Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
um varð hann áberandi, stjórnaði
hinum sívinsælu „Lögum unga fólks-
ins“ í útvarpinu, þá töffari með brillj-
antín og hárið greitt í „píku“ og
kenndi Nínu systur sinni að tjútta í
forstofunni heima.
Bergur var ástríðufullur íþrótta-
áhugamaður allt til enda, lék bæði í
handbolta og fótbolta og var í
fremstu röð í báðum greinum. Hann
var einn af meðlimum „Mulningsvél-
arinnar“ ógurlegu, en það var sig-
ursælt handboltalið Valsmanna sem
andstæðingar glúpnuðu fyrir enda
var þar valinn berserkur í hverri
stöðu og var ávallt barist til sigurs
og blóð andstæðinganna drukkið eft-
ir leiki, en þannig mátti skilja lýs-
ingar gráhærðra berserkjanna þeg-
ar árin liðu. Með þessum vinum
sínum átti Bergur sínar bestu stund-
ir og lék golf með þeim í mörg ár.
Hann tók virkan þátt í félagsstörf-
um í sínu ástkæra íþróttafélagi og
var ávallt fyrst og fremst Valsari.
Bergur var borgarbarn og fór
helst ekki úr lakkskónum og fínu föt-
unum. Það var kómískt að sjá hann á
blankskóm uppi í sveit eða í hríð-
arbyl í snjóskafli í bænum að bisa við
bílinn í þeim fatnaði.
Bergur var bóngóður maður og
mátti ekkert aumt sjá. Að fyrra
bragði rétti hann mörgum hjálpar-
hönd sem á þurftu að halda og leysti
vandamál þeirra, hvort sem þar átti í
hlut náinn ættingi eða annar.
Bergur átti barnaláni að fagna, en
hann og Hjördís eignuðust 4 mann-
vænleg börn og 5 barnabörn. Fyrir
átti Bergur son.
Árið 2007 greindist Bergur með
krabbamein, sem menn töldu sig
hafa komist fyrir með skurðaðgerð.
Þetta mein tók sig upp aftur síðast-
liðið sumar og dró Berg til dauða
með krappri atlögu á síðustu vikum.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Begga, kærum mági mínum og vini,
samferðina og ánægjulegar sam-
verustundir með þeim Hjöddu og
fjölskyldunni. Ég mun sakna þess að
eiga ekki eftir að fíflast aftur með
honum yfir glasi af góðu viskíi og
kóki, en það var sú görótta blanda
sem við tveir nutum að fá okkur
saman.
Hjöddu, börnum þeirra, barna-
börnum og öðrum ástvinum votta ég
mína dýpstu samúð og bið þeim
Guðs blessunar.
Sveinn Snæland (Nenni).
Kveðja frá
Knattspyrnufélaginu Val
Valsmaðurinn Bergur Guðnason,
lögmaður, er látinn eftir stutta bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Bergur
gekk ungur til liðs við Knattpyrnu-
félagið Val og lék knattspyrnu og
handknattleik með félaginu allt upp í
meistaraflokk í báðum greinum.
Þegar þar var komið valdi hann
handknattleikinn og lék hann með
íslenska landsliðinu í handknattleik.
Bergur var ein kjölfestan í hinni
frægu Mulningsvél sem varð til í
meistaraflokki Vals í handknattleik
á áttunda áratugnum. Bergur varð
tvisvar sinnum Íslandsmeistari og
einnig bikarmeistari með Val á þess-
um árum. Mulningsvélin er gott
dæmi um hina einstöku vináttu sem
endurtekið hefur myndast innan
keppnisflokka Vals, en Mulningsvél-
arhópurinn hefur haldið vel saman
alla tíð síðan og verið einn margra
félagslegra bakhjarla Knattspyrnu-
félagsins Vals.
Bergur var afar farsæll leiðtogi og
leiddi hann Knattspyrnufélagið Val
sem formaður á árunum 1977-1981.
Eftir það átti hann sæti í stjórn
Handknattleikssambands Íslands og
átti auk þess lengi sæti í Íþrótta-
dómstóli Íþróttasambands Íslands.
Bergur var víðsýnn og jákvæður
maður með góðan húmor og átti vini
í öllum íþróttafélögum.
