Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 41
lifðu tónlist, og skipulögðu og sóttu tónleika og aðra listviðburði af áfergju sem einkennir fólk sem hefur fundið sína réttu hillu í lífinu. Þeirra sameiginlega ferðalag var afar ríkulegt, um víðar víddir menningarheima, jafnt frá sam- tímalist aftur í sígild verk aldagam- alla meistara. Aldrei var máttar- stólpinn Þorkell styrkari en í síðustu veikindum Helgu. Flesta tíma dags og jafnvel nætur var hann til staðar henni til halds og trausts. Vafalaust var leikandi sam- spil þeirra hjóna undirstaða þess að Helga naut síns lífshlaups svo ríkulega. Nú þegar leiðir skilur lifa minn- ingar um bjarta, gefandi og lífs- glaða konu, brautryðjanda á sviði klassísks tónlistarflutnings á Ís- landi, en fyrst og fremst um ein- staka gæðakonu. Vertu sæl Helga mín. Ingi Agnarsson, Laura May-Collado. Minningar um Sumartónleika í Skálholtskirkju leita fram og ég hugsa til þess þegar Helga hringdi og sagði: „Silla mín, mig langar að ráða þig.“ Það var erfitt að segja nei við Helgu og í fimm sumur kom ég að praktískum málum fyrir sumartónlistarhátíðina. Traust og reynsla sem ég þakka af heilum hug. Í mörg horn var að líta en ein- hvern veginn tókst alltaf að koma öllu heim og saman. Tónleikaskráin samin við lóusöng og hnegg hrossa- gauks í litla símaherberginu í sum- arbúðunum þar sem samfélag tón- listarmanna, „staðartónskálda“ og fjölskyldna þeirra blómstraði í fimm vikur í júlí- og ágústmánuði. Eins og stór fjölskylda sagði Helga alltaf. Erlendu tónlistarmennirnir sem þátt tóku í tónlistarhátíðinni höfðu aldrei kynnst öðru eins. Þorkell gáir til veðurs sem má ekki vera of gott því þá kýs fólk frekar að vera heima en það var alltaf nóg af áheyrendum sem komu til að upplifa einstakan hljómburð Skálholtskirkju. Dyggur hópur sem kom ár eftir ár og nýir bættust í hópinn. Helga kemur inn í eldhúsið þar sem Elín Edda töfrar fram krásir fyrir laugar- dagsveisluna og agúrkuspjótin eru á sínum stað. Helga hlær sínum blíða hlátri og segir að fjórir bætist við í veisluna um kvöldið og hvort það sé ekki í lagi. Reynir stendur við eldavélina og útbýr dásamlega béarnaise-sósu sem hafa á með lax- inum og þýðir söngtexta í hug- anum. Margir lögðust á eitt. Þann- ig var það alltaf. Á kvöldin var oft setið í eldhúsinu í búðunum þaðan sem útsýni er yfir túnin grænu og kirkjuna. Regnboginn stundum eins og geislabaugur yfir öllu. Þeg- ar líða tók á sumarið og sólin lækk- aði á lofti lifnuðu gluggarnir henn- ar Gerðar við eins og kviknað hefði í. Eldhugurinn Helga! Ég þakka þér samfylgdina. Guð blessi Þorkel. Sigurlaug Lövdahl (Silla). Elsku Helga, það er erfitt að skilja að þú skulir vera farin. Þrátt fyrir mikil veikindi barðist þú áfram þína síðustu daga og því erf- itt að heyra að þú hafir kvatt þenn- an heim. Ég veit að þú ert á betri stað og vakir yfir okkur hinum sem minnumst þín. Ég á margar kærar minningar um þig. Sérstaklega þykir mér vænt um þær stundir sem við systkinin áttum hjá þér og Þorkeli á Strönd þegar við fengum að gista á Þorláksmessunóttum. Þú hafðir stórt hjarta og mikinn kærleik og ég er þakklát fyrir að við fengum að vera hluti af þínu lífi. Þín verður sárt saknað og þú munt lifa áfram í minningum okk- ar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hildur Einarsdóttir. Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Laugardaginn 24. október kvaddi tengdamóðir mín þetta jarðneska líf. Það gerðist fljótt og hljótt eins og henni var líkt. Hún var ekki vön að láta hafa mikið fyrir sér. Auður bjó lengst af í Kópavogi, seinni árin í Gullsmáranum. Þar tók hún jafnan mikinn þátt í fé- lagsstarfi aldraðra, naut sín við spilamennsku og söng. Til ársins 2002 bjó hún við umhyggju síns góða eiginmanns, Guðmundar Bjarna Guðmundssonar, en eftir Auður Vordís Jónsdóttir ✝ Auður VordísJónsdóttir fæddist á Akureyri 3. mars 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 24. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digra- neskirkju í Kópavogs- dal 2. nóvember. fráfall hans breyttust aðstæður. Einstök umhyggja og hjálp- semi sambýlinga í Gullsmáranum gerði henni þó unnt að búa þar áfram og fyrir það ber að þakka. Á vor- mánuðum 2006 kom svo að því að Auður flytti á Hrafnistu við Brúnaveg. Þar leið henni vel, naut um- hyggju og góðs atlæt- is. Endalaust jafnað- argeð og gott skap einkenndi Auði og alltaf var gott að njóta nærveru hennar, hvort heldur var í Gullsmáranum eða síðar á Hrafnistu. Ég kveð tengdamóður mína með djúpri virðingu og þakklæti. Guðjón Ármann. Elsku amma. Það er nú komið að kveðjustund og það er skrítið að hugsa til þess að þú sért dáin og að við komum ekki til með að sjást aftur. Við mun- um hvað þið afi Bjarni voruð alltaf ljúf að taka á móti okkur í heimsókn frá Noregi. Þú bjóst til besta hrís- grjónagraut í heimi á laugardögum og við skemmtum okkur með spil í stofunni. Þú kenndir okkur bæði ól- sen-ólsen og að leggja kapal og sjálf varst þú ein af þeim bestu í bingóinu í Gullsmáranum. Við mun- um þegar við fengum að sitja hjá þér og kalla bingó, eða að heilsa upp á allt vinafólkið í blokkinni. Kapphlaupið í lyfturnar á morgn- ana til að sækja Morgunblaðið er eftirminnilegt og þú sast alltaf og beiðst eftir okkur við opnar dyrnar. En það sem situr best í minni, er hvað þú varst alltaf ljúf og bros- andi. Okkur fannst sérstaklega gaman þegar þið afi komuð í heimsókn til okkar í Noregi. Við skoðuðum margt skemmtilegt og fórum víða, en okkur grunar að þér hafi örugg- lega orðið kalt þegar við skoðuðum skipið hans Roalds Amundsen í Fram-safninu í Ósló, vegna kulda sem þar er. En þú myndir samt aldrei kvarta eða vera neitt annað en yndislega góð manneskja. Takk amma, fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig sem ömmu. Við munum alltaf sakna þín, og þökkum fyrir þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Ásta Sól og Óskar, Noregi. Nú er amma mín farin og hefur fengið hvíldina. Það er skrítið til þess að hugsa, amma hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu. Ófá skiptin naut ég umhyggju hennar í Gullsmáran- um og oft tókum við nöfnurnar í spil. Amma var mikil keppnismann- eskja og var ekkert á því að lúffa fyrir mér í spilamennskunni, enda kenndi hún mér að maður þarf líka að læra að tapa. Síðustu árin bjó amma á Hrafnistu í Reykjavík. Í heimsóknum mínum þangað vildi amma alltaf heyra „allar fréttir úr bænum“ eins og hún kallaði það, hún vildi fylgjast með sínu fólki. Amma lést á Hrafnistu síðla dags 