lýðræðisflokkurinn gagnrýndi Bandaríkin í kosningabaráttunni og boðaði endurskoðun á ýmsum þátt- um í samstarfi ríkjanna í öryggis- málum. Hatoyama og Obama hafa sagt að þeir ætli að staðfesta áform um að efla tvíhliða tengsl ríkjanna. Banda- rískir embættismenn hafa þó haft áhyggjur af yfirlýsingum leiðtoga Lýðræðisflokksins sem hétu auknu sjálfstæði frá Bandaríkjunum og sögðust ætla að endurskoða samning ríkjanna um að flytja bandaríska herstöð á nýjan stað á Okinawa-eyju. Samningurinn hefur mætt mikilli andstöðu á eyjunni. Nýja stjórnin vill einnig endurskoða samning um stöðu bandaríska herliðsins í Japan, en hann kveður m.a. á um að ekki sé hægt að saksækja bandaríska her- menn þar í landi. Eftir Japansheimsóknina hyggst Obama ræða við leiðtoga aðildaríkja APEC, efnahagssamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja, í Singapúr áður en hann heldur til Sjanghæ og Peking. bogi@mbl.is Vilja að Japan verði óháðara Bandaríkjunum 1 1 Heimild: Bandaríska forsetaembættið ASÍUFERÐ OBAMA JAPAN 13.-14. nóv. Yukio Hatoyama forsætisráðherra Akihito keisari S-KÓREA 18.-19. nóv. Lee Myung-bak forseti Rætt við bandar. hermenn APEC ASEAN Bæði KÍNA Sjanghæ 15.-16. nóv. Peking 16.-18. nóv. Hu Jintao forseti Wen Jiabao forsætisr. Kínamúrinn skoðaður Tókýó Seúl Sjanghæ Peking K Í N A J A P A N REAÓK-S S IN AP RP Kyrrahaf Suður- Kínahaf Barack Obama 2 3 4 5 SINGAPÚR 14.-15. nóv. Leiðtogafundur APEC Forsætisráðherra Singapúr Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands S.B. Yudhoyono, forseti Indónesíu Leiðtogar ASEAN Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær í fyrstu opinberu ferð sína til Asíu. Obama fer til fimm borga í fjórum löndum á átta dögum. Hann heimsækir fyrst Japan og ræðir við þarlenda ráðamenn í dag. 2 3 4 5 Líklegt er að viðskipti og mann- réttindamál verði efst á baugi þeg- ar Barack Obama ræðir við kín- verska ráðamenn. Kínversk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir brot á mannrétt- indum og samtökin Human Rights Watch skýrðu frá því í gær að í landinu væru starfræktar ólögleg- ar fangabúðir þar sem fólki væri haldið mánuðum saman án dóms og laga. Fangabúðirnar eru kallaðar „svörtu fangelsin“ og eru í rík- isreknum hótelum, hjúkr- unarheimilum eða geðsjúkra- húsum í Peking. Á meðal fanganna er venjulegt fólk sem fór til höfuð- borgarinnar til að kvarta yfir órétti sem það hefði verið beitt. Stjórn Kína sökuð um að reka ólögleg fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.