Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
ENN á ný hefur
ágreiningur um fram-
kvæmd skýrslutöku af
börnum í kynferð-
isbrotamálum orðið til-
efni til orðaskipta í
fjölmiðlum. Þessi
ágreiningur hefur
staðið í réttan áratug
eða frá því að frum-
skýrslutaka af börnum
í þessum málaflokki
var gerð að sérstakri dómsathöfn
með lagabreytingu árið 1999. Þá
þegar hafði Barnahúsi verið komið á
fót, en aðaltilgangurinn með stofnun
þess var að skapa umhverfi sem
væri hagfellt börnum til skýrslu-
töku í þessum viðkvæmu málum,
ásamt því að framkvæma lækn-
isskoðun og að veita börnunum
meðferð vegna ofbeldisins sem þau
hafa sætt. Lagabreytingin árið 1999
fól í sér að dómara er gert að
ákveða hvar skýrslutaka af barni
fer fram. Við þá framkvæmd hefur
skapast viss hefð: flestir dómarar í
landinu færa sér í nyt þá barnvæn-
legu aðstöðu sem stendur til boða í
Barnahúsi, ásamt liðsinni sérfræð-
inga sem þar starfa og hafa háskóla-
menntun á sviði þroska barna og
eru sérþjálfaðir í rannsókn-
arviðtölum við börn. Hins vegar hef-
ur einn dómstóll landsins, Héraðs-
dómur Reykjavíkur, valið að nýta
sér ekki Barnahúsið.
Aðeins eitt barn í Barnahús
Þeirri fortakslausu reglu Héraðs-
dómsins að sniðganga Barnahús var
komið á árið 2003 þegar dóm-
aravakt í þessum málum var aflögð
og tveim dómurum falin fram-
kvæmdin að mestu leyti. Síðan hafa
dómarar í Reykjavík aðeins talið
ástæðu til að nota Barnahúsið í einu
tilviki. Í því tilviki hafði forsjáraðili
barns krafist þess að skýrslutakan
færi fram í Barnahúsi en önnur
dæmi eru ekki um að farið hafi ver-
ið að vilja foreldra í þessum efnum.
Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur
jafnan óskað eftir að skýrslutökur
færu fram í Barnahúsinu en þær
óskir hafa ekki náð fram að ganga.
Ætla má að á þessu tímabili hafi
verið teknar skýrslur
af um 150 börnum í
húsnæði héraðsdóm-
stólsins, þ.m.t. mjög
ungum börnum, allt
niður í fjögurra ára,
sumum með þroska-
frávik eða aðrar sér-
þarfir. Þetta sýnir að
ekki er lagt mat á það í
hverju tilviki fyrir sig
hvað barni er fyrir
bestu eins og ber að
gera samkvæmt
ákvæðum Barnasátt-
mála SÞ, svo og þeirri meginreglu í
mannréttindamálum að ein-
staklingur eigi rétt á sérstöku og
einstaklingsbundnu mati þegar op-
inberar stofnanir taka ákvarðanir er
þá varða.
„Skiptir ekki máli“?
Helgi Jónsson, dómsstjóri Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, á heiður skil-
ið fyrir að vera jafnan reiðubúinn til
skoðanaskipta um þessi málefni. Í
viðtali við Morgunblaðið þann 6.
nóvember sl. segir hann það einfald-
lega „ekki skipta máli“ hvar
skýrslutaka fari fram heldur frekar
hvernig að henni sé staðið. Þá er
staðhæft í viðtalinu að leitað sé lið-
sinnis sérfræðinga Barnahúss til að
taka skýrslur af börnum í Héraðs-
dómi þegar um ung börn er að
ræða. Þetta er á misskilningi byggt,
það heyrir til undantekninga að leit-
að sé til sérfræðinga Barnahúss til
að annast skýrslutökuna í Héraðs-
dómnum en undanfarin ár hefur það
gerst að jafnaði í um einu tilviki á
ári. Alvarlegasti misskilningurinn er
hins vegar sá að það skipti engu
máli hvort skýrsla er tekin af barni
við barnvænlegar aðstæður eða
ekki. Fjölmargar rannsóknir sýna
að líðan barns getur haft úr-
slitaáhrif á getu þess til tjáningar á
erfiðri lífsreynslu og að umhverfi
hagfellt barni getur þar skipt sköp-
um. Þetta er ástæða þess að í at-
hugasemdum með nýjum samningi
Evrópuráðsins um vernd barna
gegn kynferðisofbeldi eru íslenska
Barnahúsinu gerð sérstök skil.