24. október. Um kvöldið stóðum við mamma fyrir utan heimili okkar og litum til himins. Veðrið var kyrrt, norður- ljósin loguðu svo falleg og skær, það stóð greinilega eitthvað mikið til á himnum. Amma var á leiðinni. Saknaðarkveðjur, þín Auður. Í fáeinum orðum langar mig að minnast mágs míns, Hauks Jó- hannssonar, sem lést hinn 6. nóv- ember síðastliðinn langt fyrir aldur fram. Hetjulegri baráttu hans við ill- vígan sjúkdóm er lokið. Margt kem- ur upp í hugann þegar litið er til baka. Ég kynntist Hauki fyrst, er ég sem ung stúlka giftist bróður hans og kom inn í fjölskylduna. Þau kynni hófust ekki með neinum látum því Haukur var þá og fram á síðasta dag sérstaklega hógvær og dagsfar- sprúður maður og aldrei man ég til þess að hann hafi hækkað róminn við nokkurn mann. En þrátt fyrir hægðina var þó húmorinn aldrei langt undan. Hann var einn af þeim sem eiga mjög auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á mönnum og málefnum og meira að segja eftir að hann var orðinn svo veikur að hann átti orðið erfitt með mál, laumaði hann út úr sér hnyttnum athuga- semdum við okkur fjölskylduna og þá sem hann önnuðust. Haukur kvæntist ekki og eignað- ist ekki afkomendur. Þrátt fyrir það var hann mikil barnagæla og var gaman að fylgjast með því hvernig öll börn hændust að honum þrátt fyrir að hann gerði lítið til þess sjálf- ur að hæna þau að sér. Þess þurfti hann ekki. Það var eins og þau skynjuðu strax hvern mann hann hafði að geyma og þau voru sjaldn- ast búin að vera lengi nálægt honum þegar maður sá þau skríða upp í fangið á honum og hann var farinn að leika við þau. Leikfangið þurfti ekki að vera stórt eða tilkomumikið. Kannski bara hringlandi lyklakippa eða einhver spennandi lítill hlutur sem Haukur átti í buxnavasanum en alltaf skyldi Hauki frænda takast að gera úr þessum hlutum einhvern spennandi leik. Ég held mér sé al- Haukur Jóhannsson ✝ Haukur Jóhanns-son fæddist á Ak- ureyri 20. júlí 1955. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð föstudaginn 6. nóv- ember 2009. For- eldrar hans eru Jó- hann Hauksson, f. 7. júní 1929 og Sigríður Hermanns, f. 17. júlí 1926. Systkini Hauks eru Friðrik, f. 1950, Sólveig Margrét, f. 1954, Ásta, f. 1956 og Guðrún Birna, f. 1962. Haukur ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hann lærði húsa- smíði á trésmíðaverkstæðinu Þór og starfaði við iðn sína lengst af. Útför Hauks fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 13. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.30. veg óhætt að segja að hjá öllum systkina- börnum Hauks hafi hann skipað alveg sér- stakan sess og eiga þau öll eftir að sakna frænda síns. Ég vil nota tækifærið og þakka Hauki alveg sérstaklega allt sem hann gerði fyrir mín börn í gegnum árin. Haukur lærði húsa- smíði og vann við þá iðn í mörg ár. Þar nutu hæfileikar hans sín vel því leitun var að vandvirkari manni. Það var hrein unun að fylgj- ast með honum vinna því það var al- veg sama hvort verkið var stórt eða smátt, allt var gert með sömu nost- urseminni og allt lék í höndum hans. Það voru ófá skiptin sem sagt var í fjölskyldunni ef eitthvað bilaði eða einhver „dýrgripurinn“ datt í gólfið og brotnaði: „Æ, við fáum Hauk til að laga þetta“ og það mátti ganga