Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
✝ Steingrímur Ey-fjörð Guðmunds-
son fæddist í Reykja-
vík 8. janúar 1960.
Hann lést á Landspít-
alanum í Reykjavík 2.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Guðmundur Pét-
ursson læknir og
fyrrverandi for-
stöðumaður Til-
raunastöðvar Háskól-
ans í meinafræði að
Keldum, f. í Nesi í Sel-
vogi 8.2. 1933 og Ás-
dís Steingrímsdóttir meinatæknir,
f. 28.7. 1929, d. 1.9. 2007. Bróðir
Steingríms var Pétur Magnús, f.
21.10. 1956, d. 9.11. 2006, maki er
Sveinn Haraldsson, f. 11. júlí 1962.
Systir Steingríms er Bergljót B., f.
14.6. 1958. Börn hennar eru Halla
Björg Sigurþórsdóttir, f. 12.4. 1993
og Guðmundur Páll Sigurþórsson,
f. 14.5. 1998.
Sonur Steingríms og Sigrúnar
Ólafsdóttur, f. 15.6. 1963, er Sig-
urður Árni, f. 15.12. 1987.
Steingrímur kvæntist 10.9. 1994
Maríu Gústafsdóttur, f. 22.5. 1972.
Þau skildu. Sonur þeirra er Sindri
Már, f. 12. 4. 1995.
Steingrímur ólst
upp erlendis með fjöl-
skyldu sinni til ársins
1967 er þau fluttu
heim til Íslands. Hann
varð stúdent frá
Menntaskólanum við
Sund 1981 og var ár-
maður nemenda-
félagsins síðasta vet-
urinn í skólanum.
Hann stundaði nám í
hljóðvísindum við há-
skólann í Utrecht í
Hollandi og lauk því
1984. Eftir heimkom-
una vann hann sem hljóðmaður hjá
Sjónvarpinu en síðar við hljóð-
vinnslu kvikmynda og auglýsinga
hjá Bíóhljóði, þar sem hann vann til
dauðadags. Hann var tónlist-
armaður og spilaði með fjölda tón-
listarmanna við ýmis tækifæri.
Hann var meðlimur í ýmsum hljóm-
sveitum, meðal annars Júpíters,
Langa Sela og skuggunum, Oxsmá
og Dívani grimma.
Útför Steingríms fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 13. nóv-
ember, kl. 15.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum
að Strönd í Selvogi á laugardag.
Meira: mbl.is/minningar
Kæri pabbi, til þín:
Myndir í hjarta mínu
Eins og vornótt vefji landið
værðarmjúku dropakasti
eða hvísli hljótt við grasið
hafsins svala morgungola –
eins og lítill lækur beri
ljúfa þrá af fjöllum ofan,
brosi hlýtt við bakka grænum
bregði á leik við stein og klappir –
eins og bliki á heiðum himni
hláturmildar stjörnur vorsins
eða brosi sól í suðri
sumarhvít á júnídegi –
eins og fold úr hafi hefjist
hljóð og blá úr jökulmóðu
yljuð geislum dags og drauma
dularfull með svipinn bjarta –
þannig vakir þú í mínu
þögla hjarta.
(Matthías Johannessen.)
Takk fyrir allan tímann sem ég
fékk að vera með þér,
þó að hann hafi ekki verið sér-
staklega langur.
Ég á alltaf eftir að sakna þín.
Þinn
Sindri.
Elsku Steingrímur.
Þegar við kvöddumst í sumar
vissum við bæði að það var í síðasta
sinn, í bili að minnsta kosti.
Nú þegar þú ert farinn fyllist
hjartað af sorg og söknuði en fyrst
og fremst þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, eiga þig sem
vin og elska þig í blíðu og stríðu.
Þakklæti fyrir góðu stundirnar
sem við áttum saman og líka þær
sem voru miður góðar, því þannig
lærðum við að þekkja og skilja
hvort annað betur, fyrirgefa og
sættast.
Síðast en ekki síst vil ég þakka
þér fyrir elsku strákinn okkar,
hann Sigga.
Gulldrenginn, sem er svo heppinn
að hafa fengið í vöggugjöf allt það
fallega og fínlega úr þínu lundarfari
ásamt húmornum ógleymanlega.
