Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
DMÍTRÍ Medvedev, forseti Rússlands, hvatti til
róttækra breytinga á hagkerfi landsins í stefnu-
ræðu sem hann flutti í gær. Hann gagnrýndi með-
al annars risastór ríkisfyrirtæki, sem stofnuð voru
í forsetatíð forvera hans, Vladímírs Pútíns, og
sagði að þau ættu sér „enga framtíð“. Í stað
„frumstæðs hagkerfis“, sem byggðist að mestu á
hráefnaframleiðslu, einkum olíu- og gasvinnslu,
þyrfti að byggja upp nútímalegt hagkerfi með
auknum fjárfestingum í hátækni. Til að Rússland
gæti haldið velli efnahagslega þyrfti að ráðast
strax í endurnýjun sem byggðist á lýðræðislegum
stofnunum.
„Í stað úrelts samfélags, þar sem leiðtogar
til flokks Pútíns, Sameinaðs Rússlands, sem ræð-
ur lögum og lofum í landinu.
Forsetinn dró upp svarta mynd af stöðu efna-
hagsins og ýmislegt í ræðunni þótti fela í sér
óbeina gagnrýni á stefnu Pútíns sem gegnir nú
embætti forsætisráðherra. Medvedev er í mun að
sýna að hann sé ekki taglhnýtingur Pútíns.
Forsetinn gekk þó ekki langt í gagnrýni á for-
vera sinn. Þótt hann lofaði að efla lýðræðislegar
stofnanir tók hann fram að hindra þyrfti hvers
konar tilraunir til að spilla pólitíska stöðugleik-
anum í Rússlandi með „lýðræðislegum vígorðum“.
„Frelsinu fylgir ábyrgð og ég vona að allir skilji
það,“ sagði hann. bogi@mbl.is
Í HNOTSKURN
» Medvedev sagði í stefnu-ræðu sinni að hætta væri á
að rúm milljón Rússa missti
atvinnuna ef ekki yrði stokkað
upp í hagkerfinu. „Við getum
ekki beðið lengur. Við þurfum
að ráðast í endurnýjun á öllum
grunni atvinnulífsins.“
» Forsetinn hvatti til aukinsgegnsæis í stjórnsýslunni
og sagði að skera þyrfti upp
herör gegn spillingu.
Medvedev boðar róttækar umbætur
Forsetinn lofar að efla lýðræðislegar stofnanir í Rússlandi Gagnrýnir risa-
ríkisfyrirtæki sem stofnuð voru í forsetatíð Pútíns Áhersla verði lögð á hátækni
hugsa og ákveða fyrir alla, ætt-
um við að byggja upp samfélag
skynsamra, frjálsra og
ábyrgra manna,“ sagði forset-
inn.
Óbein gagnrýni á Pútín
Dmítrí Medvedev kvaðst
einnig ætla að beita sér fyrir
pólitískum umbótum til að efla
lýðræðislegar stofnanir og auka
aðgang stjórnarandstöðuflokka að völdunum „All-
ir eru jafnir fyrir lögunum, líka stjórnarflokkurinn
og stjórnarandstaðan,“ sagði hann og skírskotaði
Dmítrí Medvedev
JAPANAR taka þátt í hátíðahöldum í Tókýó í tilefni af
því að 20 ár eru liðin síðan Akihito varð Japanskeisari.
Akihito sagði í tilefni af afmælinu að hann hefði mestar
áhyggjur af því að komandi kynslóðir gleymdu fortíð
þjóðarinnar. Hann skírskotaði m.a. til árása Japana á
grannríki í síðari heimsstyrjöldinni og sagði að mikil-
vægt væri að landsmenn lærðu af sögunni og byggðu
upp Japan sem aðrar þjóðir gætu treyst.