að því vísu að ef á annað borð var hægt að laga og gera við, þá gat Haukur það. Og það var heldur ekkert erfitt að biðja hann um slíka hluti því það var alveg sama hvað maður bað Hauk um að gera fyrir sig, alltaf sagði hann já ef hann mögulega gat komið því við. Það er sárt að þurfa að kveðja góðan dreng svona snemma en kannski á það við um hann að „þeir sem guðirnir elska, deyi ungir“. Ég bið Guð að styrkja aldraða tengda- foreldra mína og systkini Hauks í sorginni og vil að leiðarlokum þakka Hauki samfylgdina og allt sem hann gerði fyrir mína fjölskyldu í gegnum árin. Megi minningin um góðan dreng lifa með okkur öllum. Eygló Björnsdóttir. Haukur föðurbróðir minn var, líkt og hin systkini pabba, í miklum met- um hjá mér þegar ég var lítil stelpa. Landfræðilega var langt á milli okk- ar – ég ólst upp í Vestmannaeyjum, hann bjó á Akureyri – en spenning- urinn var alltaf jafn mikill þegar loksins var komið að árlegri sum- arleyfisferð fjölskyldunnar norður í land. Það var svo notalegt að koma á hlýlegt heimili ömmu og afa á Odd- eyrargötunni, þiggja íspinna og hitta Hauk, en hann bjó lengi hjá þeim þar á bernskuheimili sínu. Hann var ógiftur og barnlaus og við systkinin vorum fljót að hænast að honum enda var hann lundgóður og bjó yfir nær óþrjótandi þolinmæði þegar við lékum okkur í kringum hann eða fengum að bardúsa eitt- hvað með honum. Mér virtist hann alltaf hafa gaman af að umgangast systkinabörn sín og hann nálgaðist þau öll á sama einlæga, ljúfa hátt. Þó er ég ekki frá því að Bjössi bróðir minn – kraftmikill, framkvæmda- glaður og hressilegur – hafi löngum átt sérstakan sess í huga Hauks. Þeir áttu mikla samleið í útivist og tækjagrúski og gátu spjallað saman löngum stundum. Við hin vorum sýnu rólegri og hittum hann líka sjaldnar, sérstaklega í seinni tíð. Ég fann þó alltaf samhljóm með frænda mínum í skapgerð og áhuga á ýmsu dundi, enda dáðist ég að myndunum sem hann málaði í frístundum, blaðaúrklippum sem hann geymdi og hljómplötusafninu, sem var mun meira spennandi en það sem við átt- um heima. Ég man að mér þótti ég mikið hafa forframast þegar ég sat eins og prinsessan á bauninni uppi á rúminu hans frænda míns og hlustaði á „Kaffibrúsakarlana“ í stórum heyrnartólum meðan vínyl-platan snerist á fína grammófóninum. Þeg- ar kom að hljómflutningstækjum og öðrum græjum var honum mikil- vægt að bera saman, skoða vel gæði hlutanna og kaupa ekki köttinn í sekknum. Ef eitthvað bilaði gerði hann oftast við það sjálfur, enda var hann dverghagur og vandvirkur við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Smíðisgripir hans voru oft snilldarlega hannaðir og bera list- rænum hæfileikum hans fagurt vitni. Mér er þó helst minnisstæð kímnigáfa Hauks og ertni, enda var hann alltaf til í að grínast góðlátlega með fólk og við krakkarnir höfðum sérlega gaman af því. Hann var fljótur að koma auga á spaugilegar hliðar í samræðum manna á milli, átti skemmtileg tilsvör og sneri stundum út úr því sem sagt var. Þá glotti hann iðulega, hló með okkur og kunnuglegur stríðnisglampi kom í augun á honum. Þannig man ég best eftir frænda mínum og þó að fá- ar ljósmyndir finnist af honum, þá á ég fjölmargar fallegar svipmyndir í huga mér. Þær get ég kallað fram um leið