Mikið er ég þakklát fyrir hönd
ykkar beggja að Siggi gat verið hjá
þér síðustu vikurnar sem þú lifðir.
Ég sakna þín sárt og mun geyma
þig í hjartanu svo lengi sem ég lifi
og það er gott að finna að ástin
deyr ekki þótt ástvinur deyi.
Geymi þig guð og góðar vættir
þar sem þú ert núna og skemmtu
þeim með nærveru þinni, sögum
þínum og frásögnum eins og þú
skemmtir okkur öllum hér á stór-
kostlegan hátt.
Elsku Guðmundur, Systa, Siggi
og Sindri, megi lífið gefa ykkur
kraft og styrk í sorginni og miss-
inum.
Með hjartans kveðju,
Sigrún.
Hjartkær bróðursonur minn er
látinn langt fyrir aldur fram eftir
harða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Það eru dimmir dagar og daprir
og erfitt að sættta sig við það, sem
við fáum ekki breytt. Sú staðreynd
að Steingrímur er ekki lengur lífs
er sár.
Ljúflingur er látinn. Það var
bjart yfir Steingrími og alltaf stutt í
brosið.
Frá honum stafaði hlýju og það
var gott að vera í návist hans.
Ég minnist hans sem barns og
síðar fullorðins – í leik og í starfi – í
gleði og í sorg. Brói eins og Stein-
grímur var kallaður var yngstur
systkinanna.
Hann var fríður sýnum og bjart-
ur yfirlitum. Lundgóður og hlýr í
viðmóti. Góðlátlega kíminn. Alltaf
spurði hann: „Hvernig líður þér?“
Honum var annt um aðra og var
næmur á líðan þeirra. Brói var
listamaður og margt til lista lagt.
Sögumaður góður. En tónlistin stóð
honum næst. Hann lifði og hrærðist
í tónlist. Hljóðnæmur og starfaði
mest við hljóðupptökur. Hann var
hetja í baráttunni og naut þess tíma
sem hann fékk milli stríða. Við
syrgjum Bróa og skiljum ekki af
hverju hann fékk ekki lengri tíma
hér á jörð. Við minnumst Péturs
Magnúsar, bróður hans, og Ásdísar
Steingrímsdóttur, móður þeirra, en
þau voru burtkölluð fyrir svo
skömmu að það var rétt farið að
hrúðra yfir sárin. Bergljót Björg
eða Systa, systirin góða, á um sárt
að binda sem og Guðmundur faðir
hans og Sveinn mágur hans. Sam-
úðarkveðjur til þeirra og sonanna
Sigurðar Árna og Sindra Más. Guð
gefi ykkur öllum styrk.
Við minnumst mæts manns.
Steingrímur Eyfjörð var drengur
góður.
Hvíl í friði, vinur og frændi.
Sigríður Eyþórsdóttir.
Fyrir um ári síðan kom Brói í
veislu til mín til að fagna með mér
miklum áfanga. Hann var eitthvað
slappur, en við vissum ekki þá að
þessi slappleiki væri annað og
meira en venjuleg flensa. Hann
kyssti mig bless og stuttu síðar tal-
aði ég við hann í síma og þá var bú-
ið að leggja hann inn.
Á spítalanum spjölluðum við heil-
mikið saman. Brói sagði mér ást-
arsögu Guðmundar langafa okkar í
Nesi. Frásögn Bróa var bráð-
skemmtileg og öðru hverju sagði
hann: „Ég held að þetta hafi verið
svona, en kannski er ég bara að
skálda,“ og þá spáði ég allt í einu í
það hvað Brói hefði orðið skemmti-
legur rithöfundur og hvað það hefði
verið gaman að lesa skáldsögurnar
hans. En Brói var hæfileikaríkur
maður og aðrar listgreinar toguðu
meira í hann. Þarna á spítalanum
fékk ég að heyra allt um það hvern-
ig Bergljótar-nafnið kom inn í fjöl-
skylduna og af ástum og örlögum
forfeðranna. Mikilvægar ástir, því
án þeirra hefðum við Brói ekki orð-
ið til og ég fengið eitthvert allt ann-
að nafn en það sem ég ber í dag. Já,
við Brói áttum góða rispu þarna á
spítalanum þar sem farið var um
víðan völl. Það var erfitt að kveðja
án þess að mega kyssa hann á kinn-
ina. Ég stóð þarna heillengi tvístíg-
andi í hvítu herberginu, með sótt-
hreinsaðar hendurnar og fannst ég
vera að fara með vitið úr húsinu.
