Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Fremstir í atvinnufasteignum :: 590 7600
Þorlákur Ó. Einarsson Þórhildur Sandholt
lögg. fasteignasali lögfr. og lögg. fast.sali
storeign.is Fax 535 1009
Fasteignasala • Atvinnuhúsnæði • Skúlatún 2 • 105 Rvk
Suðurlandsbraut
Stóreign 590-7606 kynnir til leigu
glæsilega 346 fermetra penthouse
skrifstofuhæð við Suðurlandsbraut
í Reykjavík. Húsnæðið skiptist í mót-
töku, fundarherbergi, þrjár lokaðar
skrifstofur stúkaðar af með glerveggj-
um og opnu skrifstofurými. Kaffiað-
staða er fyrir starfsfólk með eldhús
aðstöðu. Húsnæðið er nýlega endurinnréttað allt með vönduðum innrétt-
ingum. Gólfefni eru parket. Glæsilegt útsýni er úr öllu rýmum. Möguleiki
er á að leigja allt að 700 fermetra í húsinu.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Stóreignar 590 7606
eða brandur@storeign.is
ALDREI fyrr hefur
mannkynið staðið
frammi fyrir viðlíka
ógn og það hefur kall-
að yfir sig með iðn-
væðingu í krafti jarð-
efnaeldsneytis.
Loftslagsbreytingar af
völdum mengunar með
gróðurhúsalofti eiga
aðeins eftir að stig-
magnast verði ekki
brugðist við hér og nú. Á al-
þjóðaráðstefnunni í Kaupmanna-
höfn í desember ræðst hvort sam-
komulag tekst um nýjan og
bindandi samning í stað Kýótóbók-
unarinnar. „Það er erfiðasta stjórn-
málaþraut sem heimurinn hefur séð
til þessa,“ sagði Gordon Brown, for-
sætisráðherra Breta, 19. október
síðastliðinn og bætti við að lausn
hennar kallaði á endurhönnun heilu
efnahagskerfanna. Stjórn-
málaleiðtogar um allan heim sitja
nú yfir þessum Gordíonshnút, sem
flestir vildu til skamms tíma sem
minnst vita af og sumir afneituðu.
Hrikalegar afleiðingar
aðgerðaleysis
Viðfangsefnið er í bili komið úr
höndum vísindanefndar Sameinuðu
þjóðanna IPCC og á borð stjórn-
málamanna. Víða um heim hafa sér-
fræðinga- og þingmannanefndir set-
ið yfir mengunardæminu sem
notkun jarðefnaeldsneytis hefur
kallað yfir heiminn frá því í árdaga
iðnvæðingar og vindur nú æ hraðar
upp á sig. David Miliband utanrík-
isráðherra Breta opnaði heimskort í
Science Museum í London 22. októ-
ber sl. sem sýnir afleiðingar að-
gerðaleysis að hálfri öld liðinni.
Kortið er byggt m.a. á mati vísinda-
manna hjá Hadley Centre og gerir
ráð fyrir 4°C hækkun meðalhita á
jörðinni árið 2060, tvöfalt hærri tölu
en talið hefur verið hámark þess
sem unnt væri að búa við án þess
að allt fari úr böndum í vistkerfum
jarðar og á sjávarströndum. En
kortið sýnir líka langtum hærra
hitastig yfir þurrlendi en hafinu og
mest á norðurslóðum þar sem með-
alhitinn gæti farið í 15 til 16°C.
Slíkar rökstuddar dómsdagstölur
hafa ekki áður sést og afleiðing-
arnar fyrir vistkerfi, fæðuöflun og
stöðu sjávar eru að sama skapi ógn-
vænlegar.
