Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 48

Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009  Birgir Daníel Birgisson, skipu- leggjandi tónleika sem Ian And- erson hélt með hljómsveit sinni Jethro Tull í september sl. afhenti í fyrradag forstöðumanni Vild- arbarna, helming ágóðans af þeim, 800.000 krónur. Fjölskylduhjálp Ís- lands fær hinn helming ágóðans. Jákvæð frétt í kreppufréttaflóðinu. Vildarbörn fengu 800 þúsund af ágóðanum Fólk LEIKARINN Guðmundur Ingi Þorvaldsson er býsna upptekinn í Lundúnum um þessar mundir, frumkynnti í gær nýtt verk í vinnslu í Shunt leik- húsinu þar í borg en verkið er eftir Miacha Twichin og fjallar um samskipti André Breton, skálds og stofnanda súrrealistahreyfingarinnar, og franska skáldsins Antonin Artaud. Verkið heitir Interjections og flytja þeir Guðmundur og Twichin verkið saman. Guðmundur Ingi lauk MA-gjörninganámi við Goldsmiths listaháskólann í haust en útskrifast í desember n.k. Hann er kominn með breskan um- boðsmann og farinn að vinna á fullu í tilrauna- kenndu leikhúsi. Guðmundur hefur m.a. verið að sýna verk eftir sig og sviðslistahópinn Made in China í Shunt-leikhúsinu sem er dansgjörningur og heitir Presentation of How Things Are. Í hon- um slæst kærustupar fimm lotur, í gegnum fimm stig sorgarferlis, eins og því er lýst en þau eru afneitun, reiði, sáttaumleitanir, þunglyndi og sátt. Made in China hefur einnig þegið boð frá National Theatre Studios, tilraunaarmi breska þjóðleikhússins, um að vinna verk fyrir það í jan- úar á næsta ári. „Það þykir svolítið merkilegt að komast þangað inn,“ segir Guðmundur. Verkið heitir Myrrah og er unnið upp úr þýðingu Ed- wards James Hughes á einu þekktasta verki bókmenntasögunnar, Umbreytingum eftir róm- verska skáldið Óvíd. Þá er ekki allt upp talið því Guðmundur Ingi er einnig í hópi sem kallar sig 8 en hann vinnur að gjörningum út frá tilvistar- og tilverufræði. Hópurinn er með innsetningu í bænum Poole í nóvember en hann byggir á út- færslum á japanskri tehefð. helgisnaer@mbl.is Guðmundur með mörg járn í eldinum Morgunblaðið/Valdís Thor Guðmundur Ingi Hefur nóg að gera á Englandi.  Í kvöld kemur út fyrsta breið- skífa hljómsveitarinnar Me, The Slumbering Napoleon og ber hún nafnið The Bloody Core Of It. Með- limir hljómsveitarinnar eru þeir Brynjar Helgason, Brynjólfur Gauti Jónsson og Rúnar Örn Marinósson. Platan er sögð óður til jaðarrokks tíunda áratugarins. The Bloody Core Of It var tekin upp á einni helgi og hljómjöfnuð af John Golden í Kaliforníu, en sá hef- ur átt við plötur Sonic Youth m.a. Kimi Records gefur plötuna út. Hljómsveitin mun fagna útgáfunni í plötubúðinni Havaríi í Austurstræti í dag kl. 17. Me, The Slumbering Napoleon fagnar plötu  Slóvenska teknóstjarnan Umek hefur skinið skært í teknóheimum undanfarin ár og það er við hæfi að hann sjái um stuðið á árshátíð techno.is sem fram fer á morgun á NASA. Að sögn Adda Exos, tals- manns techno.is, hefur innanbúðar- menn þar dreymt um að fá snúðinn til landsins í yfir fjögur ár og því Jörfagleði mikil á þeim bænum. Árshátíð techno.is á NASA á morgun Getur þú lýst þér í fimm orðum? Nei, en Óli Hjörtur er hérna við hliðina á mér og ætlar að gera það: Rósa er ákveðin, vinur vina sinna, góður kokk- ur, hress og 80’s-drottning Íslands. Syngur þú brosandi? Já, mjög mikið og er stutt í hlátur hjá mér. Ætlar þú að sjá myndina Desember eftir Hilmar Oddsson? (spyr síðasti aðalsmaður, Tómas Lemarquis) Já, held ég skelli mér á hana. Hvaða persónu myndirðu vilja hitta? Miles Davis eða Hrafn Gunn- laugsson. Hvernig myndir þú vilja deyja? Eðlilega og hamingjusöm. Ertu jólabarn? Svona annað hvert ár og í ár verð ég rosa jólabarn. Mexíkóskt eða indverskt? Alltaf hvorttveggja. Hvor er betri; Feldberg eða Sometime? Hjálmar. Ef þú værir trélitur, hvernig værirðu á litinn? Ég er alltaf rauður en ef ég væri tré þá væri ég lerkitré. Ferðu oft út á land? Stöku sinnum, mætti fara oftar. Er allt að fara til fjandans? Nei, þetta er allt saman hringrás, vonandi lærum við eitthvað af þessu öllu saman. Hversu mikill snillingur er útlitsgúrúinn Karl Berndsen á skalanum 1-10? Kalli er frábær og sprengir skalann. Hvaða sjónvarpsþátt frá níunda áratugnum á að endursýna? Who’s the Boss með Tony Danza og Jem and the Holograms. Uppáhaldskvikmynd? Held það sé val milli Immortal Beloved og Dirty Dancing. Hvað færðu ekki staðist? Eins og er er það sígarettan ef ég fæ mér vínglas annars … hmmm … ísinn í vesturbænum. Uppáhaldsprúðuleikari? Animal! Býrðu yfir leyndum hæfileika? Mjög leynilegum. Ef þú ættir að taka þér grípandi listamannsnafn, eins og t.d. Lady Gaga, hvert væri það? Diva de la rosa. Hvernig gengur í ræktinni? Hvar er það? Hefur þú gengið upp á Feldberg? Við Einar erum búin að hanna fána og þurfum að drífa okkur með hann upp á topp- inn. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hvort myndir þú vilja aka um á hestvagni eða Hummer? BÝR YFIR MJÖG LEYNILEGUM HÆFILEIKA AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER RÓSA BIRGITTA ÍSFELD, SÖNGKONA FELDBERG OG SOMETIME. FELDBERG SENDI NÝVERIÐ FRÁ SÉR PLÖTUNA DON’T BE A STRANGER OG HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM 18. NÓVEMBER. Rósa Birgitta Ísfeld Hún er ákveðin, vin- ur vina sinna, góður kokkur, hress og 80’s- drottning Íslands, að sögn Óla Hjartar. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is DÚETTINN BB & Blake hefur lítið látið á sér kræla undanfarið sem skýrist af því að hann hefur verið upptekinn við upptökur, enda kem- ur fyrsta breiðskífa hans út á morg- un, og þá verður líka fagnað á Só- dómu. Vera Sölvadóttir er helmingur BB & Blake, en Magnús Jónsson er hinn helmingurinn. Þau koma út ólíkum áttum, en eru þó á svipuðum slóðum, hún er menntaður kvik- myndagerðarmaður, en hann leik- ari. Það má þó segja að það hafi ver- ið músíkin sem færði þau saman því Magnús tók að sér að semja tónlist fyrir kvikmynd sem Vera var með í smíðum og fékk hana til að syngja eitt lag. „Það var því eiginlega fyrir slysni sem ég fór út í músíkina, ég vissi ekki einu sinni að ég kynni að syngja, ef ég kann það, það er að segja,“ segir hún og hlær við. Ætluðum að gera poppplötu Þetta var fyrir þremur árum og smám saman varð meira úr sam- starfinu, þau hittust reglulega og tóku upp grunna og síðan lög og skyndilega var kominn efniviður í plötu og þær frekar tvær en eina. En hvernig plata? er spurt: „Það er pínu erfitt að útskýra það. Við ætl- uðum að gera poppplötu, en ákváðum síðan að leyfa okkur að fara út fyrir stílinn og úr varð sam- suða úr poppi, triphop, diskó og dansmúsík og fleiri stefnum. Þetta breyttist líka hjá okkur eftir því sem tíminn leið og það má segja að við höfum gengið í gegnum mörg tímabil á þessum þremur árum.“ Þau Vera og Magnús, BB & Blake, voru iðin við spilamennsku fram til Airwaves 2008, en eftir það tóku þau sér frí til að ljúka við skíf- una. Tónleikarnir á laugardag verða því það fyrsta sem heyrist frá þeim í nokkurn tíma og af því tilefni verð- ur meira við haft og ýmsir gestir láta ljós sitt skína, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Barði Jó- hannsson, Árni Kristjáns, Jara, Unnur Birna Björnsdóttir og Hekla Magnúsardóttir. Vera er spennt fyrir spiliríinu, finnst gaman að vera komin aftur af stað eftir þetta hlé, en svo sé líka gaman að því að vera að vinna með svo mörgum, í raun sé það eins og að tvíeyk- ið hafi breyst í hljómsveit og þá lifni allt við. „Það er líka frábært að platan sé að koma út,“ segir hún, „og þó að það sé kannski ósmekkleg myndlíking þá finnst mér eins og ég hafi verið að kreista kýli. Það er ekki gott að segja það í blaði en mér líð- ur eiginlega þannig, það er gott að þetta er að koma.“ Ég er „eitískrakki“ Diskurinn er tilbúinn en þau hafa verið að bíða eftir prentun á um- slaginu, sem klárast í dag þann- ig að hann verður til sölu á staðnum. Einnig geta menn keypt músíkina á til- boðsverði hjá Gogoyoko fram í næstu viku. Magnús Jónsson hef- ur verið í músík lengi, lét fyrst í sér heyra í nýbylgjupönki og hefur víða komið við sögu síðan. Vera segist aftur á móti vera „eitískrakki“: „Ég fíla eitísmúsík og kem líka með franska strauma inn í samstarfið og kaffihúsapopp.“ Eins og Vera segir slysaðist hún inn í músíkina, en hún segir að sjálf upptökuvinnan sé í raun ekki svo frábrugðin því að setja saman kvikmynd, en hana hafi þó aldr- ei grunað að hún ætti eftir að hasla sér völ sem tónlist- armaður. Tónleikar BB & Blake verða semsé á Sódómu á laug- ardagskvöld og verður frítt inn á þá. Vera, Maggi og BB & Blake Í HNOTSKURN » Vera Sölvadóttir stundaðinám í kvikmyndagerð í Frakklandi. Í fyrra var hún valin „Bjartasta von Skandin- avíu“ fyrir stuttmyndina Monsieur Hyde. » Magnús Jónsson lauk leik-listarnámi 1991 og hefur leikið í fjölda kvikmynda og eins verið í fjölmörgum hljómsveitum, til að mynda Gus Gus og Silf- urtónum. Samhent Vera Sölvadóttir og Magnús Jónsson eru BB & Blake.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.