Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
FJÁRLAGA-
FRUMVARPIÐ sem
lagt var fram á Alþingi
gerir ráð fyrir 87,4
milljarða halla. Nið-
urskurður útgjalda
verður 43 milljarðar
og skattahækkanir 61
milljarður. Hvernig
eiga skuldsettar fjöl-
skyldur að þola frekari
álögur á meðan kaup-
máttur launa er í
frjálsu falli?
Nýtum fármagnið sem er komið
inn í hagkerfið með skattlagningu
lífeyrisiðgjalda fyrirfram.
12% iðgjöld lífeyris og sér-
eignasparnaður verði skattlagðir
strax (ekki afturvirkt) sem skilar
ríkissjóði tekjum sem jafngilda um
6% hækkun á tekjuskattstofni frá
fyrsta degi, án þess að nokkur taki
eftir því, tímabundið í 5 ár með
stofnun lífeyrisdeildar um skatt-
lausan sparnað.
Þessir peningar eru komnir inn í
hagkerfið og gera engum gagn eins
og sakir standa, því er algerlega
glórulaust af ríkinu að lána lífeyr-
issjóðunum þessa peninga til ára-
tuga, þegar svo illa árar. Vafalítið
eiga sjóðirnir eftir að tapa þeim
margfalt áður en þeim verður skil-
að aftur í hagkerfið. Ef þeim verður
þá einhvern tímann skilað!
Þetta er miklu betri leið en álög-
ur á samborgara okkar og heimilin
sem eiga nóg með sitt. Kaupmáttur
er í frjálsu falli og úrræði ríkisins á
skuldavanda heimilanna er til há-
borinnar skammar.
Einn þáttur hrunsins var alltof
mikið fjármagn á alltof litlum
markaði. Of mikið framboð á fjár-
magni virkaði þensluhvetjandi á
gengi hlutabréfa o.s.frv. í bland við
glæpsamlega meðferð fárra á þess-
um alltof miklu fjármunum. Ef líf-
eyrissjóðir hefðu minna fjármagn
er líklegt að ávöxtun þeirra yrði
betri.
Hingað til hafa varðhundar nú-
verandi kerfis barist gegn öllum
breytingum, barist gegn gegnsæi,
afnámi verðtryggingar og talið fyr-
irfram skattlagningu lífeyris breyta
kerfinu í gegnumstreymiskerfi með
gríðarlegum birgðum á þá sem
greiða framtíðarskatta. Þessir sömu
varðhundar vilja leggja sama ríki til
fé vegna framkvæmda og auka
þannig skuldabyrðina enn frekar í
formi ríkisábyrgðar. Þegar upp er
staðið er um nákvæmlega sama
hlutinn að ræða nema að þeir sem
stjórna sjóðunum vilja stjórna
framtíðartekjum ríkisins líka.
Ekki voru þeir fáanlegir til að
byggja íbúðir fyrir aldraða sjóðs-
félaga sem hefði kom-
ið sér vel í dag. Þeir
hefðu betur hlustað á
menn eins og Helga í
Góu og Sigurð Odds-
son verkfræðing sem
skrifaði um Líf-bygg
og sýndi fram á arð-
semi þess að fjárfesta
í húsnæði fyrir sjóðs-
félaga sem lokið hafa
vinnuskyldu.
Hver verður tekju-
skattur eftir 30 ár?
Við höfum nú þegar
fengið stóran hluta af
framtíðarskatttekjum ríkissjóðs
lánaðan sem hafa tapast að stórum
hluta.
Ávöxtun lífeyrissjóða er lögbund-
in 3,5% raunávöxtun samkv. lögum
um skyldutryggingu frá 1998. Síð-
an þá hafa sjóðirnir verið ávaxtaðir
með tæplega 3% raunávöxtun mið-
að við þeirra útgáfu af tapinu sem
er ótrúverðug í meira lagi. Ávöxtun
verðtryggðra innlánsreikninga með
binditíma hjá stærstu bönkunum
þremur var að meðaltali 5,96% síð-
ustu 10 árin. Þetta þýðir að venju-
legir innlánsreikningar gáfu 100%
betri ávöxtun en lífeyrissjóðirnir,
með alla ofurlaunaforstjórana sem
keppast nú við að fela tapið og
fegra bækur í skjóli ASÍ og SA.
Lífeyrissjóðirnir, SA og ASÍ (Al-
mannavarnir Samfylkingarinnar á
Íslandi) hafa þvertekið fyrir þessar
hugmyndir. Eina rökrétta skýr-
ingin á því eru völd á kostnað al-
mennings. Hin skýringin er sú að
lífeyriskerfið stendur á það miklum
brauðfótum að ef þessi leið verður
farin þurfa sjóðirnir að losa verð-
lausar „eignir“ sínar mun fyrr en
ella. Í dag geta þeir notað iðgjöldin
til þess að greiða fólki lífeyri í stað
þess að losa „eignir“ og geta það
næstu 10-15 árin. Sem gerir þeim
kleift að afskrifa tapið á útrás-
arsukkinu yfir jafnlangan tíma.