Ástralar burt frá
ströndinni
Aðvörunarhróp var
að berast frá ástralsk-
ri þingnefnd sem flutti
löndum sínum þann
boðskap að brátt væri
tími bygginga með
ströndum fram úti og
menn yrðu að færa sig
upp í landið frá hækk-
andi sjávarborði og
brimsköflum. Strend-
ur Ástralíu hafa sem
víðar haft sérstakt aðdráttarafl fyr-
ir húseigendur og yfir 700 þúsund
slíkar fasteignir eru nú taldar neð-
an við 20 feta hæð frá fjöruborði. Í
bænum Byron Bay í Nýja Suður-
Wales hefur borgarstjórnin lagst
gegn því að eigendur fasteigna
byggi varnir og sandpokavirki sjáv-
armegin, heldur verði náttúran að
hafa sinn gang. Þetta segir þing-
nefndin að þurfi ef til vill að lög-
leiða, m.a. í ljósi afar flókinna
tryggingaákvæða og ábyrgð-
arreglna sem tengist loftslagsbreyt-
ingum. Eftir valdatöku ástralska
Verkamannaflokksins í kjölfar síð-
ustu kosninga reyna þarlend stjórn-
völd nú að vinna gegn losun gróð-
urhúslofts en mæta harðri andstöðu
samtaka iðnaðarins og hægri-
manna, sem í stjórnartíð sinni
stungu hausnum í sandinn.
Þrengir að skógum
og landbúnaði
Afleiðingar loftslagsbreytinganna
eru altækar og þótt þær bitni mis-
jafnlega hart á einstökum svæðum
fyrst um sinn getur enginn hrósað
happi til langframa. Eitt af því sem
lagt verður fyrir ráðstefnuna í
Kaupmannahöfn varðar aðgerðir til
að stöðva frekari eyðingu regn-
skóga, m.a. með fjárframlögum til
þeirra sem telja sig hafa hag af
harðviðarsölu eða akuryrkju. Þar
kemur pálmaolía mikið við sögu en
notkun hennar í fjölmargar iðn-
aðarvörur og matvælagerð hefur
farið sívaxandi. Er sú eftirspurn
ekki síst ástæða þess að regn-
skógar eru brenndir í stórum stíl til
að rækta í staðinn olíupálma en við
það hverfur öflug kolefnisbinding
skóganna. – Í kjölfar hlýnunar
breytist ræktarland í ördeyðu og
eyðimerkur og að sama skapi dreg-
ur úr matvælaframleiðslu á heims-
vísu og aðgangur að ferskvatni
minnkar. Jafnframt verður röskun
og tilfærsla á hafstraumum og vist-
kerfum sjávar, sem þegar er farin
að segja til sín hér við land og haft
getur ófyrirsjáanlegar afleiðingar í
för með sér. – Nýverið hvatti
Nicholas Stern, fyrrverandi aðal-
hagfræðingur Alþjóðabankans og
höfundur þekktrar skýrslu, almenn-
ing til að snúa sér að grænmeti í
stað kjöts af tillitssemi við lofts-
lagið. Rökin eru þau að metan-
losun frá nautgripum og svínum er
gífurleg og talið að slík losun frá
húsdýrum valdi á heildina litið um
fimmtungi hlýnunar.
Ábyrgðin er iðnríkjanna
Iðnríkin viðurkenndu þegar árið
1995 að þeirra væri ábyrgðin á
loftslagsbreytingum af mannavöld-
um. Nú er hins vegar svo komið
vegna stórstígrar iðnvæðingar
margra þróunarlanda með Kína í
farabroddi að einnig þau þurfa nú
að axla ábyrgð af sívaxandi mengun
andrúmsloftsins og hægja um leið á
efnahagsvexti. Það gerist hins veg-
ar ekki nema til komi fjár-
skuldbindingar og stuðningur af
hálfu ríkra þjóða og um þann pakka
deila þróuðu ríkin nú innbyrðis.
Mest óvissa er um hlut Bandaríkj-
anna því að án framlags þeirra
jafnt í niðurskurði í losun sem og
fjárframlögum verður ekkert bita-
stætt samkomulag í Kaupmanna-
höfn. Framhaldið verður prófsteinn
á markaðshagkerfið og getu al-
þjóðasamfélagsins til að snúa af
þeirri braut sem æ fleiri sjá nú að
snýst um örlög siðmenningar og til-
vist mannkyns.