Bergur var sæmdur Valsorðunni
vegna frábærra starfa sinna fyrir
Knattspyrnufélagið Val auk heiðurs-
merkja HSÍ og ÍSÍ.
Bergur stóð ekki einn þegar að
stuðningi og þátttöku í félagsstarfi
Vals kom. Öll fjölskyldan stóð ein-
huga með honum. Allir strákarnir;
Guðni, Böðvar og Bergur hafa leikið
fjölda leikja með félaginu auk þess
að vera því ávallt tryggir og hjálp-
fúsir. Elín, eiginkona Guðna, sat
einnig í aðalstjórn Vals í nokkur ár.
Bergs verður nú sárt saknað af fjöl-
skyldunni og stórum vinahópi í Val.
Knattspyrnufélagið Valur þakkar
Bergi af miklum hlýhug fyrir allt
hans ómetanlega starf fyrir félagið
og sendir Hjördísi og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur. Góður Vals-
maður er genginn langt um aldur
fram.
Hörður Gunnarsson, formaður.
Okkar góði vinur og félagi Bergur
Guðnason er fallinn í valinn langt um
aldur fram.
Þessi skarpgreindi, snaggaralegi,
lífsglaði og skemmtilegi félagi varð
að lúta í lægra haldi fyrir illvígu
meini á skömmum tíma. Við það varð
ekki ráðið. Leiknum er lokið.
Bergur var sannur Valsmaður alla
tíð og um tíma var hann formaður
Vals. Mikill íþróttamaður, sem lagði
stund bæði á knattspyrnu og hand-
knattleik með sínu félagi. Bergur
var hluti hins annálaða liðs Vals, sem
hlaut viðurnefnið Mulningsvélin á
sínum velmektarárum. Þar var hann
sannarlega betri en enginn og oftast
í byrjunarliði, skytta mikil og leið-
togi. Þegar leikferli liðsmanna Muln-
ingsvélarinnar lauk átti Bergur hvað
stærstan þátt í formlegri stofnun
hinnar eiginlegu Mulningsvélar.
Markmið þess félagsskapar var að
halda hópnum saman um ókomin ár,
til að tengsl milli manna brystu síður
eftir að keppnisferli lauk. Þar var
mikil framsýni á ferð. Þessi kjarni
hefur staðið saman síðan, í gegnum
þykkt og þunnt eða í 30 ár. Reglu-
lega hittumst við félagarnir, tökum
stöðuna, ræðum málin. Svo ekki sé
minnst á golfið, sem nú orðið á huga
okkar flestra. þar eins og annars
staðar fór Bergur fremstur í flokki.
Hann var orðinn golfáhugamaður
löngu áður en við hinir vissum hvað
golfkylfa var. Hann var óþreytandi
og ötull í að hvetja okkur til dáða í
þeirri íþrótt fyrstu árin. Bergur bjó
að miklu barnaláni með eiginkonu
sinni Hjördísi. Hann var ávallt afar
stoltur af börnum sínum. Umvafði
fjölskyldu sína ástúð og umhyggju.
Afabörnin voru honum einkar kær.
Okkur er afar sárt að sjá á bak
okkar kæra vini , Bergi Guðnasyni,
svo langt um aldur fram. Hann er
annar tveggja úr okkar hópi, sem
kvatt hafa svo alltof snemma. Skarð
er fyrir skildi, skörungur falinn í val-
inn. Hans verður sárt saknað en
ávallt minnst sem ljúflings og hróks
alls fagnaðar á góðum stundum.
Megi góður Guð styrkja Hjördísi,
börnin hans, barnabörn og ættingja í
sorg þeirra. Hvíl í friði.
F.h. Mulningsvélarinnar,
Jón H. Karlsson.
Það er ekki auðvelt að setja á blað
nokkur orð í minningu góðs vinar,
Bergs Guðnasonar lögmanns, nú
þegar hann hefur lokið lífshlaupi
sínu, langt fyrir aldur fram. Hvar á
byrja og hvar á að enda? Hvað skal
nefnt og hverju sleppt? Bergur var
„nestor“, aldursforseti, leiðtogi og
foringi í hópi nokkurra Valsmanna á
miðjum aldri sem hafa í áratugi hist í
hádeginu á virkum dögum og borðað
saman um leið og krufin eru til
mergjar málefni dagsins í íþróttum,
pólitík og lífinu almennt, án ábyrgð-
ar og oftast án mikillar alvöru. Í
FÍGP eru sumir jafnari en aðrir og
var Bergur óneitanlega jafnastur.