og aðrar ljúfar minningar frá skemmtilegum fjölskyldustund- um. Ég er þakklát fyrir hlut Hauks í uppeldi mínu enda gæti ég varla hafa óskað mér betri frænda. Hugur minn er hjá foreldrum hans, ömmu minni og afa, enda er sorg þeirra mikil og enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa reynt síðustu mánuði. Megi minning Hauks lifa með okkur sem eftir stöndum. Gunnlaug Elísabet Friðriksdóttir. Jæja frændi, nú er stuttu en erf- iðu stríði þínu lokið. Fréttin af and- láti þínu var þungbær enda þótt allir hafi vitað í hvað stefndi, líklega er maður aldrei tilbúinn að kveðja þótt aðdragandinn sé nokkur. Alla tíð var Haukur frændi í miklu uppáhaldi. Þegar ég var „lítill“ og var staddur norður á Akureyri var yfirleitt lítið mál að plata Hauk með sér í að brasa eitthvað ef manni leiddist, sama hvort það var að kíkja á rúntinn, fara niður á bryggju að dorga eða út á trillunni hans Jóa afa ef hægt var. Í seinni tíð, þegar ég komst á fullorðinsár, fækkaði þess- um ferðum okkar eins og gerist og gengur en þó kom fyrir að við ákváðum að brasa eitthvað saman. Síðasta samverustund okkar í svona brasi var ferð á kajökum niður Eyja- fjarðará í blíðskaparveðri sem gekk nokkuð brösuglega þar sem lítið var í ánni og þurftum við á köflum að ýta okkur áfram með árinni þegar við sigldum í strand á sandeyrunum. Haukur minntist oft á þessa ferð þegar við hittumst og ætluðum við okkur alltaf að taka aðra svipaða ferð saman en örlögin hafa búið svo um hnútana að ekkert verður af þeirri för. Við frændur áttum það sameig- inlegt að hafa mikinn áhuga á ýmiss konar tæknibúnaði og var Haukur yfirleitt strax kominn með nýjustu tækin sem komu á markaðinn og var með fyrstu Íslendingunum til að eignast vídeótæki, vídeóupptökuvél, cd-spilara, dvd-spilara og eiginlega öll þau tæki sem rak á fjörur lands- ins, sérstaklega ef það tengdist hljóði eða mynd. Átti Haukur orðið ófáar klukkustundirnar af ýmiss konar upptökum úr sjónvarpi og út- varpi, sérstaklega þó allskyns gam- anþætti og fór Laddi þar fremstur í flokki þar sem hann var í sérstöku uppáhaldi hjá Hauki líkt og hjá stórum hluta þjóðarinnar. Haukur var smiður að mennt og þótti alla tíð afar handlaginn, sama hvort það tengdist smíðum eða ann- ars konar föndri. Hann var afar vandvirkur og vildi ekki láta frá sér neina hrákasmíð. Það skyldi allt vera samkvæmt kúnstarinnar reglum og vel frágengið. Vel pússað og svo lakkað eða málað. Lýsandi dæmi um þetta er að undir það síð- asta þegar hann var orðinn bundinn við hjólastól á sjúkrastofunni og átti orðið erfitt með að tjá sig, þá stopp- aði hann gjarnan stólinn sinn þegar honum var keyrt inn á herbergið sitt og strauk hendinni eftir dyrakarm- inum eins og hann væri að ganga úr skugga um að frágangurinn væri í lagi. Svo þegar því var lokið mátti halda áfram förinni inn í herbergið. Ég gæti skrifað ótal orð um Hauk frænda minn en ætla að nema hér staðar. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína gegnum tíðina. Ef einhver tilvist er handan þessa jarð- lífs þá vona ég að við hittumst aftur þar og tökum saman veiðitúr eða kajakferð og tökum svo gott kaffi- spjall saman. Kveð þig að mínum sið, frændi minn. Bæjó! Björn Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.