Lífeyrissjóðirnir hafa gagnrýnt
gegnumstreymiskerfið harðlega og
talið það kerfi leiða af sér stórkost-
leg vandræði þegar fram í sækir.
Þessir sömu lífeyrissjóðir eru nú
að undirbúa stórfelldar lánveitingar
með því að fjármagna verkefni á
vegum ríkisins.
Með þessu erum við að lána
sjálfum okkur peninga sem við
þurfum að borga í formi skatta
þegar fram í sækir. Þessar fram-
kvæmdir verða gerðar með baká-
byrgð ríkisins og eru í raun fárán-
legur feluleikur við
raunveruleikann. Lífeyrissjóðirnir
geta alveg eins lánað ríkinu pen-
inga og ríkið framkvæmt.
ASÍ vill ekki réttláta leiðrétt-
ingu höfuðstóls húsnæðislána
nema setja á afskriftareikninga í
nafni þeirra sem skulda. Þetta er
gert svo að Samfylkingin geti hald-
ið sínum plönum við AGS í þeirri
trú að við fáum flýtimeðferð inn í
Evrópusambandið. Ekki hefur ASÍ
gagnrýnt hundruð milljarða
greiðslur ríkisins í peningamark-
aðssjóðina og enn síður skattaálög-
ur sem hækka höfuðstól húsnæð-
islána. Afskriftir skulda skekkja
blekkingarmyndina sem stjórnvöld
hafa málað fyrir AGS og ESB.
ASÍ treystir því að lífeyrissjóð-
irnir nái góðri ávöxtun næstu 40
árin og leggja allt undir með töfra-
lausnum Evrópusambandsins án
þess að útskýra sérstaklega hvern-
ig þær töfralausnir töfra okkur frá
skuldavandanum. Geta evran og
ESB látið erlendar skuldir okkar
og jöklabréfavandann hverfa? Rík-
ið greiðir 5,5% vexti af Icesave en
lánar lífeyrissjóðunum framtíð-
arskatttekjur á innan við 3%.
Ríki í ríki
Eftir Ragnar Þór
Ingólfsson »Eru lífeyrissjóðirnir
ríku, ríki í ríki hinna
ríku og ríkið og almenn-
ingur í gíslingu sjóð-
anna? Hvernig lifa fyr-
irtækin ef neytendur
hverfa?
Ragnar Þór
Ingólfsson
Höfundur er sjóðsfélagi í Lífeyr-
issjóði verslunarmanna og stjórn-
armaður í VR.
NÚ ERU erfiðir
tímar og á mörgum
vinnustöðum nið-
urskurður og upp-
sagnir. Hafnarfjarð-
arbær er þar ekki
undanskilinn og
standa nú yfir rót-
tækar breytingar hjá
bænum. Um nið-
urskurðaráætlun bæj-
arins spurðist það út
að allir þeir sem eru með yfir 400
þúsund krónur á mánuði ættu að
taka á sig 5% launaskerðingu og
þeir sem væru með yfir milljón á
mánuði skyldu taka á sig 11%
launalækkun, þar er alltaf miðað
við 8 tíma vinnudag. Einnig er ver-
ið að fella úr gildi bílastyrki og all-
an álíka kostnað þar sem slíkt á
við, um leið og stofnunum er skip-
að að spara hverja krónu.
Nú stendur til að minnka opn-
unartíma Suðurbæjarlaugar og frá
og með 1. desember verður því lok-
að klukkustund fyrr á kvöldin. Með
breyttum samningum er hægt að
taka þá einu yfirvinnustund sem
við starfsmenn höfum fengið á
morgnana og breyta honum í
vaktaálag í stað yfirvinnu.
Þegar ég hóf starf hjá Suður-
bæjarlaug fyrir um það bil þremur
árum var ég með 140 þús. krónur
fyrir 8 tíma dagvinnu. Með launa-
hækkunum síðustu þrjú ár er ég
kominn með ca. 180 þús. krónur á
mánuði, en þess má geta að nú eru
fullar atvinnuleysisbætur um 155
þús. krónur á mánuði. Nú á að ráð-
ast á yfirvinnuna hjá okkur og
lækka heildarlaun starfsmanna um
ca. 17-20%. Ég vil taka fram að
þetta er allt gróflega reiknað og ég
hef ekkert í höndunum til að sýna
svart á hvítu, því að þeir góðu
menn sem taka þessar ákvarðanir
hafa ekki enn séð sér fært að halda
með okkur fund og útskýra ná-
kvæmlega í hverju niðurskurðurinn
felst.