Það var gaman að koma að Keld-
um, æskuheimili Bróa þegar við
vorum lítil. Brói tók mér alltaf
fagnandi og leyfði mér að vera með
þótt ég væri töluvert yngri. Guð-
mundur, faðir Bróa og móðurbróðir
minn, var forstöðumaður á Keldum
og vissi ég að þarna var tilrauna-
stöð. Þetta fannst mér allt mjög
spennandi og þar sem ég var of
feimin við fullorðna fólkið til að
spyrja margs þá fékk ímyndunar-
aflið að leika lausum hala. Ég sá
fyrir mér alls kyns tilraunaglös inni
í stóra húsinu. Þau voru af ýmsum
stærðum og gerðum og inni í þeim
voru meðal annars froskalappir,
köngulóavefir, grænn reykur, rauð-
ur reykur, eineygt draugaandlit og
sitt hvað fleira. Ég vissi að þarna
var verið að búa til meðöl sem gætu
bjargað heiminum, þríhöfða dreka
með samvaxna hala, Pandórubox
sem myndi eyða öllu mannkyninu ef
það yrði opnað undir berum himni
og ýmislegt annað áhugavert. Já,
hann Guðmundur frændi var vís-
indamaður og Keldur einstaklega
heillandi fyrir unga sál.
Síðast þegar ég hitti Bróa á spít-
alanum var ég að koma úr sónar.
Þá var ég með myndir af litlu kríli
sem var að boða komu sína í heim-
inn. Þegar Pétur var veikur hafði
hann dreymt fyrir þessu barni í
einu af óráðum sínum og mér hafði
þótt svo vænt um þann draum.
Ekki vissi ég að þegar draumurinn
myndi rætast ætti það fyrir mér að
liggja að kveðja bróður hans líka.
Ég hefði svo gjarnan viljað fá að
heyra fleiri gullmola og sögur
hrynja af vörum Bróa frænda og ég
er innilega þakklát fyrir þær stund-
ir sem við áttum saman.
Guðmundur, Systa, Siggi og
Sindri, ég votta ykkur innilegustu
samúð mína.
Bergljót Arnalds.
Einstakur vinur, Steingrímur
Eyfjörð Guðmundsson, er látinn.
Engum tókst að taka fram fyrir
hendurnar á almættinu þrátt fyrir
gegndarlausa þrá og vilja til þess.
Steingrímur var fullmótaður af
öllu því sem prýða má einn mann.
Hann var orðheppinn sagnamaður,
mikill húmoristi, séntilmaður, fag-
urkeri og töffari sem stóð við bar-
inn með sígarettu á milli fingranna
og ræddi háhælaða kvenskó eða
stríðni tófunnar af jafnmiklu innsæi
og gítarsándið hjá Santana. Hann
hafði unaðslega nærveru og var af-
ar næmur á umhverfi sitt og sam-
ferðamenn. Hann var gæddur of-
urheyrn hljóðmannsins og heyrði
hvort skórnir sem maður var í voru
nýir eða gamlir án þess að líta á þá.
Hann lauk upp nýjum hljóðheimum
þannig að hversdagslegt urg, gnýr
og dynkir þróaðist út í spennandi
sögur af svaðilförum á ótrúlegustu
staði við hljóðupptökur. Hann
kynnti mér torkennilega tónlist sem
ég hefði að öðrum kosti aldrei
hlustað á og spilaði hana í viðráð-
anlegum skömmtum, þar til hún
varð yfirstíganleg og jafnvel við-
kunnanleg. Hann fann þolmörkin
án þess að líta upp úr tölvunni því
hann var gæddur dularfullum skiln-
ingarvitum. Hann spilaði á mörg
hljóðfæri, samdi fallega tónlist og
hermdi eftir fuglum, haugsugum og
eldflaugum á undraverðan hátt.
Steingrímur var lífsnautnamaður í
hvívetna og framúrskarandi gleði-
maður hvar sem hann fór. Hann
hvatti mann til að njóta lífsins, lyfta
sér upp og njóta þess. Hann var
maður sem tók eftir smáatriðunum
og sagði frá þeim svo þau lifnuðu
við og urðu að aðalatriðum í
heillandi og fyndnum sögum.