Reuters
ÓTTAST MEST AÐ FORTÍÐIN GLEYMIST
Kaupmannahöfn. AFP. | Dönsk yfirvöld
hafa viðurkennt að lögreglunni í
Kaupmannahöfn hafi lítið orðið
ágengt í baráttunni gegn glæpa-
gengjum sem hafa borist á bana-
spjót í rúmt ár. Þrátt fyrir daglegar
eftirlitsferðir lögreglumanna og
áhlaup á bækistöðvar gengjanna
hefur ekkert dregið úr skot- og
sprengjuárásum þeirra.
Gengjastríð eru ekki ný af nálinni
í Danmörku og skemmst er að minn-
ast blóðugra átaka á síðasta áratug
milli félaga í Vítisenglum og Bandi-
dos. Átökin núna eru á milli Vítis-
engla, eða stuðningsfélags þeirra,
AK81, og innflytjendagengja sem
hafa barist um yfirráð yfir fíkniefna-
sölu í borginni eftir að sala á hassi
var stöðvuð í fríríkinu Kristjaníu.
„Ég bið alla um aðstoð og góð
ráð,“ sagði Brian Mikkelsen, dóms-
málaráðherra Danmerkur, sem
skoraði á almenning að leggja fram
tillögur um hvernig hægt væri að
binda enda á átökin.
Ráðherrann sagði að gengja-
stríðið nú væri mannskæðara en
átökin á síðasta áratug og það væri
„aðeins á færi samfélagsins“ að
binda enda á blóðsúthellingarnar.
Að sögn Mikkelsens hafa nú þegar
rúmlega 300 Danir orðið við beiðni
hans og sent honum í tölvupósti
ábendingar um hvernig stöðva megi
átökin.
Bandaríkjamenn bjóða aðstoð
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa
einnig boðið aðstoð sína. „Við höfum
öðlast allmikla þekkingu á því að
takast á við glæpagengi. Og ef við
getum boðið einhverja hjálp eða
þjálfun sem gæti komið að gagni þá
gerum við það með glöðu geði,“
sagði Janet Napolitano, heima-
varnaráðherra Bandaríkjanna, eftir
fund með Mikkelsen í Kaupmanna-
höfn.
Átökin hófust í ágúst á síðasta ári
þegar vopnaður maður af tyrk-
neskum uppruna var líflátinn á götu
úti. Hann varð fyrir 25 byssukúlum í
árás félaga í AK81, stuðningsfélagi
Vítisengla.
Per Larsen, yfirmaður dönsku
lögreglunnar, hefur viðurkennt að
lögreglan ráði ekki við vandamálið.
Hann segir það í raun „kraftaverk“
að stríðið hafi ekki kostað fleiri lífið.
Hann tekur þó fram að lögreglan
hafi síður en svo gefist upp í barátt-
unni við glæpagengin og að því fari
fjarri að Kaupmannahöfn líkist
Chicago á bannárunum á fjórða ára-
tug síðustu aldar þegar sprúttsalinn
Al Capone og mafíuflokkar hans
skutu mann og annan.
Nýleg skoðanakönnun bendir til
þess að 80% Dana telji að lögreglan
fái ekki við neitt ráðið í baráttunni
gegn gengjunum og henni takist
ekki að binda enda á átökin á næstu
mánuðum. Margir Danir óttast um
eigið öryggi vegna stríðsins.
Sumir borgarbúar telja að besta
ráðið við átökunum sé að koma upp
eftirlitsmyndavélum líkt og gert hef-
ur verið í London og stemma stigu
við ólöglegri vopnasölu.
Yfirvöld biðja um
hjálp í gengjastríðinu
Stjórnvöld leita ráða hjá almenningi í baráttunni gegn
glæpahópum í Kaupmannahöfn Ekkert lát á átökunum
Í HNOTSKURN
» Átök glæpagengjannahafa kostað alls sjö manns
lífið auk þess sem 60 hafa
særst.
» Í hópi særðra og látinnaeru vegfarendur sem
reyndust einfaldlega vera á
röngum stað á röngum tíma.
» Í októbermánuði einumvoru alls gerðar níu skot-
árásir í Kaupmannahöfn, m.a.
í íbúðahverfum, borgarbúum
til mikillar hrellingar.