Þeir fóstrar, Beggi og Hemmi, voru
oft eins og gömlu kallarnir í Prúðu-
leikurunum sem sátu á svölunum og
krítiseruðu allt og alla, að sjálfsögðu
með glampa í augum og undirliggj-
andi glott. Bergur Guðnason var ein-
stakur maður. Það voru forréttindi
að eiga hann að vini og njóta hans
skarpskyggni og hárbeitta húmors, í
návígi og nánast daglega síðan 1962.
Ótrúlegt en satt. Það eru 47 ár, heill
starfsaldur, síðan Bergur og fleiri
hressir húmoristar hófu að leggja
leið sína í hádeginu á Café Tröð í
Austurstræti. Þegar heiðurshjónin
Kristel og Guðmundur hættu starf-
semi á Tröðinni sýndu þau hug sinn
til hópsins með því að gefa honum
hringborð það sem hann hafði setið
við í fjölda ára. Fljótlega var okkur
boðin mjög góð aðstaða á Torfunni,
nú Humarhúsinu og höfum við verið
þar síðan. Ég á Bergi mikið að
þakka. Hann reyndist mér ákaflega
vel alla tíð, var bóngóður, hjálpsam-
ur og ráðagóður, allt frá því að hann
skrifaði upp á fyrstu víxla ungs
manns sem var að hefja lífsbarátt-
una. Bergur er einn eftirminnileg-
asti maður sem ég hef kynnst um
dagana, skarpgreindur, vel máli far-
inn, orðheppinn og óhemju skemmti-
legur.
Það var erfitt að fylgjast með vini
okkar og baráttu hans, eftir að hann
greindist með skelfilegan sjúkdóm
sem engu og engum eirir. En Beggi
fékk lausnina fljótt, alltof fljótt segj-
um við í eigingirni okkar, við sem
vildum hafa foringjann með okkur
lengur. Hver á nú að hneykslast á af-
rekssögum fjölhæfasta íþrótta-
manns hópsins þegar hann fer yfir
strikið (les: opnar munninn)? Hver á
nú að sýna leikhæfileika á heims-
mælikvarða þegar krydda þarf gam-
ansögu svo eftir sé tekið? Og hver á
nú að halda Stöðumælasjóði á floti?
Fólki finnst kannski ekki við hæfi að
gantast í minningargrein, en Bergur
hefði ekki viljað annað. Síðustu orð
Begga til tveggja úr hópnum, daginn
áður en hann dó, staðfesta það:
„Strákar. Veriði léttir.“
Missir okkar félaganna er mikill,
en mestur er missirinn fyrir Hjördísi
og börn þeirra, Guðna, Siggu, Bödda
og Berg, sem og Þorstein, tengda-
börnin og barnabörnin. Hugur okkar
er hjá þeim og við biðjum þeim Guðs
blessunar. Minningin um einstakan
mann og góðan vin mun lifa á meðal
okkar félaganna, en skarð það sem
hann skilur eftir sig í okkar hópi
verður aldrei fyllt. Við minnumst
Bergs Guðnasonar með söknuði og
virðingu og sendum innilegustu
samúðarkveðjur til Hjördísar og
fjölskyldunnar allrar og biðjum Guð
að styrkja þau í sorginni.
Fyrir hönd FÍGP (Humarhúsinu/
Torfunni),
Baldvin J., Garðar K., Gunnar
K., Halldór E., Hermann G.,
Jón H., Karl Harry, Pétur G.,
Vilhjálmur K., Þorsteinn S.
og Hörður Hilmarsson.
Fallinn er frá góður félagi og vin-
ur, langt um aldur fram, sá með ljá-
inn hefur lokið sér af, veikindi herj-
uðu á, og eins og oft vill verða, þá
tapar maðurinn þeim leik að lokum.