Steingrímur var ávallt kurteis og
hvert lítið viðvik sem innt var af
hendi var þakkað af háttvísi og
innileika. Hann var skynsamur
maður og æðrulaus í veikindum sín-
um og tók öllum slæmum fréttum
af rólyndi. Hann strauk manni blíð-
lega um vangann á meðan hann
boðaði yfirvegaður hver vátíðindin á
fætur öðrum en var jafnframt sá
sem huggaði. Hann var óvenju
hreinskilinn án þess að vera sær-
andi því hann var vandvirkur og til-
litssamur í tali og hugsun. Þessir
einstöku mannkostir umluktu vin-
áttu okkar Steingríms og gerðu það
að verkum að þung spor í veikind-
unum urðu léttbærari þrátt fyrir
allt mótlætið. Hið óumflýjanlega
grúfði yfir en á einhvern undra-
verðan hátt tókst honum að skara
að vináttu okkar öllu því fallegasta
og besta sem lýsti upp rökkrið.
Hann var þakklátur fyrir stuðning-
inn en hann hefði ég aldrei getað
veitt nema fyrir hans eigin atbeina.
Sjálfur færði hann okkur varnir
gegn mótlætinu og vanmættinum.
Steingrímur var einstakur vinur og
enginn kemur í hans stað. Minn-
ingin um Steingrím lifir en við sem
elskuðum hann hefðum sannarlega
kosið að hann sjálfur lifði.
Blessuð sé minning um ógleym-
anlegan vin, Steingrím Eyfjörð
Guðmundsson.
Ég votta yndislegri fjölskyldu
Steingríms og vinum hans mína
dýpstu og innilegustu samúð. Einn-
ig langar mig að þakka starfsfólki
Landspítalans, hvítum englum á
11-G, fyrir aðdáunarverða um-
hyggju og gæsku í veikindum
Steingríms.
Kristín Reynisdóttir (Tína).
Við kynntumst fyrst á Langholts-
veginum, hann var ekki nema 11
ára gamall þegar hann kom fyrst í
Vogana, þar sem hann dvaldi hjá
móðursystur sinni Rósu Stein-
grímsdóttur. Við frændi hans og al-
nafni Kristmundsson tókum ungan
drenginn upp á arma okkar og opn-
uðum augu hans fyrir hámenningu
okkar í Vogunum: Frank Zappa’s
Mothers of Invention og fleiru í
þeim dúr. Steingrímur var fljótur
að tileinka sér nýja menningar-
strauma og öðlaðist fljótt forskot á
jafnaldra sína en ekki grunaði mig
þá að síðar yrði hann einn af mín-
um nánustu samstarfsmönnum – og
vinum. Þarna var lagður grunnur
að hans næma tónlistareyra, en
Steingrímur reyndist hið besta tón-
skáld og lunkinn hljóðfæraleikari.
Hann sýndi frábæra takta í hljóm-
sveitinni Halló og heilasletturnar á
fyrstu pönktónleikum á Íslandi
1978, að því er talið er, en hápunkti
tónlistarferils síns náði hann með
hinni frábæru hljómsveit Júpiters.
Næmt tóneyra hans og smekkur
kom sér vel þegar hann gerðist síð-
ar hljóðmaður. Hann kom að hljóð-
vinnslu flestra íslenskra kvikmynda
sem upptökumaður eða hljóðklipp-
ari. Natinn vann hann sína vinnu
svo snurðulaust að það er næstum
því óhugsandi að önnur mynd sé í
bígerð – án hans.
Steingrímur var frábær sögu-
maður og fékk áheyrendur sína til
að veltast um af hlátri: einföldustu
uppákomur gátu verið spaugilegar í
hans meðhöndlun og gerði hann
óspart grín að sjálfum sér. Að
vanda yfirvegaður, á meðan beðið
var eftir næstu tökum, tók hann til
við að kæta samstarfsfólk sitt og
vini, ævinlega fullur af hlýju og
æðruleysi. Sonur minn hafði orð á
því að hann hefði verið einn fárra
vina minna sem ævinlega sýndu
væntumþykju sína með því að for-
vitnast um hagi hans, þó hann segði
sjaldnast fregnir af sjálfum sér.