Nú ætla bæjaryfirvöld að ráðast
á þá lægst launuðu af krafti. Búið
er að skera niður hjá leikskólum
og skólum sem og hjá mörgum
öðrum stofnunum. Niðurskurðirnir
sjást kannski ekki gerla úti í sam-
félaginu þar sem ráðist er á yf-
irvinnu fólks en ekki kjarasamn-
inga. Bæjaryfirvöld virðast ekki
geta komið hreint fram eins og
sést vel á grein sem birtist í fjöl-
miðlum varðandi mögulegar upp-
sagnir forstöðumanna félagsmið-
stöðva í Hafnarfirði. Forstöðumenn
þessir hafa frétt af
uppsögnum sínum
óformlega hjá bæj-
arfulltrúa, en ekki
fengið skýringar að
öðru leyti.
Ég geri mér vel
grein fyrir því að á
þessum erfiðu tímum
þurfa allir landsmenn
að axla auknar byrðar
og skil vel að nú þurfi
að spara, en á helst að
spara hjá þeim sem
hafa ekki efni á því?
Spurningar mínar til bæjarstjóra
eru því eftirfarandi;
Á virkilega að skera 17-20% af
launum fólks með 157 – 180 þús
fyrir dagvinnu á meðan þeir sem
eru með yfir milljón taka ein-
göngu á sig 11% skerðingu?
Minnkun launa jafngildir minni
verslun. Minni verslun þýðir
minni skattar, er búið að taka
það með í reikninginn?
Laun lægst launuðu bæjarstarfs-
manna munu vera á við atvinnu-
leysisbætur og gætu því sumir
séð hag sinn í því að vera heima
og þiggja pening í stað þess að
mæta í svipað launaða vinnu.
Hefur það verið tekið með í
reikninginn að það muni kosta
bæinn heila auka-launa-
útgreiðslu?
Einnig var bæjarbúum lofað að
þjónusta yrði ekki skert og að
ekki ætti að lækka launin hjá
þeim sem minnst mega sín, hvað
varð um þær yfirlýsingar?
Á að endurgreiða öllum þeim
viðskiptavinum sem eiga kort í
sund og líkamsrækt hluta af
kortunum sínum vegna skertrar
þjónustu og opnunartíma?
Nú er minna en mánuður í þess-
ar breytingar og enn hefur ekkert
heyrst frá skipuleggjendum fyr-
irhugaðra breytinga né hefur
nokkuð heyrst frá Starfsmanna-
félagi Hafnarfjarðar. Því sendi ég
þetta bréf með von um birtingu og
óska eftir svari frá bæjarstjóra eða
þeim sem svörin geta veitt.
Opið bréf til bæjar-
stjóra Hafnarfjarðar
Eftir Ívar
Pétursson
Ívar Pétursson
» 1. desember mun
Hafnarfjarðarbær
ganga næsta skref
í gríðarlegum niður-
skurði á yfirvinnu
starfsfólks.
Höfundur er starfsmaður
Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði.
Við Íslendingar
stöndum í baráttu við
að ná okkur upp úr
efnahagslægðinni. Í
því sambandi skiptir
miklu máli að auka
virðisaukandi starf-
semi með því að stuðla
að sköpun fleiri at-
vinnutækifæra og auka
gjaldeyristekjur. At-
vinnuleysi á landinu í
september mælist
7,2% og er það óviðunandi ástand og
við verðum öll að berjast gegn því að
slíkt atvinnuleysi verði viðvarandi í
íslensku samfélagi.
Mörgum þykir slá-
andi hvað nágranna-
þjóðir okkar sýna stöðu
mála hér á landi lítinn
skilning. Hluti skýring-
arinnar á því er að leið-
togum flestra annarra
ríkja þykir atvinnustig-
ið hér einfaldlega
ágætt miðað við hvað
það er í heimalandi
þeirra. Atvinnuleysi í
ríkjum OECD mælist
nú 8,6% en 9,7% á
evrusvæðinu.
Hið mikla viðvarandi
atvinnuleysi ESB-þjóðanna vegur
þungt á þeirri vogarskál sem fær
mig til að telja hagsmunum íslensku
þjóðarinnar betur borgið utan ESB
en innan. Aldrei skulum við láta
ESB-sinna eða leiðtoga ESB-
landanna sannfæra okkur um að
9,7% atvinnuleysi sé eðlileg og við-
varandi staðreynd fyrir Íslendinga.
Er 9,7% atvinnuleysi viðunandi?
Eftir Unni Brá
Konráðsdóttur » Aldrei skulum við
láta ESB-sinna eða
leiðtoga ESB-landa
sannfæra okkur um að
9,7% atvinnuleysi sé
eðlileg og viðvarandi
staðreynd fyrir Íslend-
inga.
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Höfundur er þingmaður.
Mikið úrval erlendra bóka
Lækjargata 2a 101 R. opið 9.00 - 22.00 alla daga