Reykjanesdómurinn
Ég hef haldið fram því sjónarmiði
að nýlegur dómur Héraðsdóms
Reykjaness, þar sem faðir var sak-
felldur fyrir kynferðisbrot gegn
barnungri dóttur sinn og staðfestur
var í Hæstarétti með refsiþyngingu,
hafi verið án fordæma á Íslandi.
Ljóst er að tjáning barnsins við
skýrslutöku réð þar úrslitum, tján-
ing sem var að takmörkuðu leyti
munnleg, en fékkst fram með ein-
stöku þolgæði sérfræðinga, þekk-
ingu og hæfni og í aðstæðum sem
veittu barninu öryggi og góða líðan.
Helgi Jónsson andmælir þessu og
heldur því fram í fyrrnefndu viðtali
að í dómsniðurstöðunni sé „stuðst
við ýmislegt annað en það sem fram
kom í yfirheyrslunni í Barnahúsi“.
Helgi nefnir þar til sögunnar fram-
burð ömmu barnsins, fósturfor-
eldra, forstöðumanns Barnahúss og
tveggja sálfræðinga. Þótt fallast
megi á það með Helga að fram-
burður þessara aðila hafi vissulega
haft þýðingu í málinu þá lýtur hann
fyrst og fremst að ætluðum afleið-
ingum kynferðisofbeldisins á líðan
og hegðun barnsins, en færir ekki
fram sönnur á hvers konar kyn-
ferðisofbeldi barnið varð fyrir eða af
hvers völdum. Engin fordæmi eru
fyrir því að vitnisburður af þessu
tagi hafi einn og sér, gegn eindreg-
inni neitun sakbornings, dugað til
sakfellingar án þess að fyrir liggi
skýr frásögn barns. Þess vegna
blasir við að tjáning barnsins var
lykillinn að því að málið hlaut fram-
gang í réttarvörslukerfinu eins og
raunar oftast á við þegar önnur bein
sönnunargögn skortir.
Með vísun til þess sem hér hefur
verið rakið skora ég á Héraðsdóm
Reykjavíkur að endurskoða hinar
ómálefnalegu starfsreglur sínar við
skýrslutökur á ungum börnum í
kynferðisbrotamálum.
Lítil börn – lítil mannréttindi?
Eftir Braga
Guðbrandsson »Hin fortakslausa
regla Héraðsdóms
að yfirheyra börn án til-
lits til aldurs og þroska í
eigin húsnæði í stað
Barnahúss er andstæð
rétti barnsins
Bragi Guðbrandsson
Höfundur er forstjóri
Barnaverndarstofu.
Í GREIN sem
varaformaður sjávar-
útvegs- og landbún-
aðarnefndar Alþingis,
Ólína Þorvarðardóttir
ritar í Morgunblaðið
29. október er farið
mikinn, hvort sem
fjallað er um líf-
fræðilegan hluta fisk-
veiðistjórnunarkerf-
isins eða þann
hagræna. Nauðsynlegt er að leið-
rétta augljós rangindi, sem annað
hvort eru sett fram af vankunn-
áttu eða vondum hug.
Ólína talar um að „skapaður“
hafi verið skortur á leigukvóta til
að þrýsta á stjórnvöld. Gerir þing-
maðurinn sér ekki grein fyrir að
einmitt þessi skortur á leigukvóta
undirstrikar virkni kvótakerfisins?
Með minnkandi aflaheimildum
þarf minni flota til að sækja það
sem er til úthlutunar.
Útgerðir nýta sínar
aflaheimildir betur og
því er lítið eftir til
leigu. Því detta fyrst
út kvótalitlir bátar.
Þessi leigukvóta-
skortur ætti að kæta
þá sem hafa harðast
gagnrýnt leigu á
kvóta. Hefur ekki Ól-
ína einmitt verið í
þeim flokki?