BÚIST er við að efnahagsmál verði í
brennidepli í Asíuferð Baracks
Obama Bandaríkjaforseta. Ferðin
hefst í dag með viðræðum við jap-
anska ráðamenn í Tókýó.
Obama ræðir m.a. við Yukio Hato-
yama, nýjan forsætisráðherra Jap-
ans og leiðtoga Lýðræðisflokksins
sem komst til valda í september þeg-
ar hann sigraði Frjálslynda lýðræð-
isflokkinn, sem hafði verið við völd í
landinu næstum óslitið í rúma hálfa
öld. Lýðræðisflokkurinn gagnrýndi
Bandaríkin í kosningabaráttunni og
boðaði endurskoðun á ýmsum þátt-
um í samstarfi ríkjanna í öryggis-
málum.
Hatoyama og Obama hafa sagt að
þeir ætli að staðfesta áform um að
efla tvíhliða tengsl ríkjanna. Banda-
rískir embættismenn hafa þó haft
áhyggjur af yfirlýsingum leiðtoga
Lýðræðisflokksins sem hétu auknu
sjálfstæði frá Bandaríkjunum og
sögðust ætla að endurskoða samning
ríkjanna um að flytja bandaríska
herstöð á nýjan stað á Okinawa-eyju.
Samningurinn hefur mætt mikilli
andstöðu á eyjunni. Nýja stjórnin
vill einnig endurskoða samning um
stöðu bandaríska herliðsins í Japan,
en hann kveður m.a. á um að ekki sé
hægt að saksækja bandaríska her-
menn þar í landi.
Eftir Japansheimsóknina hyggst
Obama ræða við leiðtoga aðildaríkja
APEC, efnahagssamtaka Asíu- og
Kyrrahafsríkja, í Singapúr áður en
hann heldur til Sjanghæ og Peking.
bogi@mbl.is
Vilja að Japan
verði óháðara
Bandaríkjunum
1
1
Heimild: Bandaríska forsetaembættið
ASÍUFERÐ OBAMA
JAPAN 13.-14. nóv.
Yukio Hatoyama
forsætisráðherra
Akihito keisari
S-KÓREA 18.-19. nóv.
Lee Myung-bak
forseti
Rætt við bandar.
hermenn
APEC ASEAN Bæði
KÍNA
Sjanghæ 15.-16. nóv.
Peking 16.-18. nóv.
Hu Jintao forseti
Wen Jiabao forsætisr.
Kínamúrinn skoðaður
Tókýó
Seúl
Sjanghæ
Peking
K Í N A
J A P A N
REAÓK-S
S IN AP RP
Kyrrahaf
Suður-
Kínahaf
Barack
Obama
2
3
4
5
SINGAPÚR
14.-15. nóv.
Leiðtogafundur APEC
Forsætisráðherra
Singapúr
Dmítrí Medvedev,
forseti Rússlands
S.B. Yudhoyono,
forseti Indónesíu
Leiðtogar ASEAN
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær í
fyrstu opinberu ferð sína til Asíu. Obama fer til fimm
borga í fjórum löndum á átta dögum. Hann heimsækir
fyrst Japan og ræðir við þarlenda ráðamenn í dag.
2
3
4
5
Líklegt er að viðskipti og mann-
réttindamál verði efst á baugi þeg-
ar Barack Obama ræðir við kín-
verska ráðamenn.
Kínversk stjórnvöld hafa sætt
gagnrýni fyrir brot á mannrétt-
indum og samtökin Human Rights
Watch skýrðu frá því í gær að í
landinu væru starfræktar ólögleg-
ar fangabúðir þar sem fólki væri
haldið mánuðum saman án dóms
og laga.
Fangabúðirnar eru kallaðar
„svörtu fangelsin“ og eru í rík-
isreknum hótelum, hjúkr-
unarheimilum eða geðsjúkra-
húsum í Peking. Á meðal fanganna
er venjulegt fólk sem fór til höfuð-
borgarinnar til að kvarta yfir órétti
sem það hefði verið beitt.
Stjórn Kína sökuð um að reka ólögleg fangelsi