Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 56

Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 56
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 124,44 206,02 118,48 24,984 22,186 18,164 123,07 1,3852 198,91 185,94 Gengisskráning 12. nóvember 2009 124,74 206,52 118,83 25,057 22,251 18,217 123,41 1,3893 199,5 186,46 239,4598 MiðKaup Sala 125,04 207,02 119,18 25,13 22,316 18,27 123,75 1,3934 200,09 186,98 Heitast 8°C | Kaldast 1°C  Rigning eða súld með köflum á austan- verðu landinu og sums staðar á annesjum norðan til, annars þurrt. »10 Hinn hægláti hljóð- heimur Huldar verð- ur heldur einsleitur þegar á líður, og mýktin heldur mikil, segir í dómi. »49 TÓNLIST» Hæglátur hljóðheimur TÓNLIST» BB&Blake gefa út plötu og fagna. »48 Einar Falur bjóst við dýpra verki frá Huldari Breiðfjörð, t.d. hvað varðar samband Íslendinga og Færeyinga. »52 BÆKUR» Íslendingur í Færeyjum KVIKMYNDIR» Heimsendaspár tröllríða bíóhúsunum. »53 ÍSLENSKUR AÐALL» Rósa Birgitta Ísfeld er rosa jólabarn í ár. »48 Menning VEÐUR» 1. Þorbjörg Guðrún Pálsdóttir látin 2. Valdur að banaslysi 3. Skoraði eftir 2 sekúndur 4. Hæstiréttur ógildir erfðaskrár  Íslenska krónan veiktist um 0,3% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Í dag er 13. dag- ur mánaðar sem ber upp á föstudag, en þegar slíkt hendir er margra trú að slíkt beri ógæfuna með sér. Lögreglan hefur þó engar áhyggjur. „13 var fyrsta númerið mitt í lögreglunni og föstu- dagarnir hafa alltaf verið góðir í mínu lífi,“ segir Geir Jón Þór- isson, yfirlögregluþjónn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er frekar að fullt tungl hafi áhrif til hins verra, því þá er oft meiri spenna í fólki sem skapar annríki hjá lög- reglunni.“ HJÁTRÚ Hefur engar áhyggjur af föstudeginum þrettánda  Fréttir af Hjalta- lín eru farnar að birtast nærfellt upp á hvern ein- asta dag í þessu blaði. Er það vel. Sigríður Thorlacius og fé- lagar eru byrjuð að hita upp fyrir komandi útgáfutónleika og lék hún í fyrradag fyrir 500 manns í Lang- holtskirkju ásamt kammersveit. Var það ónefndur viðskiptamaður sem hélt tónleikana fyrir vini sína og vandamenn og stóð straum af öllum kostnaði. Kreppa hvað!? TÓNLIST Hjaltalín fyllti Langholts- kirkju á lokuðum tónleikum  Færeyska drottningin Eivör Pálsdóttir lendir á klakanum í dag og mun taka upp strengjahljóma fyrir næstu plötu sína. Hún flýgur svo aftur heim á morgun. Eivör mun dvelja hérna lengur í desember þeg- ar hún syngur á þrennum jóla- tónleikum í Langholtskirkju og von- ir standa til þess að hún komist á sólótónleika einnig. Tónleikaplata með söngkonunni er nýkomin út og verður rætt ítarlega við hana um líf- ið og listina í blaðinu á morgun. TÓNLIST Eivör gerir stuttan stans á Íslandi og tekur upp JAFNRÉTTISSKÓLI tekur til starfa á Íslandi í næstu viku. Skól- inn er fyrsta verkefni EDDU – önd- vegisseturs, sem Irma Erlingsdóttir stýrir, og stofnað var í ársbyrjun til að sinna jafnréttis- og margbreyti- leikarannsóknum. Skólinn verður að líkindum Jafnréttisskóli Samein- uðu þjóðanna, sniðinn eftir sömu hugmynd og Jarðhitaskóli SÞ á Ís- landi. Fyrstu nemarnir, frá Gaza og Afganistan, koma til landsins í næstu viku. | 47 Jafnréttisskóli SÞ að hefja störf „ÞAÐ kom mér á óvart að sjá þau ummæli Sindra Þórs að hann væri alvarlega að velta því fyrir sér að taka upp norskt ríkis- fang,“ segir Hörður J. Odd- fríðarson, for- maður Sund- sambandsins. Hörður ætlar að taka upp mál Sindra við formann norska sundsambandsins. Hann segir Norð- menn ekki vinna í anda norrænnar samvinnu með því að bera víurnar í íslenska sundmenn. | Íþróttir Ekki í anda nor- rænnar samvinnu Hörður J. Oddfríðarson BOÐIÐ var upp á jólahlaðborð í Kaffi Garði í Húsasmiðjunni/Blómavali við Skútuvog í gær og er hugmyndin að halda þessu áfram alla daga næstu vikur. Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilganginn að auka á jóla- stemninguna með ódýrum og góðum mat. JÓLAHLAÐBORÐ Í HÚSASMIÐJUNNI/BLÓMAVALI Morgunblaðið/Kristinn Eftir Andra Karl andri@mbl.is FIMMTÁNDI aðalvinningur Vík- ingalottós féll í skaut Íslendings síð- astliðinn miðvikudag og um leið stærsti vinningur sem Íslendingur hefur unnið í lottói hér á landi. Vinn- ingshafinn lét í sér heyra í gær og er um að ræða fjölskyldumann á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir tæpar fjórar vikur fær hann rúmar 107 milljónir króna í eingreiðslu – skattfrjálst. Líkt og flestir vinningshafar í lottói kýs hann að halda nafnleynd. Líkt og alkunna er nær samstarf um Víkingalottóið til Norður- landanna og eru því allmargir um hit- una hverju sinni. Það þykir því nokk- uð gott að hafa náð til Íslands fimmtán aðalvinningum á átján árum. Síðasti stóri vinningurinn féll Íslend- ingi í skaut í lok árs 2007 og var þá sá hæsti sem greiddur hefur verið út hér á landi. „Við stöndum vel og erum með mjög jákvæða Víkingalottó- vísitölu,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar get- spár. Hann bætir við að þar sem Ís- lendingar séu aðeins lítill hluti af pottinum geti þeir enn frekar verið sáttir við sitt. Stefán segir aðsókn í miða Vík- ingalottós stöðuga en líkt og í Ís- lenska lottóinu eykst hún þegar stórir vinningar falla. Því má búast við auk- inni sölu miða á næstunni. Þó að illa ári hér á landi og krónan sé eins og hún er, þá er ekkert val um gjaldmiðil. Íslensk getspá fær vinn- ingsfjárhæðina og skiptir í bankanum í íslenskar krónur. Þannig fæst einnig dýrmætur gjaldeyrir inn í landið. Fimmtán aðalvinn- ingar til Íslendinga „Erum með mjög jákvæða Víkinga- lottóvísitölu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Íslensk getspá tók ásamtNorðurlöndum þátt í stofnun Víkingalottós sem hóf göngu sína 1991. » Í október 2007 vann Akur-eyringur 105 milljónir króna í Víkingalottói. »Vinningshafinn fær vinn-inginn eftir fjórar vikur en á þeim tíma fær hann fjár- málaráðgjöf hjá sérfræð- ingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.