Þingmanninum
verður tíðrætt um
hvernig kvótakerfið hafi brugðist í
að byggja upp fiskistofna. Það er
engin furða enda var megintil-
gangur kvótakerfisins ekki sá. Því
var komið á til að auka arðsemi í
greininni og draga úr sóknargetu
flotans. Sóknargetu sem stjórn-
málamenn höfðu skapað með
gegndarlausum innflutningi á tog-
urum. Upp úr 1980 hafði tog-
araflotinn stækkað um rúmlega
hundrað togara og algert hrun
blasti við útgerðinni og reyndar
fiskistofnum líka. Svarta skýrsla
Hafró hafði komið út 1976 og Ís-
lendingar voru að átta sig á nauð-
syn þess að stunda ábyrgar sjálf-
bærar veiðar. Kvótakerfinu var
þvingað upp á útgerðarmenn og
þeir látnir bera ábyrgð á nið-
urskurði á fiskiskipaflotanum, en
fengu í staðinn nýtingarrétt auð-
lindarinnar.
Það er hollt að rifja það upp, að
árið 1981 veiddu Íslendingar 469
þúsund tonn af þorski. Nærri
fjórðungur af þessum afla endaði
á skreiðarhjöllum og var seldur
fyrir lágt verð til Nígeríu. Í þess-
ari miklu veiði var tap útgerð-
arinnar í sögulegu hámarki og
fiskveiðiarðurinn lítill sem enginn.
Í þessu samhengi verða menn að
skilja að kvótakerfið ræður ekki
veiðimagni, enda er sú ákvörðun
tekin pólitískt af ráðherra í sam-
ráði við vísindamenn Hafró.
Vankunnátta
eða slæmur hugur
Eftir Gunnar
Þórðarson
Gunnar Þórðarson
» Þessi leigukvóta-
skortur ætti að kæta
þá sem hafa harðast
gagnrýnt leigu á kvóta.
Höfundur er viðskiptafræðingur með
meistarapróf í alþjóðlegum við-
skiptum.
LOFSVERT er
það framtak Fram-
tíðarlandsins að boða
til þjóðfundar. Um
fimmtán hundruð
manns munu vinna í
hópum, skilgreina
vandamál þjóð-
arinnar, leita lausna,
kryfja til mergjar
lífsgildi okkar og
stjórnsýslu. Þessir
hópar munu leggja
fram hugmyndir er snerta flest
svið þjóðfélagsins. Allt þetta fólk
myndar þverskurð þjóðfélagsins;
er á öllum aldri og úr flestum
starfsgreinum – það mun skila sér
í árangri og gæðum þessarar
vinnu. Kraftur æskunnar og þor –
ásamt yfirsýn, reynslu og visku
hinna eldri, mun skila sér í raun-
hæfum hugmyndum sem öll þjóðin
getur fylkt sér um.
Jafn áríðandi og það er að finna
skjótar lausnir á brýnum vanda-
málum heimila og fyrirtækja er
ekki síður nauðsynlegt að horfa til
langrar framtíðar; tryggja þjóð-
inni fullkomið sjálfstæði og þar
með rétt til að slípa úrræðin til
eftir því sem reynsla kemur á þau
og leiðrétta stefnu þjóðarskút-
unnar ef vá er framundan.
Sjálfstæði getur þjóð glatað
með ýmsum hætti. Augljósast er
þegar ein þjóð beitir aðra vopna-
valdi. Það þekkjum við td. frá
heimsstyrjöldunum tveim á síð-
ustu öld. Einnig getur getur þjóð
orðið gjaldþrota og verið knésett
af td. lánardrottnum sem í raun
halda þá um stjórnartaumana með
eigin hagsmuni að leiðarljósi.
Dæmi um það má td. finna í Afr-
íku og Suður-Ameríku. Þá eru
þess dæmi að þjóð gefist upp á að
stjórna sér sjálf og gefi sig á vald
nágrannaþjóð í vonleysi og vantrú
á eigin getu. Nýfundnaland, á
austurströnd Norður-Ameríku,
fórnaði sjálfstæði sínu um miðja
síðustu öld og er nú fylki í stórrík-
inu Kanada.
Þjóðfundurinn tekur væntanlega
til umræðu þau mál sem nú ber
einna hæst í umræðunni um
stjórnmál á Íslandi, þ.e. Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn, Icesave og Evr-
ópusambandið – sem ríkistjórnin
sækir fast að koma Íslandi í. Öll
þessi mál þarf að skoða gagn-
rýnum augum með til-
liti til framtíðar – ekki
sem skyndilausn á
vandamálum dagsins í
dag.