Prófsteinn á
markaðshagkerfið
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Stjórnmálaleiðtogar
um allan heim sitja
nú yfir þessum Gor-
díonshnút sem flestir
vildu til skamms tíma
sem minnst vita af og
sumir afneituðu.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
FAGLEG vinnu-
brögð við viðhald bíla
verður sífellt brýnna
þegar bílaflotinn eldist
m.a.vegna samdráttar
í sölu nýrra bifreiða.
Því miður hafa alltof
margir, bæði hér á
landi sem og erlendis,
brennt sig illa á að láta
aðila sem ekki hafa
réttu tækin eða réttu
kunnáttuna til að gera við bíla sína í
þeim tilgangi að spara.
Fólk fer með bílinn sinn til aðila
sem auglýsa sig oft á netinu eða í
smáauglýsingum og bjóða „ódýrar“
viðgerðir á bílum. Oftast er um
svarta starfsemi að ræða og án allr-
ar ábyrgðar. Þegar upp er staðið
verður viðgerðin margfalt dýrari en
ella hefði orðið.
Ástæðan er að þeir sem á bak við
slíkar auglýsingar standa eru oftast
ófullkomin bílskúrsfyrirtæki og
kunnátta þeirra og tæki sömuleiðis.
Þar eru oft að störfum menn með af-
ar takmarkaða þekkingu, tæki og
tól. Og oftar en ekki ræður þetta fólk
ekki við hinn mikla margbreytileika,
sem er í útbúnaði og gerð hinna fjöl-
mörgu bifreiðategunda, er á mark-
aðnum eru.
Þekkingu, tæki og tækni vantar
oftast í þessum tilfellum til þess að
tryggja öryggi og endingu bifreið-
arinnar svo að lagfært verði það sem
lagfæra verður.
Af þessu hlýst oft, því miður, stór-
tjón og endanlegur viðgerðarkostn-
aður margfaldast.
Fjölmörg dæmi eru um að ein-
staklingar hafa komið með bíla sína
á viðurkennt verkstæði eftir að hafa
verið með þá í höndunum á fúsk-
urum. Tjónið og kostnaðurinn er þá
orðinn miklu meiri en hann annars
hefði þurft að vera, ef viðkomandi
bíleigandi hefði snúið
sér strax til faglegs
verkstæðis, sem búið
var viðeigandi tækni-
búnaði og kunnáttu.
Bílar í dag eru mjög
tæknilegir og búnir
ýmsum tölvubúnaði,
sem auðvelt er að eyði-
leggja með röngum
vinnubrögðum og því
miður eru fjölmörg
dæmi þar um. Þetta á
ekki bara við um flókn-
ar viðgerðir þar sem flestir hlutar
bílsins eru tengdir við margbrotið
tölvukerfi bifreiðarinnar, sem auð-
velt er að skemma með röngum
vinnubrögðum.
Sérstaklega er rétt að benda fólki
á að allt sem lýtur að stýris- og
bremsubúnaði snýr beint að öryggi
ökumanns, farþega sem og annarra
vegfarenda. Það ætti því alls ekki –
undir neinum kringumstæðum – að
láta fúskara með lélegan tækjakost
eiga við slíkan búnað. – Það er lífs-
hættulegt!
Ekki dettur nokkrum manni í hug
að láta bifvélavirkja gera við tenn-
urnar í barninu sínu, – því síður að
framkvæma inngrip inn í flóknari
innri líffæri líkamans. Það sama á
auðvitað við um viðhald fjöl-
skyldubílsins þegar kemur að örygg-
isatriðum bílsins, þar sem skilið get-
ur á milli feigs og ófeigs.
Fúsk í bílavið-
gerðum er bæði
dýrt og hættulegt
Eftir Özur
Lárusson
Özur Lárusson
» Fólk fer með bílinn
sinn til aðila sem
auglýsa sig oft á netinu
eða í smáauglýsingum
og bjóða „ódýrar“ við-
gerðir á bílum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins.