Við Steingrímur áttum ógleyman-
legar stundir hin síðari ár. Auk
þess sem við vinirnir og samstarfs-
menn hittumst reglulega yfir borð-
haldi, spiluðum við saman knatt-
borðsleik okkur til skemmtunar.
Þar reyndist hann lunkinn leikmað-
ur, sem og í öðru, en nærvera hans
var þó það sem skipti mestu máli:
það fór enginn varhluta af hlýju
hans og skopskyni.
Við nánasta samstarfsfólkið hitt-
umst síðast nokkru eftir að Stein-
grímur greindist veikur. Enginn
okkar efaðist um að honum myndi
takast að sigrast á veikindum sín-
um, því hann hafði alla tíð sýnt
mikla þrautseigju gagnvart öllum
þeim vandamálum sem í gegnum
tíðina höfðu steðjað að honum. Þótt
við höfum vitað í nokkurn tíma að
hverju stefndi var lát hans því áfall
fyrir okkur.
Ég votta aðstandendum samúð
mína, sérstaklega sonum hans
Sindra og Sigurði. Ég votta einnig
samúð mína systur hans, Systu,
sem annaðist bróður sinn af ein-
stakri alúð, en hún sér nú á eftir
öðrum bróður sínum á stuttum
tíma.
Íslensk kvikmyndagerð hefur
misst mikið með fráfalli Steingríms,
en þar er farinn einn af frumkvöðl-
um hljóðvinnslu á íslenskum kvik-
myndum. Hans verður sárt saknað.
Friðrik Þór Friðriksson.
Ég hitti Steingrím fyrst snemma
árs 1990. Þá kom hann á Júpíter-
sæfingu í hvítri lopapeysu, með hár-
ið greitt aftur, sígarettu í munnvik-
inu og gítarinn í eftirdragi. Og svo
kreisti hann úr hljóðfærinu ein-
hvern ólýsanlegan töffaraskap svo
maður varð ekki samur á eftir. Með
glettnisglampa í augum.
Ég hitti Steingrím í síðasta sinn
þremur dögum áður en hann dó. Þá
var hann í hvítum spítalanáttfötum,
með hárið úfið, nál í handleggnum,
dálítið sveittur og máttfarinn. En
með glettnisglampa í augum.
Innrömmuð af þessum tveimur
augnablikum er tveggja áratuga
ómetanleg vinátta við þennan
dásamlega mann sem átti engan
sinn líka. Vinátta sem einkenndist
af tónlist, húmor og væntumþykju.
Og takmarkalausu bulli.
Áður en við kvöddumst í hinsta
sinn spangóluðum við saman gaml-
an Hank Williams-slagara. Við
komumst reyndar aldrei í gegnum
síðasta erindið sem endar svona:
I’m so lonesome I could cry.
Ég kveð Steingrím ljúflingstöff-
ara með sárum söknuði og djúpu
þakklæti og votta fjölskyldu hans
mína innilegustu samúð.
Eiríkur Stephensen.
Minningarnar eru óteljandi, ynd-
islegar, hafnar yfir tíma og rúm.
Keldur: systkinin þrjú og leitandi
vinir, Nino Rota í Bang & Olufsen
græjunum, leðursófar, te og tóbaks-
reykur. … MS: kaffistofan, hlátur,
meira kaffi, reykherbergið. Sak-
leysið er ekta, lífið óendanlegt. …
Vesturbrún: gítarar, penslar, flat-
sæng og fílósófía. L’oiseau de feu
Stravinskys rammar inn augnablik.
… Sunnubraut: kímt yfir kveðskap
úr Hvalfjarðarsveit, ferskasta tón-
listin og örlítið Bènèdictine með
kaffinu. … Laugalækur: skróp, One
Steingrímur Eyfjörð
Guðmundsson
Við kveðjum þig, kæri vinur,
og þökkum ljúfar sam-
verustundir.
Af fegurð blóms
verður aldrei sagt
aldrei sagt
með orðum
né þinni
með neinum orðum
(Stefán Hörður Grímsson.)
Sonum Steingríms, öðrum
aðstandendum og vinum
vottum við okkar innilegustu
samúð.
Vala og Fahad.
HINSTA KVEÐJA