Hér skal bent á
tvær athyglisverðar
blaðagreinar: „Icesave
fyrir dóm“ eftir
Magnús Óskarsson
lögfr., Mbl. 20.10.
2009, og „AGS og
Landspítalinn okkar“
eftir Gunnar Skúla Ármannsson
lækni, Mbl. 17.10. 2009 – þá síð-
arnefndu má einnig finna í greina-
safni á www.landsmenn.is
Þá kemur og til margháttuð
sérstaða Íslands, bæði viðskipta-
sambönd okkar, mikil fiskimið,
svo og að við erum vopnlaus þjóð.
Viljum við ganga í Evrópusam-
bandið sem stefnir að því að verða
herveldi og hefur skoðanir og af-
skipti langt út fyrir landamæri
sín?
Stjórnsýsla, lög og dómskerfi
verða sjálfsagt rædd og vonandi
ályktað að færa allt í það horf er
endurspeglar vilja og réttlæt-
iskennd þjóðarinnar. Samskipti
við aðrar þjóðir þarf einnig að
skoða. Sá undirlægjuháttur sem
einkennt hefur samskipti við ESB
er okkur til skammar. Um þau
þarf að setja siðareglur sem
tryggja fulla reisn Íslendinga. Þá
hefur framkoma framkvæmda-
valdsins við löggjafann, Alþingi –
svo og þjóðina sjálfa – gefið fullt
tilefni til þess að setja starfs-
reglur þar um.
Undirritaður sendir þjóðfund-
inum bestu kveðjur, þakkar fund-
armönnum störf þeirra og vonar
að þeir plægi þann akur sem heið-
arlegt, mannvænt, öruggt og
metnaðarfullt þjóðfélag sjálf-
stæðra Íslendinga blómstrar í.
Þjóðfundur
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur
Ágústsson »Kraftur æskunnar
og þor – ásamt yf-
irsýn, reynslu og visku
hinna eldri, mun skila
sér í raunhæfum hug-
myndum sem öll þjóðin
getur fylkt sér um.
Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í
forsetakosningum 2004 – www.lands-
menn.is – baldur@landsmenn.is
NÝLEGA var tekið
í notkun nýtt íþrótta-
hús í Fagralundi í
Fossvogi. Búið var að
reisa félagsaðstöðu og
hluta af búnings-
klefum fyrir nokkrum
árum. Íþróttahúsið er
ætlað fyrir íþrótta-
kennslu í Snælands-
skóla og æfingaað-
stöðu fyrir HK, þ.e.
handbolta, blak, körfubolta og fleiri
íþróttir.
Íþróttahúsið er ásamt mannvirkj-
unum sem fyrir voru tæplega 3000
m2. Framkvæmdir hófust á fyrri
hluta árs 2008 og um þessar mund-
ir er verið að ljúka við fram-
kvæmdir á lóð en húsið er komið í
fulla notkun.
Lægstbjóðandi í byggingu
íþróttahússins sem var alútboð var
Eykt ehf. og hefur fyrirtækið skil-
að góðu verki. Áætlaður kostnaður
við hús og lóð er áætlaður um 670
m.kr.
Þetta glæsilega íþróttahús er góð
viðbót við þau íþróttamannvirki,
sem fyrir eru í Kópavogi og mun
bæta þjónustu við
unga fólkið okkar, sem
stundar íþróttir og
aðra hreyfingu. Það
hefur verið stefna
meirihluta bæj-
arstjórnar Kópavogs
að veita mikla fjár-
muni til uppbyggingar
íþróttamannvirkja. Ef
þau eru fyrir hendi er
það besta forvörnin
sem hægt er að bjóða
upp á í víðum skilningi
þess orðs. Ég efast um að nokkurt
annað sveitarfélag hafi varið eins
miklum fjármunum til íþróttamann-
virkja á síðustu 20 árum og Kópa-
vogsbær.
Til hamingju HK og Kópavogs-
búar.
Nýtt glæsilegt íþrótta-
hús í Fagralundi
Eftir Gunnar I.
Birgisson
Gunnar I. Birgisson
» Þetta glæsilega
íþróttahús er góð
viðbót við þau íþrótta-
mannvirki, sem fyrir
eru í Kópavogi …
Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri
Kópavogsbæjar.