Vil ég fá að skrif nokkur orð um
þann mann sem kynnti fyrir mér og
fleirum golfíþróttina og hvernig ber
að haga sér í þeim leik.
Upp úr 1970 var Bergur sá eini í
mjög stórum hóp vina og kunningja
sem lék þennan góða leik, oft reyndi
hann að draga okkur félagana upp í
Grafarholt, en flestir okkar litu á
þennan leik sem eldri manna íþrótt
og fyrir fólk sem væri ekki alveg í
lagi, en með lagni tókst Bergi að
koma okkur af stað og síðan hefur
ekki orðið aftur snúið. Kemur upp í
hugann eitt atriði úr fjölmörgum
golfferðum sem við Mulningsvélar-
menn fórum til Englands og Skot-
lands, þar var Bergur rekinn upp í
golfbúð af teig, því sokkarnir hans
reyndust vera of lágir, en hann var
annálað snyrtimenni. Við hinir flest-
ir í æfingargöllum og ekki beint golf-
legir. Þar var ræsir sem virtist vilja
ná Bergi aðeins niður, tókst það með
afbrigðum vel og sló hann síðan
fyrsta höggið, sem að sjálfsögðu
reyndist vera vindhögg, því maður-
inn var búinn að senda þann gamla
fram og til baka, til að rugla hann í
ríminu. Eða þegar hann var staddur
á góðum skoskum bar og bað um
skoskt viskí, ekkert mál sagði þjónn-
inn, 12 ára gamalt, fékk það í gott
glas, bað síðan um klaka, þá svona
aðeins lækkaði þjóninn augabrýrn-
ar, tautaði eitthvað, en þegar Bergur
bað um kók út í glasið, þá var honum
öllu lokið, skellti flösku á barborðið
og sagði með þjósti, þú hellir því
sjálfur.
Bergur var frumkvöðull að árlegri
golfkeppni á milli Valsara og Fram-
ara, verður hans sárt saknað af öll-
um þeim stóra hóp vina og félaga
sem hefur myndast í gegnum árin
vegna þessarar golfkeppni, vonandi
verður framhald á því, þótt foringinn
sé fallinn frá. Vil ég fá að þakka
SJÁ SÍÐU 36
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRMUNDUR ÞÓRMUNDSSON,
Fossvegi 10,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn
4. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
14. nóvember kl. 13.30.
Unnur Jónsdóttir,
Vilborg Þórmundsdóttir, Benedikt Benediktsson,
Margrét Þórmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
Þórunn Þórmundsdóttir, Gísli Steindórsson,
Jóhann Þórmundsson, Sigríður Möller,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför elsku hjartans
dóttur okkar, systur og barnabarns,
GUÐRÚNAR HEBU ANDRÉSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Andrés Sigmundsson, Þuríður Freysdóttir,
Sigmundur Andrésson, Azadeh Masoumi,
Sigurjón Andrésson, Margrét Sara Guðjónsdóttir,
Agnes Sif Andrésdóttir,
Ágúst Örn Gíslason,
Sigmundur Andrésson, Dóra Hanna Magnúsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Borgarholti,
Ásahreppi.
Sigríður Kristinsdóttir Dittli, Oskar Dittli,
Jón R. Kristinsson, Kristrún R. Benediktsdóttir,
Sigurður Árni Kristinsson,
Guðjón Kristinsson, Elke Osterkamp,
Vilbergur Kristinsson, Jóhanna A. Gunnarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður og ömmu,
JÓHÖNNU HERDÍSAR
SVEINBJÖRNSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
Borgarholtsbraut 20,
Kópavogi.
Ríkharður H. Friðriksson,
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir,
Kristín Helga Ríkharðsdóttir.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
DÓRÓTHEA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hlévangi,
áður til heimilis
Sóltúni 6,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi þriðjudaginn
10. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Dóróthea Jónsdóttir, Pétur R. Hauksson,
Agnes M. Pétursdóttir, Vilhjálmur J. Lárusson,
Edith Þ. Pétursdóttir, Helgi Þ. Guðmundsson,
Páll Árni Pétursson,
Leeann M. May,
Charles Hopkins, Rebecca Hopkins,
Pall Ray Hopkins, Samantha Hopkins
og barnabarnabörn.