ÞAÐ ERU erfiðir tímar, skorið
niður og sparað. Flestir skilja nauð-
syn þess og eru tilbúnir að leggja
sitt af mörkum. Rætt er um flatan
niðurskurð á flestum sviðum, en er
það sú leið sem fólkið í landinu vill
fara? Viljum við skera niður í heilsu-
gæslu og ungbarnaeftirliti; viljum
við láta skera niður krabbameins-
lækningar eða rými fyrir aldraða
með heilabilun svo nokkuð sé nefnt?
Flestir Íslendingar vilja alls ekki
láta skera niður sjúkrahús, mennta-
stofnanir eða stuðning við þá sem
þurfa á hjálp að halda og geta ekki
bjargað sér sjálfir. Þetta er sú
grunnþjónusta sem við Íslendingar
höfum stolt byggt upp á síðustu öld.
En hvers konar þjóðfélag viljum við
nú hafa? Það er staðreynd að við
þurfum að spara og þá skulum við
byrja á að skera niður dauða hluti en
láta lifandi fólk og sjúklinga í friði.
Við erum að tala um börnin okkar,
foreldra og hugsanlegt er að við sjálf
þurfum skyndilega á aðstoð að halda
og viljum svo sannarlega að hún sé
til staðar.
Það eru hópar í þjóðfélaginu sem
eiga sér fáa eða enga málsvara.
Hver hlustar t.d. á drukkinn mann,
hver er málsvari húsmóður í vest-
urbænum sem er að drekka sig í hel?
Hver tekur að sér dauðsjúkan vímu-
efnafíkil sem þarf bráðaaðstoð?
Alkóhólistar eiga sér a.m.k. einn
tryggan málsvara, SÁÁ.
Það á að spara með því að draga
úr þjónustu við áfengis- og vímu-
efnasjúklinga, en hvað sparast?
Heilsuhagfræðingar hafa lengi vitað
að áfengismeðferð sparar þjóðfélag-
inu gríðarlega mikla fjármuni. Í
Bandaríkjunum birtist fyrir mörg-
um árum skýrsla sem sýndi fram á,
að fyrir hverja krónu sem sett er í
meðferð þá sparast 6 krónur. Þarna
var framreiknaður kostnaður eins
og komur á bráðamóttökur sjúkra-
húsa, skemmdarverk, afbrot, fang-
elsi ofl. Heilsuhagfræðingar hafa
einnig reiknað út að 35 ára gamall
maður sem fer í meðferð og snýr aft-
ur til vinnu nær að greiða fyrir með-
ferð 16-40 annarra einstaklinga með
sköttum sínum.
En málið snýst ekki bara um
krónur og aura, heldur líka um vel-
ferð okkar og lífsgæði. Gríðarlegt
álag og streita getur fylgt áfengis-
og vímuefnasjúkdómnum fyrir fjöl-
skyldur landsins þegar ekki fæst
viðeigandi aðstoð. Hvernig metum
við það böl til fjár? Það hafa farið í
meðferð hjá SÁÁ yfir 20.000 Íslend-
ingar og meirihluti þessa fólks er við
góða heilsu í dag. Aðsókn og þörf á
meðferð er ekki að breytast og ef
skera á niður framlög til sjúkrahúss-
ins Vogs verður þetta ekki hægt.
Það er búið að skera það mikið síð-
ustu misserin á Vogi að nú að
óbreyttu er bara hægt að draga úr
þjónustu. Það er sannfæring okkar
að þetta er ekki það sem fólkið í
landinu vill.
Hver hlustar á drukkinn mann?
Eftir Guðbjörn Björnsson, Ing-
unni Hansdóttur og Magnús
Einarsson
» Við erum að tala um
börnin okkar, for-
eldra og hugsanlegt er
að við sjálf þurfum
skyndilega á aðstoð að
halda og viljum að hún
sé til staðar.
Guðbjörn Björnsson
Guðbjörn er læknir á sjúkrahúsinu
Vogi, Ingunn er sálfræðingur hjá
SÁÁ, Magnús er áfengis- og vímu-
efnaráðgjafi hjá SÁÁ.
Magnús EinarssonIngunn Hansdóttir